Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 250
248 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
2. Analysis of the equivalent outdoor temperature shows that each m/s in wind speed is
equivalent to a temperature drop of 0.23 °C and each hour of sunshine amounts to about
0.36°C increase in the outdoor temperature.
3. The simulated daily maximum for the period 1981-1990 is estimated as 11.300 m3/h which
corresponds to -8.0 °C in a steady equivalent outdoor temperature. For the cold spell in
1918 the analogous figures are 14.880 m-Vh and -16.7 °C.
AU of the results presented here are based on the volume of houses heated by the
Reykjavik Municipal District Heating Company as it was on the 30th of November 1994.
Thus, the obtained results must be scaled by the expected increase in this volume to predict
future flows. This scaling is however only reasonable if the consumer pattern does not change
and therefore such an analysis should be done with certain intervals, in order to provide a
good estimate of the possible maximum flow in the system.
1. Inngangur
Við hönnun og rekstur hitaveitukerfa er nauðsynlegt að hafa hugmynd um það hvernig við-
komandi kerfi bregst við afbrigðilega köldu veðurfari, svokölluðum kuldaköstum, t.d. hversu
mikils rennslis má vænta og ef til vill frekar hver séu efri mörk slíks rennslis miðað við fyrir-
fram gefnar líkur. Einnig er áhugavert að gera sér grein fyrir áhrifum mislangra kuldakasta,
sem dæmi má nefna að tímafasti Hitaveitu Reykjavíkur, HR, er um 3 til 6 dagar, þannig að
slæmt kuldakast sem varir aðeins fáa daga hefur svipuð áhrif og vægara kuldakast sem varir
lengur. Líkanið er síðan hægt að nota til að endurmeta hönnunarforsendur og skipuleggja
rekstur hitaveitukerfisins.
í þessari grein er kynnt leið sem byggir á tölfræðilegum aðferðum við gerð líkana sem lýsa
rennsli í hitaveitukerfi sem falli af veðurfarsþáttum, svo sem útihita, vindi og sólskini, en
einnig af svokölluðum jafngildisútihita sem yfirfærir áhrif vinds og sólar í útihita.
Líkan það sem hér er notað er af svipuðum toga og þau líkön sem fundin hafa verið áður
fyrir HR, sjá [1]. Þau líkön voru byggð á gögnum frá árunum 1989 til 1993. Hér eru hins veg-
ar notuð gögn yfir heildarrennsli frá HR, fyrir tímabilið 01.12.93-30.11.94 og veðurgögn fyrir
Reykjavík frá sama tíma. Ástæða þess að þetta tímabil er notað er að þetta voru nýjustu gögn-
in sem lágu fyrir þegar athugunin var gerð. Líknið er síðan notað til að spá fyrir um rennsli í
veðurfari áranna 1981 til 1990 og einnig í kuldakastinu í janúar 1918. Út frá þeim niðurstöð-
um er metin hámarkseftirspurn hjá HR. Fundið er væntanlegt hámarksrennsli yfir mismun-
andi löng tímabil, þ.e. mesta hámarksrennsli í einn dag, tvo, þrjá eða sex daga og einnig 95%
efri öryggismörk á því. Eftirspurnin er gefin upp í 1/klst/m3 þar sem m’ í seinna tilvikinu eiga
við rúmmál tengdra húsa hjá HR í lok gagnatímabilsins, þann 30.11.94. Einnig er fundinn sá
jafngildisútihiti sem þarf að vera til þess að eftirspurnin nái ákveðnu gildi, auk þess sem
metnir eru stikar í jaf'ngiIdishitajöfnunni, en þeir lýsa áhrifum vinds og sólar á eftirspurn eftir
heitu vatni.
í [3] er fjallað um mat á kranavatnsnotkun hjá HR. Sú athugun byggðist á þeirri forsendu
að sú notkun væri óháð veðri og því ætti í raun að gera sérstakt líkan af þeim þætti hér. Krana-
vatnsnotkunin er um 10-12% af heildarrennslinu, en hins vegar er hún ekki það breytileg eftir