Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 182
180 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
7.2 Marel
Afkoma og efnahagur: Rekstrartekjur Marel og dótturfyrirtækja á árinu I995 námu 1.117
milljónum króna, en voru 766 milljónir króna árið 1994. Aukning tekna milli ára var því 46%.
Hagnaður ársins 1995 eftir skatta var 55,9 milljónir króna eða 5,0% af rekstrartekjum en
hagnaður eftir skatta árið 1994 var 14,8 milljónir króna eða 2% af rekstrartekjum.
Hlutabréf Marel eru skráð á Verðbréfaþingi Islands. I árslok 1995 var sölugengi hlutabréf-
anna 5,56, en var 2,63 í ársloka 1994 og hafði því hækkað um 111%.
Starfsemin: Rekstur fyrirtækisins gekk mjög vel á árinu. Markmiðinu frá árinu 1992, að tvö-
falda veltuna á 3 til 5 árum, var náð. Lætur nærri að veltan árið 1995 hafi verið 2,3 sinnum
meiri en á árinu 1992. Einnig jókst hagnaður til muna. Á árinu 1995 var starfsemin efld á
öllum sviðum. Lagður var aukinn kraftur í markaðssókn og vöruþróun og framleiðslugeta var
aukin til að mæta frekari vexti. Undirbúningur var hafinn að gæðavottun sem mun ljúka á
árinu 1996 og einnig var hafist handa við endurskipulagningu fyrirtækisins í ljósi aukinna
umsvifa þess.
Á árinu var mikil uppsveifla í norskum fiskiðnaði og sala fyrirtækisins þangað jókst í takt
við hana. I sölustarfinu var megináherslan lögð á kynningu og sölu hefðbundinna vöruflokka
eins og flokkara, voga og kerfíslausna og náðist góður árangur á þessum sviðum. Skurðarvél
sem kynnt var í lok árs 1994 seldist mjög vel á árinu 1995.
Rekstur dótturfyrirtækja á árinu 1995 gekk mjög vel. Tekjur þeirra voru rúmlega tvöfalt
hærri en árið áður og hagnaður af starfseminni var góður.
Marel leggur áherslu á öflugt þróunarstarf og var á árinu 1995 unnið að mörgum verkefn-
um sem lúta að endurbótum á framleiðsluvörum, þróun nýrra tækja og rannsóknarverkefnum.
I framleiðslu var fjölgað um 15 störf á árinu og húsnæði aukið um 1.000 m2.
Marel hefur lagt ríka áherslu á notkun upplýsingatækni til að auðvelda vöxt fyrirtækisins.
1 þeim anda hefur verið byggt upp öilugt hópvinnukerfi til að auka yfirsýn og auðvelda
umsjón með sífellt viðameiri verkefnum.
7.3 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Jarðhitaskólinn var settur í sautjánda sinn 5. maí 1995. Þetta árið voru nemendur fleiri en
nokkru sinni fyrr eða sextán frá tíu löndum og komu frá Egyptalandi (1), E1 Salvador (2),
Filipseyjum (3), Indónesíu (2), Jórdaníu (1), Kenýa (1), Kína (2), Nepal (1), Rúmeníu (2) og
Úganda (1). Þeir voru allir á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og íslenska ríkisins. Auk
þess var hluta námstímans einn nemandi frá Grikklandi kostaður af EFTA-EES sjóði, en á
árinu var gerður samningur um að þjálfa fjóra nemendur frá Grikklandi á kostnað sjóðsins
árin 1995-96.
Á sautján ára starfsferli skólans hafa 163 nemendur frá 29 löndum lokið sex mánaða námi
við skólann. Þeir hafa skipst á heimsálfur sem hér segir: Asía 45%, Rómanska Ameríka 15%
og Austur-Evrópa 14%. Auk þess hal'a yfir fimmtíu manns komið í styttri heimsóknir og
námsdvalir (tvær vikur til þrjá mánuði) á vegum skólans. Fjölmargir nemendur skólans eru í
fararbroddi í rannsóknum og nýtingu jarðhita í sínum heimalöndum. Á Alþjóðajarðhitaráð-
stefnunni í Flórens í maí 1995 voru 35 fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans frá 17 löndum
meðal þátttakenda.
Starfsemi Jarðhitaskólans hlaut mikilvæga alþjóðlega viðurkenningu í september 1995