Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 180
178 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
6.4 Fjarskipti
Póstur og sími fjárfesti á árinu 1995 fyrir tæpa tvo milljarða, bæði í hefðbundnum grunnkerf-
um og í nýjungum eins og samnetinu og einnig í endurbótum á fasteignum og uppsetningu
nýrra afgreiðslustarfa. Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar nú á tímum stórkostlegra breyt-
inga í fjarskiptum og upplýsingatækni. Samnetið eykur hraðann í gagnaflutningum og auð-
veldar öll samskipti, uppsetningu greindarkerfa ásamt fleiri nýjungum. Með því hjálpast allt
að við að mynda nýjan grundvöll fyrir heildarupplýsinganet sem mun auka notkun fjarskipta-
kerfanna á næstu árum. Fjárfestingar og skipulagning rekstrarins á undanförnum árum hefur
skilað sér í bættri þjónustu og góðri fjárhagslegri afkomu.
Á árinu fór fram hjá Pósti og síma mikil vinna undir samheitinu gæðastjórnun. Sett var
upp svokölluð upplýsingamiðstöð sem er ætlað að auðvelda tengslin milli viðskiptavinanna
og fyrirtækisins. Allir símnotendur voru tengdir við stafrænar símstöðvar á árinu 1995 en með
því gefst þeim kostur á fjölmörgum tækninýjungum í þjónustu samfara auknum gæðum,
styttri tengitíma og meira öryggi. Um leið er rekstrarkostnaður grunnþjónustunnar lægri en
áður. Greindarkerfi sem bjóða upp á flutning upplýsinga og stjórnun margra nýrra virðisauk-
andi þjónustugreina, eins og s.k. sýndareinkasímakerfi, eru meðal þeirra nýjunga sem Póstur
og sími hefur verið að undirbúa og stefnt er að því að bjóða fyrirtækjum tæknilausnir sem eru
sérsniðnar að þeirra þöri’um.
Rekstrarafkoma: Rekstrartekjur Pósts og síma á árinu 1995 voru án fjármunatekna 11.142
milljónir króna, sem er 11% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld, eftir afskriftir en án fjár-
magnsgjalda, námu 10.094 milljónum króna sem er 18% hækkun milli ára. Hærri rekstrar-
gjöld 1995 skýrast af gjaldfærslu áfallinnar 788 milljóna króna lífeyrisskuldbindingar ársins
vegna starfsmanna.
Gjaldskrárbreyting: Á árinu 1995 var gefin út ný gjaldskrá fyrir samkeppnisþjónustu Pósts
og síma og uppbyggingu á gjaldskrá fyrir gíróþjónustu var breytt. Hvorug breytingin hafði
áhrif á tekjur fyrirtækisins.
Fjárfestingar: Á árinu var fjárfest fyrir 1.958 milljónir króna sem er 358 milljónum lægri
upphæð en á árinu 1994. Tekinn var í notkun sæsímastrengur, Canus-1, sem Póstur og sími á hlut
í og liggur á milli Kanada og Bandaríkjanna í framhaldi af Cantat-3. í jarðsímum var fjárfest fyrir
435 milljónir króna og í sjálfvirkum símstöðvum fyrir 258 milljónir. I sérbúnaði og samneti
(ISDN) fyrir 56 milljónir og í gagnaflutningskerfum fyrir 44 milljónir króna. í farsímakerfum
var fjárfest fyrir 376 milljónir króna, í örbylgju- og fjölsímabúnaði fyrir 258 milljónir og í
sæsímastrengjunum Cantat-3, Canus-1, Odin og Rioja var tjárfest fyrir 308 milljónir króna.
Fjárfesting í fasteignum nam 102 milljónum króna og aðrar fjárfestingar voru 123 milljónir.
Símanúmer og strengir: Uppsett númer í lok árs 1995 voru samtals 156.204 samanborið við
157.844 í lok árs 1994. Uppsettum númerum fækkaði þannig um 1.640 og var sú fækkun
vegna þess að mikið var um laus númer í eldri stöðvum sem skipt var út. Númer í notkun í
lok árs 1995 voru samtals 1458.675 samanborið við 143.980 í lok árs 1994.
Lagðir vom samtals 470 km af parstrengjum á árinu 1995. Heildarlínulengd þessara strengja
var 13.300 km. Lagðir voru 135 km af ljósleiðarastrengjum í notendakerfinu og 214 km af
kóaxstrengjum. Ljósleiðarar voru lagðir víða um land, alls um 132 km.
Á árinu 1995 var lokið við tengingu ljósleiðarahringsins með 565 Mb/s kerfum, en alls