Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 288
286 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
kemur fram. Enda sýnir línuritið að talsvert eða mikið skemmdur gluggaviður sást í nær helm-
ingi allra húsa sem náð hafa 50 ára aldri.
í svörum húseigenda við spumingarlista sem sendur var út samhliða skoðuninni kemur fram
að í húsum byggðum á tímabilinu 1980-90 hefur verið skipt út einhverjum hluta glugga í 4%
húsa, þetta hlutfall hækkar síðan jafnt og þétt upp í 50% húsa sem byggð voru á tímabilinu 1940-
50. Meðalending glugga, sem fá hefðbundið viðhald, er því talin vera innan við 50 ár þar sem
skipt hefur verið um einhvem hluta glugga þeirra húsa sem skoðuð voru á tímabilinu.
Lokaorð
Niðurstöður þessa hluta verkefnisins em þær að ástand glugga er víða fremur slakt og versnar
hratt með hækkandi aldri húsa. Yfirborðsmeðhöndlun glugga virðist endast í 2-4 ár hið mesta.
Hefðbundið viðhald glugga nægir ekki til að viðhalda viðunandi gæðum á notkunartíma
hússins, en með breyttum aðferðum má ná fram betri endingu. 1 þessu sambandi er einkum
þrennt til athugunar:
• Yfirborðsmeðhöndla þarf timbur utanhúss eins fljótt og auðið er, helst þarf að grunna
efnið áður en það fer út. Ef timbrið er vel varið fyrir sólarljósi og vætu allt frá upphafi
endist það betur auk þess sem yfirborðsmeðhöndlun endist betur.
• Þegar grámi er útbreiddur í timbri verður að bursta eða slípa yfirborðið upp fyrir yfir-
borðsmeðhöndlun til að lengja endingu slíkrar meðhöndlunar og timburs. A 20-30 ára
fresti er full ástæða til að yfirfara glugga vel og hreinsa timbur vel fyrir endurmeð-
höndlun yfirborðs, þetta mun bæta ástand glugga verulega auk þess sem endurmeð-
höndlun verður mun auðveldari á eftir.
• Æskilegt væri að bæta þær aðferðir sem notaðar eru við yfirborðsmeðhöndlun glugga og
verndun viðarins. Þetta má t.d. gera með bættri yfirborðsvöm eða jafnvel klæða glugga.
Úrvinnslu úr niðurstöðum ástandskönnunar umrædds rannsóknaverkefnis lýkur um ára-
mótin 1996-97 og þá tekur við síðasti áfangi sem er mat á umfangi viðhaldsþarfar húsakosts-
ins.
Heimildir:
Principul Guide for Service Life Planning of Buildings, Architectural Institute of Japan, 1993
S. Croche, A. Lucchini, CIB W94 Design for Durability - General Report 1, presented at Durability
of Building Materials and Components,, the 6th international conference, Stockholm 1996
Guide to „Durability al' buildings and building elements, products and components", enskur staðall BS
7543:1992
Björn Marteinsson og Benedikt Jónsson, Ástand og viðhald húsa, rannsóknarverkefni (óbirt).
Prediction of service life of building materials and components, Final report of CIB W80 /RILEM 71-
PSL, CIB Report Publication 96
Dictionary of Science and Technology, Academic Press Inc, 1992.