Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 186
184 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
frá þessu erþó iðnaðartæknifræðin. Byggingatæknifræðin heldur nokkurn veginn sínum hlut.
Það nám var fyrst starfrækt 1989 og 1996 var í fyrsta sinn tekið inn eftir breyttu kerfi, þannig
að allt tæknifræðinám er nú af sömu lengd og umfang þess að öðru leyti svipað. Á vordögum
1996 var sett í gang kynningarherferð á þessu námi og stóðu Tæknifræðingafélagið og hópur
nemenda að því ásamt skólanum. Þessi herferð hefur skilað sér í aðsókn sem var umfram það
sem búist hafði verið við. 1 ársbyrjun 1997 er ætlunin að fara af stað með hliðstæða kynningu
á öðrum tæknifræðinámsbrautum.
Fæð nemenda í tækninámi veldur nokkrum áhyggjum. Haldi aðsókn áfram að minnka
stefnir í að skortur verði á tæknifræðingum, það er að segja ef uppsveiflan í atvinnulífinu er
meira en stundarfyrirbæri. Ef gert er ráð fyrir atvinnulífi í þróun teljum við okkur þurfa að
útskrifa um 15-20 byggingatæknifræðinga, 15-25 véltæknifræðinga, annað eins af rafmagns-
tæknifræðingum, einkum af veikstraums- eða tölvusviði, og 20-30 iðnaðartæknifræðinga ár-
lega. Þessar tölur eru að vísu ágiskun, en þær miðast við að fjölgun tæknimanna þurfi að gera
heldur betur en að halda í við almenna fólksfjölgun í landinu. Nauðsyn er að flytja þessa
tæknimenntun sem mest inn í landið. Stór hluti nemenda þarf að fara til Danmerkur til að
ljúka námi og eru því líkur á að stór hluti þeirra ílendist þar, enda er þar í landi fyrirsjáanlegur
verulegur skortur á tæknimönnum á allra næstu árum.
Erlend samskipti og erlent samstarf verða sífellt stærri og veigameiri þáttur í starfsemi
skólans. Fyrirferðarmest í því efni eru samskipti innan SOKRATES- og LEONARDO-áætlana
Evrópusambandsins svo og NORDPLUS sem er hliðstæð áætlun á vegum Norðurlandaráðs.
Þessi samskipti gera það kleift að gefa nemendum kost á að dvelja um tíma við nám eða aðra
þjálfun hjá samstarfsskólum erlendis. Helstu samstarfsskólar erlendis sem stendur eru
Málardalens Högskola í Svíþjóð, Fachhochschule Kiel í Þýskalandi og Horsens Polytechnic í
Danmörku, auk þeirra tækniskóla í Danmörku sem formlegt samstarf er við um að taka við
nemendum til lokaprófs, þ. e. Árhus Teknikum, Odense Teknikum og Aalborg Universitet. Á
síðastliðnu suntri var sótt um svokallaðan stofnanasamning við SOKRATES-skrifstofu
Evrópusambandsins, en það er nýtt form á aðild að þessari áætlun sambandsins um samstarf
milli menntastofnana og styrki til þess háttar starfsemi, þ. e. nemenda- og kennaraskipta.
I athugun er að efna til samstarfs í tilraunaskyni um samkennslu í gegnum fjarskiptanet.
Þeir skólar sem yrðu aðilar að þessu samstarfi með Tækniskólanum eru Háskólinn á Akureyri
og Samvinnuháskólinn á Bifröst. Rætt er um tilraunaverkefni til þriggja ára með þátttöku
rekstrardeilda skólanna og yrði árangurinn metinn að því loknu. Er vænst góðs af samstarfi
við Póst og síma um framkvæmd og tæknilega útfærslu. Ef vel tekst til ætti þetta að geta orðið
upphafið á aukinni starfsemi á þessu sviði, bæði innan lands og utan.
Eins og aðrir skólar hefur Tækniskólinn orðið var við minnkandi framlög til menntamála.
Þetta gerist þrátt fyrir það að öllum megi ljóst vera að aukin framlög til verk- og tæknimennt-
unar eru forsenda þess að unnt sé að búa atvinnulífinu bestu rekstrarskilyrði. Það gleymist oft
að ein af grundvallarforsendum þess að atvinnulífið geti þróast er að nóg sé af hæfum starfs-
mönnum með verk- og tæknikunnáttu. Það sem háir skólanum mest um þessar mundir er að
ekki fæst fé til að kaupa þann búnað sem nauðsynlegur er til að nýta sér þróunina í upp-
lýsingatækni en það er lífsnauðsyn hverri þeirri stofnun sem fæst við menntun á sviði tækni
og rekstrar. Tæknimenntun verður ekki starfrækt af viti án þess búnaðar sem til þarf.