Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 30
28 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
ígildisviðskipti: í framhaldi af ráðstefnu VFÍ um ígildisviðskipti í október 1994 bauð VFÍ
Finnanum Raimo Luoma til íslands í febrúar 1995 til viðræðna um hvernig hagnýta mætti
ígildisviðskipti hér á landi. Luoma var framkvæmdastjóri og aðalsamningamaður fyrir hönd
nefndar um ígildisviðskipti í finnska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og því mjög kunnugur
þessum málum. Luoma hélt fyrirlestur á kynningarfundi VFI á Hótel Borg um reynslu Finna
af ígildisviðskiptum. Síðan átti hann sérstaka viðræðufundi við fulltrúa Ríkiskaupa, Flugleiða
og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Utflutningsnefnd skrifaði greinargerð og minnisblöð
af þessum fundum til fróðleiks fyrir félagsmenn og aðra áhugaaðila. Koma Luoma til íslands
var lokaskref í kynningu útflutningsnefndar á ígildisviðskiptaháttum og er ekki fyrirhugað að
nefndin hafist frekar að í þessu máli.
Samstarf við stjórnvöld um leiðir til að efla útrás íslenskra fyrirtækja: Útflutningsnefnd
hefur átt gott samstarf við opinbera nefnd sem nefnist Samstarfsnefnd um atvinnustarfsemi
og fjárfestingar erlendis (SAFE). Nefnd þessi var skipuð af utanríkisráðherra í samstarfi við
iðnaðar og viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra í nóvember 1995. Nefndina skipa full-
trúar utanríkisráðuneytisins, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis, Þróun-
arsjóðs sjávarútvegsins, Útflutningsráð og Iðnþróunarsjóðs. Formaður nefndarinnar er Hall-
dór J. Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu. Hlutverk nefndarinnar er að móta
stefnu um það hvemig best verði stutt við bakið á þeim vaxtarbroddi sem verkefnaútflutn-
ingur og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis er þegar orðinn. Fyrirhugað er að fylgja
eftir ábendingum sem fram hafa komið í ýmsum úttektum og skýrslum, m.a. frá iðnaðar-
ráðuneytinu, Aflvaka og útflutningsnefnd VFI um ýmsan stuðning sem stjórnvöld geta veitt,
s.s. varðandi bætta skattalöggjöf, stofnun áhættu- og fjármögnunarsjóðs og eflingu þróunar-
samstarfs. Margar vísbendingar eru um töluverða grósku í þessari starfsemi á undanförnum
misserum og vilja stjórnvöld nú leggja þessu máli lið og skapa sambærilegt umhverfi hér á
landi eins og þessi starfsemi nýtur í nágrannalöndunum og þar með bæta samkeppnisstöðu
Islands. Útflutningsnefnd hefur kynnt áhersluverkefni sín fyrir SAFE og hefur samstarfs-
nefndin tekið undir mörg af sjónarmiðum hennar. Þannig eru á verkefnalista SAFE atriði eins
og lagfæringar á skattakerfi, fjármögnunarsjóður, efling þróunarsamslarfs á viðskiptagrunni,
Evrópuverkefni og verkefnaútflutningur í samvinnu við opinberar stofnanir.
Ráðstefna um verkefnaútflutning og fjárfestingu íslenskra fyrirtækja erlendis: í febrúar
1996 kynnti útflutningsnefnd fyrir stjórn VFI hugmynd að ráðstefnuhaldi um verkefnaút-
flutning og fjárfestingu íslenskra fyrirtækja erlendis sem haldin yrði í samstarfi við Samstarfs-
nefnd um atvinnustarfsemi og fjárfestingar erlendis og Útflutningsráð. Allir aðilar hafa tekið
vel í hugmyndina og er undirbúningur þegar hafinn að ráðstefnu um þessi mál í maí 1996.
Komið hefur til tals að fá til landsins fulltrúa frá erlendum fjármögnunarsjóðum, s.s. ÍFU í
Danmörku eða FMO í Hollandi og frá Norræna þróunarsjóðnum, NDF, til þess að gera ráð-
stefnuna áhugaverðari. A ráðstefnunni hyggst samráðsnefndin kynna tillögur sínar til ráðu-
neytanna um það hvernig best verður hlúð að þessum nýja vaxtarbroddi í atvinnulífinu og ráð-
stefnan mun gefa VFI tækifæri til að kynna reynslu sem fengist hefur af þekkingarútrás
verkfræðinga og koma með ábendingar um hagnýtar stuðningsaðgerðir stjórnvalda.
Evrópuverkefni: Nefndin hefur fylgst með möguleikum sem verkfræðingum bjóðast í sam-
bandi við samning um evrópska efnahagssvæðið (EES). Með tilkomu Kynningarmiðstöðvar