Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 298
296 Árbók VFÍfTFÍ 1995/96
meðal hagsmunaaðila hér á landi svo og til að taka þátt í rafstöðlun á alþjóðavettvangi. RST
eru opin samtök fyrir innlenda hagsmunaaðila og alla þá sem vilja fylgjast með og hafa áhrif
á gerð staðla. Aðild að RST veitir aðgang að nýjustu upplýsingum um gang alþjóðlegrar
stöðlunar. Aðilar RST geta haft áhrif á gerð staðla á evrópskum vettvangi og frumkvæði að
gerð séríslenskra staðla auk handbóka og annars kynningarefnis á íslensku.
Rafstaðlaráð tekur þátt í alþjóðastöðlun á sviði raftækni og fjallar um mál sem heyra undir
evrópsku rafstaðlasamtökin CENELEC. RST leitast við að kynna fyrir aðilum sínum og öðr-
um þeim sem málið varðar það stöðlunarstarf sem fram fer á vegum CENELEC og að gæta
íslenskra hagsmuna á þeim vettvangi. RST hefur auk þess frumkvæði að nýjum verkefnum á
staðlasviði hér innanlands.
7.3 Helstu verkefni
I starfsreglum Staðlaráðs Islands er gert ráð fyrir að stofnaðar séu tækninefndir á vegum fag-
ráða. Þeim er ætlað að annast stöðlun á tilgreindum, afmörkuðum verkefnasviðum eða vinna
að öðrum skýrt afmörkuðum staðlaverkefnum. Þegar ákvörðun um stofnun tækninefndar ligg-
ur fyrir er leitað eftir tilnefningum frá sérfræðiaðilum. Skipun nefndarinnar er staðfest af
stjórn STRI og nefndinni er sett erindisbréf.
A vegum RST starfa nú tvær tækninefndir. Sú fyrri vinnur að gerð staðals um staðsetningu
raflagna í íbúðarhúsnæði og er formaður hennar Halldór Arnórsson, Tækniskóla íslands, en
auk hans starfa í nefndinni Ágúst Ó. Ágústsson, Neytendasamtökunum, Rúnar Bachmann,
Rafiðnaðarsambandi Islands og Sigurður Geirsson, Rafiðnaðarskólanum. Við vinnu nefndar-
innar er tekið mið af þýskum og sænskum stöðlum auk Reglugerðar um raforkuvirki. f staðl-
inum verður kveðið á um fjölda og staðsetningu fastra tengipunkta í fbúðum þ.e. rofa, tengla
og tengidósa fyrir venjuleg heimilistæki, síma, loftnet og merkjakerfi. Staðlinum er ætlað að
vera leiðbeinandi fyrir raflagnahönnuði jafnframt því sem hann á að vernda kaupendur
íbúðarhúsnæðis. Verkefnið hefur verið kynnt innan evrópsku rafstaðlasamtakanna CENELEC
og hafa þrjár þjóðir sýnt áhuga á að taka þátt í eða fylgjast með því en engin formleg vinna
er nú í gangi á þessu sviði á vegum CENELEC.
Seinni tækninefndin á vegum RST vinnur að samningu handbókar um gerð gagna til notk-
unar á raftæknisviði þ.m.t. raftæknitákn, raflagnateikningar o.fl. Formaður þeirrar nefndar er
Gísli Júlíusson, Landsvirkjun, en auk hans starfa í nefndinni Jón B. Helgason, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Kjartan K. Steinbach, Afli og Orku ehf. Fjöldi fyrirtækja innan RST sem utan
hafa heitið aðstoð við efnisöflun og vinnslu handbókarinnar sem að stofni til er sniðin eftir
danskri fyrirmynd. Bókinni er ætlað að vera uppflettirit fyrir starfandi tæknimenn á raftækni-
sviðinu auk þess að nýtast við kennslu á framhaldsskóla- og háskólastigi.
Nú er í undirbúningi stofnun þriðju tækninefndarinnar á vegum RST. Nefndin á að sam-
ræma og skýra kröfur um gerð öryggiskerfa en jafnframt á hún að fylgjast með og kynna
evrópska staðla og staðlafrumvörp sem tengjast öryggiskerfum.
7.4 Aöilar og stjórn
Aðilar Rafstaðlaráðs eru nú 22 talsins. RST heldur tvo almenna fundi árlega. Aðalfundur er
haldinn í febrúar ár hvert, haustfundur í október. Haustfundur RST er haldinn til skiptis í boði
aðila sem gefst í leiðinni tækifæri til kynningar á starfsemi sinni. Aðilar RST eru: