Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 7
NÝJAR KVÖLDÖVKUR.
85
hafði verið þar daginn áður. Á honum sióð
mynd, hjúpuð dökkum dúk.
Petta var svo vanalegt, að Karl gaf því eng-
an frekari 'gaum.
Eftir stundarkorn sneri háskólakennarinn sjer
að elSta nemandanum og mælti:
»Hr. F., hafið þjer heyrt söguna um þræl
Múrillos ?«
»Já, háskólakennarinn hefir sagt okkur hana.«
»Jæja, jeg hefi þá gleymt því., Mjer kom
hún til hugar út af nýjum atburði, sem jeg
heyrði getið um á sviði listanna.*
■»Ef til vill eitthvað í sömu grein?« spurði F.
»Já, þið kannist tnáske við söguna um það,
hvernig Friðrik mikli fór með Voltaire og eitt
kvæða hans?«
»Já, hnnn Ijet mann; sem gæddur var af-
bragðs minni fela sig bak við tjald, og hlýða á
meðan Voltaire las upp kvæðið upp fyrir kon-
unginn. Pá er því var lokið lýsti konungur því
yfir, að kvæðið væri ekki eftir Voltaire, hann
kvaðst hafa heyrt það af muni höfundarins dag-
inn áður. Voltaire varð forviða og fullyrti að
hann hefði einmitt ort kvæðið daginn áður, og
að skoðun konungs gæti eigi verið rjett. Frið-
rik gekk þá inn í herbergið og kom aftur með
manninn, sem Ia§ kvæðið upp orðrjett Voltaire
til mikillar undrunar.«
»Svipuð þessari sögu er hin, sem jeg ætla
að segja ykkur,« mælti háskólakennárinn og
leit á Karl.
»Ágætur'myndhöggvari nokkur hafði tekið
til náms svein einn, sem gæddur var góðri
dráttlistargáfu. Hann hafði ákveðið að dreng-
urinn yrði dugandi starfsmaður í heimi listar-
innar, en haldið að hann gæti eigi orðið sann-
ur listamaður, því að myndhöggvarinn haíði
andstygð á öllum miðlungs listamönnum. Alt
gekk að óskum. Sveinninn varð dugandf mynd-
amótari, og þótt hann stundum ljeti í ljósi þá
ósk sína, að verða listamaður, þá vildi mynd-
höggvarinn eigi láta það eftir honum; þar eð
hann hugði, að hann myndi eigi sæma á því
sviði. Hann áleit þessa háfleygu þrá sveinsins
hjegómagirni án satnsfáfaodi ba?íileika. Eitt
sinn sögðu mcnn myndhöggvaranutn frá að
að sveinninn tæki eftirmyndir af likneskjum
hans, og seldi þær síðan sér til'hagnaðar. Sagt
var *að margar slíkar eftirmyndir væru faldar í
herbergi hans. Dag einn er sveinninn var eigi
heima fór myndhöggvarinn inn í herbergi hans,
og hvað haldið þið að hann hafi fundið?
Hann finnur hulda í herberginu . mynd sann-
fagra. Hún var alls eigi stæling af verki mynd-
höggvarahs en frumlegt verk ungmennisins.
Hann hafði unnið að því í kyrþey. Pessi leyni-
vinna verðskuldaði hegningu og myndhöggvar-
inn mintist sögunnar um Voltaire. Hann gerði
dráttmynd af höggmyndinni og sýndi ykkur
hana í gær, sem frunrmynd nýrrar hugsjónar.
Pað myndi máske skemta, yður herrar mínir,
að sjá frummyndina, sem dráttmyndin var gerð
eftir.«
Háskólakennarinn svifti dúknum burt af mynd-
inni. Höggmynd Karls stóð þar á gólfinu.
»Hugsjónin og leirmyndin eru verk Karls
Gústavsons,« mælti háskólakennarinn og jeg
hugsa, herrar mínir, að þið verðið að skipa
hinum unga manni sess í myndasíofunni. Hvað
andríki snertir, þá er hann kennifaðir ykkar.
Framvegis heggur hann f marmara.
»Sje maður fæddur örn,« sagði háskólakenn-
arinn og lagði áherslu á orðin, þá á rnaður
eigi að ^fvelja meðal spörfuglanna. Eg vona
að Gústavson verði sannur eítirmaður minn í
ríki listarinnar, þá er jeg legg frá mjer meitil-
inn.« . .
Karl varð svo hrærður, að hann ætlaði að
varpa sjer að fótum háskólakennarans, en
Schneider varnaði því með þessum orðum:
»Engan barnaskap. Jeg hefi aðeins bieytt
rjeltlátlega við Gústavson, og vona, að sá, sem
ann listinni án allrar eigingirni eins og hann,
verði síðar frægur listamaður. Hann hættir nú
að starfa í vinnustofunni, en leggur framvegis
stund á að þroska listagáfu sína, en aflar sér
tekna með þvi að fullgera dráttmyndirnar að
ritverki mínu. Hann er best hæfur til þess.«
Háshólakennarinn gekk skjótlega burt úr
myndastofunni og allir tóku tii starfa,
{