Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 156
154 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
15% lífeyris úr lífeyrissjóðum undanþegin tekjuskatti. í öðru lagi var heimilað að draga helm-
ing iðgjalds launþega til lífeyrissjóða frá tekjuskattstofni. Þá voru skattar af húsaleigutekjum
lækkaðir. Loks var eignaskattur í efra þrepi (,,ekknaskattur“) lagður niður. Bráðabirgðatölur
benda til að skattbyrðin hafi lækkað um allt að prósentustig af tekjum í fyrra. í þessu sam-
bandi er þó rétt að hafa í huga að skattbyrðin jókst mjög árið á undan.
Að öllu þessu athuguðu er niðurstaðan sú að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi hækkað um
rúmlega 4% á mann frá 1994 til 1995 eftir að hafa staðið í stað frá 1993 til 1994.
2.9 Þjóðarútgjöld
Einkaneysla: Bráðabirgðatölur um einkaneysluútgjöld heimilanna á árinu 1995 sýna að
neysluútgjöld heimilanna hafa farið vaxandi á ný eftir verulegan samdrátt árin 1992-93. Þessi
aukning einkaneyslunnar er í góðu samræmi við þróun kaupmáttar og efnahagsástandið í
heild. Einkaneyslan jókst að raungildi um 4,6% árið 1995 og um 1,8% árið 1994. Neyslan
hefur því aukist ívið hraðar á síðastliðnum tveimur árum en sem nemur kaupmáttaraukning-
unni á sama tímabili.
Utgjöld Islendinga erlendis eru stór liður einkaneyslunnar sem þó hefur farið lækkandi á
síðustu árum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að ferðum Islendinga til útlanda hefur ekki
fækkað að sama skapi og meðaleyðsla á hverja ferð hefur því lækkað.
Samneysla: Áætlanir benda til þess að útgjöld til samneyslu í heild hafi verið 94,5 milljarðar
króna á árinu 1995 og þau hafi aukist að raungildi um 2% frá fyrra ári. Samneysla ríkisins er
talin hafa aukist um 21/2% en samneysla sveitarfélaga hins vegar aðeins lítillega. I þessu felst
að breyting hefur orðið hjá sveitarfélögum til aðhalds í útgjöldum því samneysla þeirra jókst
mun hraðar næstu árin þar á undan.
Hlutfall samneyslunnar af landsframleiðslu reyndist 20,7% árið 1995, en það hlutfall hefur
vaxið jafnt og þétl um árabil, þótt dregið hafi úr vaxtarhraðanum allra síðustu árin. Að jafnaði
hefur samneyslan aukist um 2% á ári síðustu fimm árin, en á níunda áratugnum jókst hún hins
vegar um 5% að jafnaði. Mestur hefur vöxturinn verið í heilbrigðis-, almannatrygginga-, vel-
ferðar- og menningarmálum.
Fjárfesting: Samkvæmt bráðabirgðatölum jókst ljárfestingin á árinu 1995 um 3% að raun-
gildi. Þessi aukning var að öllu leyti borin uppi af aukinni atvinnuvegafjárfestingu þar sem
bæði íbúðarhúsafjárfesting og fjárfesting Itins opinbera drógust santan.
Aukin atvinnuvegafjárfesting á árinu 1995 á sér tvær meginskýringar. I fyrsta lagi batnaði
afkoma atvinnuveganna, en samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar nam hagnaður atvinnulífs-
ins í heild fyrir tekju- og eignarskatta á árinu 1995 um 4% af heildartekjum sem er nokkuð
betri afkoma en árið þar á undan. Rekstrarniðurstaðan tvö undanfarin ár er mun betri en verið
hefur um langt skeið. Þetta hefur hvatt fyrirtæki til fjárfestinga. Við bætist að þær reglur sem
stjórnvöld settu um flýtifyrningar í tengslum við efnahagsaðgerðir í árslok 1994 hafa örvað
fjárfestingu í atvinnulífinu.
Aukin fjárfesting atvinnuvega á árinu 1995 skýrist einkum af kaupum véla og tækja. Bygg-
ing atvinnuhúsnæðis jókst þó einnig nokkuð eftir samdrátt mörg ár í röð. Byggingarstarfsemi
í heild dróst hins vegar saman og munar þar mestu um 5% samdrátt í byggingu íbúðar-
húsnæðis. Einnig dró verulega úr byggingarstarfsemi á vegum hins opinbera á árinu 1995, eða
um 6,3% samkvæmt bráðabirgðatölum. Svipaða sögu er að segja um önnur fjárfestingarútgjöld