Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 34
32 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Eymundssonar, sem eru í eigu Odda, annist sölu bókarinnar. Útskriftir reikninga, innheimtu
þeirra, bókhald og samskipti við innheimtumenn ríkissjóðs annast féhirðir nefndarinnar, ívar
Þorsteinsson, sem jafnframt er eignavörslumaður hennar.
Nefndarmönnum þykir það miður að Islensk málnefnd hefur ekki séð sér fært um langan
tíma að leggja nefndinni til aðstoð íslenskufræðings vegna fjárskorts. Nefndin metur mikils
þá aðstoð sem íslenskufræðingar veittu á árum áður og harmar að Islenskri málnefnd og
íslenskri málstöð skuli vera svo þröngur stakkur skorinn nú, að þær geta ekki annast þetta
hlutverk sitt eins og kveðið er á um í lögum um Islenska málnefnd nr. 2/1990.
Nefndin vann jafnt og þétt á starfsárinu að endurskoðun 845. kafla orðasafns IEC, sem
fjallar um orð úr ljósfræði, og einn nefndarmanna, Sigurður Briem, hafði safnað orðum í og
frumþýtt að stórum hluta. Nefndin lauk endurskoðuninni á starfsárinu og bíður nú eftir yfir-
lestri og umsögn sérfræðinga utan nefndarinnar á sviði ljósfræði, eins eða fleiri, um orða-
þýðingarnar.
Tveir nefndarmanna, Bergur og Gísli, vinna um þessar mundir að því að leiðrétta villur í
tölvuskráðu orðasafni nefndarinnar. Þetta er liður í undirbúningi að útgáfu 6. bindis
Raftækniorðasafns, sem vonir eru bundnar við að komi út fyrir næsta haust. í því bindi verða
íðorð á ensku og íslensku úr sjö orðabókum ORVFI, Raftækni- og ljósorðasafni 1 og 2 og
fimm bindum Raftækniorðasafns, sem út eru komin, en án skýringa hugtaka. Bókin verður
tvískipt, enskt-íslenskt og íslenskt-enskt orðasafn. Orðunum verður raðað í stafrófsröð, hvoru
máli fyrir sig, en kennitölur verða með hverju íðorði eins og í bókum IEC og Orðanefndar.
Þannig er auðvelt að fara milli bóka, t.d. í leit að skýringum hugtakanna eða flctta upp á öðru
tungumáli. Málræktarsjóður hefur veitt ORVFÍ styrk til útgáfunnar.
í Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ eru eftirtaldir verkfræðingar:
Bergur Jónsson formaður
Baldur Þorgilsson
Gísli Júlíusson
ívar Þorsteinsson
Jón Þóroddur Jónsson
Sigurður Briem
Sæmundur Óskarsson
Valgerður Skúladóttir
Þorvarður Jónsson
Þórður Helgason
Þórir Már Einarsson
Einnig hefur Hreinn Jónasson rafmagnstæknifræðingur starfað með nefndinni eins og
mörg undanfarin ár
Nefndin heldur vikulega fundi, en vegna langs sumarleyfis urðu fundir nefndarinnar ekki
nema 26 á milli aðalfunda VFI.
Orkustofnun hefur veitt Orðanefndinni húsaskjól, aðstöðu og veitingar um langan tíma.
Nefndin er afar þakklát fyrir gestrisnina.
Orðanefnd rafmagnsverkfrœðinga
Bergur Jónsson formaður
2.5.3 Byggingarverkfræðideild VFÍ
A aðalfundi BVFÍ, sem haldinn var í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í maí 1995, í húsakynn-
um Reykjavíkurhafnar, voru eftirtaldir kosnir í stjórn til aðalfundar 1996: Gunnar Ingi Ragn-
arsson formaður, Rögnvaldur Jónsson gjaldkeri, Tryggvi Jónsson varaformaður og Torfi G.
Sigurðsson ritari.