Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 99
Ráðstefnur á vegum VFÍ/TFÍ 97
og pökkun, og þáttur vitrænnar vinnslu mun aukast. Hvað hráefnaflokkunina varðar þá hefur
hún lengstum miðast við að tryggja nýtingu flökunarvéla. Nú er flokkunin notuð sem
framleiðslustýring miðað við væntanlegar afurðir. Til dæmis henta mismunandi stærðir af
fiski í mismunandi bitavinnslu. Tölvusjón verður einnig beitt til að flokka hvort fiskurinn fer
í flökun, salt eða úrkast.
I dag er flökunin framkvæmd í þremur skrefum í þremur mismunandi vélum fyrir afhausun,
flökun og roðflettingu. Framtíðarsýnin er að vélin verði ein og innmötunin fari fram sjálfvirkt með
róbóta. Við snyrtingu eykst enn frekar þáttur lita- og gæðaflokkunar með tölvusjón. Jafnframt er
hægt að fylgjast með hverjum snyitara til að tryggja hámarksgæði, nýtingu og afköst.
Sjálfvirkur niðurskurður er mögulegur og byggist á rúmmálsmælingum. Á að skera flakið
og þá hvernig? Metið er hvort flakið hentar í þá bitastærð sem leitað er eftir. Einnig geta borist
pantanir frá sjálfvirku pökkunarsamvali sem kallar þá eftir ákveðnum bitastærðum til að halda
yfirvigt í lágmarki.
Sem fyrr segir er þetta ekki framtíðardraumur heldur raunveruleiki morgundagsins, eins
og Geir orðaði það. Fyrr á þessu ári var tekin í notkun á Akranesi vinnslulína frá Marel hf.
þar sem skurðarhnífur gegnir lykilhlutverki. Þetta nýja kerfi er fyrsta skrefið í átt til aukinnar
hagræðingar og sjálfvirkni, þar sem tæki með innbyggðri „greind“ tryggir að ætíð sé valin
hagstæðasta framleiðsla afurða til þess að hámarka verðmæti þeirra.
Nýjungar í fiskileitartækjum: Magne Johansen frá Simrad í Noregi fjallaði um nýjungar í
fiskileitartækjum. Með bergmáls- og sónartækjum má með ótrúlegri nákvæntni greina fiskinn
í sjónum, staðsetja og beita veiðarfærunum. Einnig fást upplýsingar um sjávarbotninn sem
gefur möguleika á að veiða á slóðum sem áður var ekki hægt að veiða á, t.d. nálægt gljúfur-
veggjum. Magne fjallaði sérstaklega um hvernig hljóð í skipinu, t.d. vélarhljóð og hljóð frá
skrúfu, hafa áhrif á mælingartækin. Hljóðmagn frá skipum er mjög mismunandi þótt þau séu
af sömu eða svipaðri stærð. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að á meðan eitt skip getur greint
fiskitorfu á allt að 1000 metra dýpi getur annað aðeins greint hana á 450 metra dýpi vegna
mikilla truflana af völdum hljóðs. Með ýmsum ráðum er hægt að minnka það hljóð sem berst
frá skipinu og ná þannig betri nýtingu út úr tækjunum.
Sjómenn á Internetinu: Kristján Gíslason frá Radíómiðun fjallaði um þá miklu framþróun
sem er að verða á sviði tölvusamskipta við skip. Tölvuvæðingin hefur hafið innreið sína í
fiskiskipaflotann. Þetta hefur m.a. það í för með sér að samskipti skipverja við vini og ætt-
ingja í landi geta orðið mun greiðari en áður, t.d. gegnum lnternetið.
Radíómiðun selur tölvubúnaðinn Maxsea sem er skipstjórnarbúnaður. Búnaðurinn hefur
um 95% markaðshluldeild og hefur verið seldur í vel á þriðja hundrað fiskiskipa. í tengslum
við Maxsea er verið að þróa veiðigagnagrunn. Þessar nýjungar hafa kallað á öflugri fjarskipti
ntilli skips og lands, sem ýmist fara frarn í gegnum farsímakerfíð eða Inmarsat C. Markmiðið
er að gera skipum kleift að senda og taka við gögnum á tölvutæku formi, hvort sem það eru
einföld skilaboð, gagnaskrár eða myndir. Áður fóru samskiptin fyrst og fremst fram á formi
telex eða símbréfa.
í nánustu framtíð sjá ntenn fyrir sér að skipin verði netvædd þannig að tölva verði í hverj-
um klefa. Þá verður hægt að senda skipverjum skilaboð innan skips og eins geta þeir fengið
skilaboð úr landi beint inn á sína eigin tölvu.