Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 98
96 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Varðandi framtíðina í framleiðslutækni sagði Gunnar að framþróunin væri stöðug. í því
sambandi væri fróðlegt að skoða líftíma búnaðarins. Þannig væri líftími frystitækja, frysti-
kerfa og Baader-véla mjög langur. Elstu Baader-vélarnar eru yfir 30 ára. Sérhæfður fisk-
vinnslubúnaður hefur mun styttri líftíma, t.d. er nú í notkun hjá Granda þriðja kynslóð flokk-
ara á tíu árum.
Að nýta þekkingu verkfræðinga og tæknifræðinga: Hjá Kælismiðjunni Frost hf. hefur
orðið mjög hröð uppbygging að undanförnu. Fyrirtækið velti rúmum 400 milljónum á síðasta
ári. 70-80% veltunnar hefur farið beint eða óbeint í gegnum tæknideild fyrirtækisins vegna
hönnunar og/eða verkefnastýringar. Jónatan Svavarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins
sagði í erindi sínu að uppbyggingin mótaðist af því að sameina verkþekkingu og tækniþekk-
ingu. A síðasta ári var mörkuð sú stefna hjá fyrirtækinu að móta starfsvettvang fyrir menn
með verkfræði- og tæknifræðimenntun. I dag starfa átta verkfræðingar og tæknifræðingar hjá
fyrirtækinu við stjórnun, hönnun og verkefnastjórnun, eða um 15% starfsmanna. Að mati
stjómenda fyrirtækisins eru mörg tækifæri til að nýta þá þekkingu sem býr í verkfræðingum
og tæknifræðingum á mun fleiri sviðum en gert er í dag. Jónatan benti á að ekki sé óalgengt
að fyrirtæki sem veltir milljörðum á ári og er með tækjabúnað fyrir sömu stærðargráðu hafi
enga verkfræðinga eða tæknifræðinga í sinni þjónustu.
Það að Kælismiðjan Frost hefur náð umtalsverðri stærð á íslenska markaðinum hefur
verið forsenda þess að skapa þessi störf hjá fyrirtækinu. A sama tíma er það einn mesti styrkur
fyrirtækisins að hafa yfir þessari þekkingu að ráða. Þessi uppbygging er byggð á þeirri sann-
færingu að með virkjun verkfræði- og tæknifræðiþekkingar sé hægt að bjóða viðskiptavinum
betri þjónustu og heilsteyptari lausnir en ef tillögur og mat á lausnum koma eingöngu frá
handverksmönnum. Einnig verður stjórnun skilvirkari og nýting á öðrum forðum fyrirtækis-
ins betri en þegar þessa yfirsýn vantar. Þessi skref hafa verið fyrirtækinu kostnaðarsöm þar
sem framboð á verkfræðingum og tæknifræðingum á þessu sviði er mjög lítið og því hefur
verið nauðsynlegt að þjálfa menn í faginu. Nú hafa þessir nýju starfskraftar starfað hjá
fyrirtækinu í 6-12 mánuði og styrkur þeirra vex dag frá degi. Færni þeirra í hönnun og verk-
efnastjórnun er farin að hafa veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, auk þess sem stefnt er að
því að beita þessum mönnum meira í tæknilegum innkaupum og samningagerð við birgja.
Vitræn vinnsla: Dr. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel hf., fjallaði um vinnslu-
hús framtíðarinnar. Sú framtíð er reyndar ekki langt undan. Þær nýjungar sem hann kynnti
verða væntanlega orðnar að veruleika innan fiskvinnslunnar á næstu 2-4 árum. Má t.d. nefna
að svokölluð vitræn vinnsla mun aukast. Hún felst t.d. í því að vélar taka ákvarðanir á grund-
velli verðmætamats. Einnig er unnið að því tengja saman myndgreiningartækni og róbóta-
tækni.
Geir gerði grein fyrir myndgreiningartækninni (tölvusjón), en þróun hennar til notkunar í
fiskvinnslu hófst hjá Marel hf. fyrir um tíu árum. Myndgreiningin er notuð í margvíslegri
sjálfvirknivæðingu. Dæmi um slík tæki eru skurðarvélar og flokkarar, sem Uokka eftir lögun,
lengd og stærð. Einnig er unnið að þróun nýrra tækja, svo sem litaflokkara og vélmenna, sem
nýta myndgreiningu, eins og sagt var frá áður. Markmiðið er alltaf að hámarka framleiðslu-
virði og gæði vörunnar.
Breytingar hafa orðið og eiga eftir að verða á öllum vinnslustigum, þ.e. flökun, snyrtingu