Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 100
98 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Þróunin hefur orðið sú að öll tæki í brú skipa eru meira og minna tengd saman með tölvu-
búnaði eins og Maxsea. Hugbúnaðurinn tekur við upplýsingunum, vinnur úr þeim og sýnir á
myndrænan hátt á skjánum. Með þessu fæst meiri yfirsýn sem auðveldar ákvarðanatöku. Að
auki hefur verið komið upp svokölluðum Upplýsingabanka skipstjórans, þar sem hann getur
geymt persónulegar upplýsingar, t.d. um veiðistaði og togslóðir. Einnig er þar að finna ýmsar
upplýsingar, t.d. frá opinberum stofnunum eins og Fiskistofu, Pósti og síma, Sjómælingum
íslands, Landhelgisgæslunni o.fl.
Kristján sagðist að lokum ekki vera í vafa um að tölvupóstur væri fjarskiptamáti framtíð-
arinnar og Internetið opnaði nýjan heim. Fjarskiptabyltingin í skipaflotanum hefði hafist fyrir
nokkrum árum en nú væri hún að fara á flug.
Bylting á sviði skipatækja: Kristinn Daníelsson hjá Haftækni rakti stuttlega sögu skipatækja
og viðgerða. Sagan markast af nokkrum skrefum þar sem tilkoma nýrrar tækni gjörbreytti
þeim aðstæðum sem fyrirtæki á þessu sviði bjuggu við. A árunum upp úr 1950 komu fiski-
leitartæki og annar áþekkur búnaður á markað. Þá sinntu fjölmargir einstaklingar um allt land,
fyrst og fremst rafvirkjar og útvarpsvirkjar, viðhaldi og þjónustu við búnaðinn. Á árunum í
kringum 1970 verður breyting með tilkomu transistora og dvergrása. Rafeindabúnaður eykst
en hreyfingabúnaður minnkar. Þetta leiðir til þess að fyrirtækjum fækkar verulega. Á árunum
1975-76 verður sprenging með tilkomu örtölvunnar, t.d. gjörbreytast staðsetningartæki. f dag
eru það 10-12 fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og sérhæfing hefur aukist.
Hvað fjarskiptatæknina snertir lýsti Kristinn þeirri skoðun sinni að IRIDIUM gervihnatta-
kerfið, sem byggist á 66 gervihnöttum á 6 brautum og verður samhæft við GSM kerfíð, verði
stór þáttur í fjarskiptum skipa og eigi eftir að yfirtaka farsímakerfið.
Nýjungar við veiðar á uppsjávarfiski: Þetta var yfirskrift erindis sem Daníel G. Friðriksson
hjá Ráðgarði flutti en þar voru reifaðir möguleikar útgerða skipa með loðnukvóta til þess að
lengja veiðitímabilið og auka tekjurnar. Léleg aflabrögð og lágt afurðaverð fyrri ára hefur leitt
til þess að nær engin endurnýjun hefur átt sér stað í loðnuflotanum.
Eftir tvær góðar loðnuvertíðir, samfara hækkandi afurðaverði, hafa íslenskir útgerðar-
menn þessara skipa horft til þess að hægt er að lengja loðnuvertíðina, einnig að hefja sókn í
kolmunna og ekki síst að auka möguleika sína við veiðar á norsk-íslandssíldinni á sumrin,
með því að hagnýta sér veiðiaðferðir með flottrolli sem Hollendingar hafa notað í áraraðir og
Skotar, írar og sfðast Færeyingar hafa þróað enn frekar síðasta áratuginn.
Það sem einkum er ólíkt með skipum þessara þjóða og þeim sem Islendingar eiga til
þessara veiða er vélarafl, spilbúnaður og búnaður lestar. Daníel sagðist telja líklegt að ekki
fleiri en 3-5 skip í flotanum hafi nægjanlegt vélarafl og séu tilbúin eða hægt að breyta þeim
til þessara veiða án mikils tilkostnaðar. Hugsanlegt er að breyta u.þ.b. tíu skipum til viðbótar
til þessara veiða. Er þá verið að tala um kostnað upp á 100-300 milljónir fyrir hvert skip. Ný-
smíði er tæplega fýsilegur kostur vegna mikils kostnaðar.
I lokaorðum Daníels kom fram að mikil þróun muni eiga sér stað á næstu árum í þessari
veiðigrein. frskir sjómenn segja að skip þeirra liggi sjaldnast bundin lengur en þrjár til fjórar
vikur á ári, en okkar skip liggja í sex mánuði vegna verkefnaskorts. Segja má að þar sem
loðnuflotinn okkar sé svo gamall að fyrir löngu ætti að vera búið að afskrifa hann þá sé rétt-
lætanlegt að halda honum úti nokkur ár í viðbót. Hafa verður í huga að veiðiaðferðir þessa