Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 97
Ráðstefnur á vegum VFÍ/TFÍ 95
Gæðastjórnun í sjávarútvegi: Magnús Magnússon, útgerðarstjóri Útgerðarfélags Akureyr-
inga, fjallaði um gæðastjórnun og hvernig staðið hefur verið að þeim málum hjá ÚA. Hann
byrjaði á því að fjalla um skilgreiningu gæða og hvað það er sem kallar á notkun gæðakerfa
í framleiðslunni í dag. Þar kom fram að á síðastliðnum árum hafa orðið miklar breytingar á
umhverfinu sem framleiðslan býr við, vinnunni og ábyrgð framleiðenda. Þannig hafi þjóðar-
tekjur minnkað á mann, samkeppnin er meiri en áður og hvað ábyrgð framleiðenda varðar
gildir öfug sönnunarbyrði, þ.e. ef galli kemur fram í vörunni er það framleiðandans að sanna
að hann hafi gert allt til að koma í veg fyrir gallaða vöru. Með gífurlegum tæknibreytingum
hefur orðið meiri sérhæfing í vinnslunni sem gerir samskipti mikilvægari en áður og því er
nauðsynlegt að staðla þau.
Mjög mikilvægt er að allir starfsmenn taki virkan þátt í gæðastjórnuninni. Þannig nefndi
Magnús dæmi um það hvemig skráningar þeirra sem vinna við afhausunarvélar geta bætt
árangurinn þar sem starfsmaðurinn fylgist sjálfur með árangrinum og getur brugðist við ef
nýtingin eða gæðin eru ekki fullnægjandi.
Varðandi það hve mikill árangur næst af gæðakerfunum ræður þátttaka stjórnenda úrslitum.
Þeir verða að vera virkir þátttakendur, tileinka sér ný vinnubrögð og sýna gott fordæmi.
Allir verða að leggja eitthvað á sig til að tryggja samkeppnishæfni og góðan árangur fyrir-
tækisins. í lokaorðum sínum sagði Magnús eftirfarandi sögu sem endurspeglar þetta. Á hverj-
um morgni vakar antilópa í Afríku og veit að hún þarf að hlaupa hraðar en sprettharðasta ljón-
ið, annars bíður hennar dauði. Á hverjum morgni vaknar ljón í Afríku og veit að það verður
að hlaupa hraðar en hægasta antílópan, annars bíður þess dauði. Þá gildir einu hvort þú ert
ljón eða antílópa, þegar sól rís þarftu að hlaupa.
Or framþróun í framleiðslutækni: Gunnar Sæmundsson, tæknistjóri hjá Granda hf., flutti
erindi um framleiðslutækni í sjávarútvegi. I stuttri kynningu á fyrirtækinu kom fram að það
gerir út nfu togara, starfsmenn eru um 450 talsins og veltan er á bilinu 3,5-4 milljarðar króna
á ári. Á síðustu árum hefur landvinnsla dregist saman miðað við heildarafla en ekki í tonnum
talið. Sjóvinnsla er því vaxandi þáttur í starfseminni.
Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á framleiðslutæknina. Má nefna almennt tæknistig á
hverjum tíma, arðsemi fjárfestingar, tölvutæknina, sem hefur opnað nýja möguleika, kröfur
markaðarins og hugvitssemi starfsfólks sem verður að virkja á öllum stigum.
Gunnar reifaði í stuttu máli nokkrar breytingar sem gefa mynd af þeirri þróun sem orðið
hefur. Gjörbylting hefur orðið varðandi lyftara og önnur flutningatæki. Þessi tæki verða sífellt
öflugri og hafa lækkað ótrúlega mikið í verði. Færibönd gegna mjög mikilvægu hlutverki. í
dag eru þau úr ryðfríu stáli og þar af leiðandi dýr, lengdarmetrinn kostar á bilinu 50-100
þúsund krónur. I karfavinnslu fara um 2/3 hlutar hráefnisins í úrgang. Áður var hann fluttur
með bílum og lyfturum til vinnslu. í dag er notaður tölvustýrður loftskotsbúnaður þar sem úr-
ganginum er skotið yfir í fiskimjölsverksmiðju eftir 200 metra löngu röri. Tölvutækninni
hefur fleygt fram og er hún notuð sífellt meira í vinnslunni, það sést m.a. á nýju Baader-vél-
unum. Fyrsta iðntölvan var tekin í notkun hjá Granda árið 1986, nú mælast þær í tugum.
Miklar framfarir hafa orðið í frystitækni. Lausfrysting er mjög vaxandi í dag. Mikil fram-
þróun hefur orðið í frystitogurum og hafa ýmis atriði auðveldað mjög vinnuna um borð, t.d.
í pökkuninni.