Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 284
282 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Matslykill fyrir yfirborðsmeðhöndlun - VIÐARFLETIR
Lykill Ástand undirlags
A. Húð óskemmd Húð heil, hrein, óslitin, óflögnuð.
B. Væg hrörnun Húð óhrein, mislituð, óflögnuð.
Undirlag má ekki sjást í gegn.
I bæsuðum flötum getur grámi
verið farinn að sjást.
C. Talsverð hrörnun Húð flögnuð á blettum, sést í
undirlag. Grámi sýnilegur á
blettum.
D. Mikil hrörnun Flögnun útbreidd, grámi út-
breiddur.
Viðhaldsaðgerð
Engin.
Engin eða málun án sérstakrar
undirvinnu.
Undirvinna vegna skemmda á
takmörkuðum svæðum áður en
yfirborð er málað.
Undirvinna veruleg vegna
ástands undirlags.
Auk mats á almennu ástandi þar sem matslyklinum var beitt, var einnig skoðað ástand
glerjunar, þéttingar karms í vegg, opnun á samskeytum karmhluta o.fl. en hér verður einvörð-
ungu fjallað um almenna hlutann sem matslykill skýrir.
Alls voru skoðaðir viðargluggar í 205 húsum, á alls 560 veggflötum. Niðurstöður sýna að
munur er á ástandi glugga eftir tegund húsnæðis og því í hvaða átt húshlið snýr. Of langt mál
verður að fara í þessi atriði hér og því látið nægja að greina frá heildarniðurstöðu án tillits til
þessara þátta. Skipting úrtaks eftir aldri er sýnd í töflu 3.
Tafla 3
Skoðuð hús - tegund og aldursdreifing
Hús byggð: Öll skoðuð hús Fjtíldi Fjöldi Meðal- húsa vegg- aldur flata húsa Sambýlishús Fjöldi Meðal húsa aldur liúsa Sérbýlishús Fjöldi Meðal húsa aldur húsa Önnurhús Fjöldi Meðal- húsa aldur húsa
Fyrir 1930 14 47 85,9 1 82,3 6 89,7 1 88,0
1930 til 39 11 32 60,3 6 59,2 3 61,3 2 62,0
1940 til 49 23 57 48,6 11 49,4 3 46,7 9 48,2
1950 til 59 26 75 38,1 13 38,8 6 37,7 7 37,1
1960 til 69 37 93 29,1 10 29,2 12 27,9 15 30,1
1970 til 79 36 90 19,3 6 18,2 18 19,17 12 19,3
1980 til 89 48 137 10,0 5 10,0 22 10,7 21 9,1
eftir 1990 14 39 2,8 2 2,0 5 3,8 7 2,3
Heild 209 570 30,0 60 40,6 75 27,1 74 24,3