Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 115
Lífeyrissjóður verkfræðinga 113
Vaxtamál
Vextir á lánum til sjóðfélaga hafa verið óbreyttir um nokkurra ára skeið. A stjórnarfundi 30.
aprfl síðastliðinn lagði formaður til að vextir yrðu hækkaðir úr 3,5% í 4,0%. Tillagan var rædd
á tveimur stjórnarfundum og komu fram ýmis sjónarmið með og á móti tillögunni. Stjórnar-
menn urðu sammála um, að ekki væri tímabært að breyta vöxtunum frá því sem nú er og dró
formaður tillöguna til baka.
Erlend fjárfesting
Við höfum nú tekið fyrstu skrefin í erlendri fjárfestingu. Eins og greint var frá á síðasta aðal-
fundi var snemma á síðasta ári gert samkomulag við Handsal hf. um fjárfestingar erlendis í sam-
starfi við verðbréfafyrirtækið Goldman Sachs í London. Fimm lífeyrissjóðir tóku þátt í sam-
eiginlegum sjóði til ávöxtunar í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum. Fyrstu innborganirnar
voru um miðjan febrúar og var okkar innlegg um ein milljón dollara, eða 67, 5 millj. króna.
Þessi fjárfesting fór vel af stað og um miðjan september höfðum við náð 23% hækkun á
okkar hluta verðbréfasafnsins. Þá var tekin ákvörðun um að auka við hlutdeild okkar í safninu
og nam viðbótarfjárfestingin um einni milljón dollara, eða 71 Mkr.
Skemmst er frá því að segja að fram til áramóta gekk ávöxtun safnsins verr og Goldman
Sachs vann ekki eftir þeim aðferðum sem rætt hafði verið um. Um áramót var ávöxtun safns-
ins síðan orðin neikvæð sem nam 6,2%. í desember hafði einn lífeyrissjóðanna gengið út úr
safninu án þess að láta hina lífeyrissjóðina vita af því fyrirfram. í apríl sl. tóku lífeyrissjöðirnir
sem eftir voru ákvörðun um að slíta samstarfinu. Gengið verður frá því á næstu dögum.
Fyrir milligöngu landssambanda lífeyrissjóðanna var á síðasta ári valinn erlendur aðili til
að sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrisjóðina. Fyrir valinu varð fyrirtækið Gartmore Capital
Management í London. Hjá þeim fjárfestum við á síðasta ári 50 Mkr. Sú fjárfesting hefur
gefið góða raun, hækkun til síðustu áramóta var 13,5%.
I september var gengið frá samkomulagi við verðbréfafyrirtækið Morgan Stanley í London
um fjárvörslu fyrir sjóðinn í sérstöku verðbréfasafni. Seld voru íslensk ríkisskuldabréf í dollurum
og pundum að fjárhæð 6,5 millj. dollara eða 421 millj. króna og fjárfest í hlutabréfum á
alþjóðleguin markaði. Safnið hækkaði nokkuð til áramóta, eða um 1,4% á þremur mánuðum.
Það sem af er þessu ári hefur hin erlenda fjárfesting gefið góða raun. Hin neikvæða
ávöxtun hjá Goldman Sachs hefur skilað sér til baka og er hækkunin þar 6% frá áramótum.
A fyrsta ársfjórðungi þessa árs hækkaði eign sjóðsins hjá Gartmore um 6,6% í dollurum.
Verðbréfasafnið hjá Morgan Stanley hefur hækkað um 8,8% í dollurum frá áramótum til 15.
maí sl., eða um rúm 12% í íslenskum krónum. Á sama tíma hækkaði hlutabréfavísitala
Morgan Stanley um 5,8%.
Tryggingafræðileg úttekt
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur nú gert tryggingafræðilega úttekt á
sjóðnum pr. 31. des. 1995. Út úr þeirri athugun kemur að hagnaður hefur orðið á rekstri sjóðs-
ins á árinu 1995 og nemur sá hagnaður 79,5 milljónum króna. Þessi hagnaður er til kominn
vegna þess að raunávöxtun var hærri en reiknigrundvöllur gerir ráð fyrir, en einnig vegna þess
að skuldbindingar vegna örorkulífeyris og makalífeyris hafa verið lægri en gert er ráð fyrir.
Bjarni mun undir sérstökum lið hér á eftir gera grein fyrir þessari úttekl.