Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 292
290 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
í þessari grein er fjallað um skipulag staðlamála, bæði á alþjóðavettvangi og hér
innanlands. Þá er einnig fjallað sérstaklega um starfsemi Rafstaðlaráðs, sem er eitt af þremur
fagráðum Staðlaráðs Islands.
2 Hvaö er staðall?
Stöðlunarstarfið byggist á samstarfi fulltrúa framleiðenda, notenda, neytenda, opinberra aðila
og annarra í samfélaginu sem hagsmuna eiga að gæta. Niðurstaða eða árangur stöðlunarstarfs-
ins er opinbert skjal sem kallast staðall. Til þess að úr verði góður staðall þurfa hagsmuna-
aðilar að ná sammælum um fjóra meginþætti, þ.e. hvað sé hæfilegt og eðlilegt, hvað séu góðar
vinnuaðferðir og hvort þær séu í takt við tímann.
í íslenska staðlinum ÍST EN 45020 er staðall skilgreindur á eftirfarandi hátt:
,,Skjal, ákvarðað með sammœli og samþykkt af viðurkeimdum aðila, þar sem settar eru
fram til algengrar og endurtekinnar notkunar, reglur, leiðbeiningar eða eiginleikar jyrir starf-
semi eða afrakstur hennar í þeim tilgangi að ná fram sem mestri samskipan í tilteknu sam-
hengi. “
Staðall er í sjálfu sér til frjálsra afnota, en stjórnvöld geta vísað til hans í reglum og
fyrirmælum og gert hann með þeim hætti skyldubundinn. Þetta á m.a. við um raftækni,
heilsuvernd, öryggismál og umhverfi.
I skilgreiningunni á staðli felst:
• Staðall er góð lausn að mati þeirra sem best þekkja til.
• Menn koma sér saman um lausn.
• Það eru liagsmunaaðilar sem semja staðla, þ.e. nefndir sérfræðinga á viðkomandi
sviðum. Reynt er að taka lillit til sem llestra sjónarmiða þannig að allir geti verið
sáttir við skjalið.
• Staðall er ekki reglugerð, þ.e. ekki reglur settar einhliða af einhverju yfirvaldi.
Einstakir vöruhlutar og vélahlutir eru framleiddir í miklu magni af fjölda framleiðenda í
ýmsum löndum. Þessir hlutir verða að falla saman í starfhæfar heildir eins og bitar í púsluspili
þrátt fyrir ólíkan uppruna. Þá verður að vera unnt að skilgreina efni, vöruhluta og afurðir svo
að bæði kaupendur og seljendur geti valið það sem hentar með tilliti til verðs og eiginleika.
Óhlutbundin fyrirbæri eins og skilmálar, kerfi og aðferðir öðlast aukið gildi ef fjöldi manns
getur lagt einn og sama skilninginn í þau. Keifi af því tagi er einatt skilyrði þess að unnt sé
að vinna að þróun og breytingum á einstökum vöruhlutum.
3 Skipulag staðlamála
Alþjóðarafstaðlaráðið IEC (International Electrotechnical Commission) er elst þeirra staðla-
samtaka sem nú starfa. Það var stofnað árið 1906 og er því 90 ára um þessar mundir. Evrópsku
rafstaðlasamtökin CENELEC (Comité Européen de Normalisation Electrotechnique) voru
stofnuð árið 1961 og starfa í dag í nánum tengslum við IEC. Hliðstæð samvinna á öðrum fag-
sviðum en rafmagnssviðinu á sér stað milli Alþjóðastaðlasamtakanna ISO (International
Organization for Standardization), sem stofnuð voru árið 1946, og Evrópsku staðlasamtak-
anna CEN (Comité Européen de Normalisation) en þau voru stofnuð árið 1961. Milli allra