Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 10
88
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
eigi sjerléga hýr á svip yfir þessum óvænta
fundi. Háskólakennaranum var einnig órótt
innan brjósts.
»Er ungfrú Ahrnell heima?« spurði hann.
Karl_ veik til hliðar og frammi fyrir háskóla-
kennaranum stóð ung, íturvaxin stúlka, fríð
sýnum, svo fríð, að háskólakennarann virtist
furða á. Hann hneigði sig djúpt fyrir hinni
fögru mær og. nefndi nafn sitt; en þess þurfti
eigi, því að Gerða hafði sjeð hann forðum,
þá er hún vann að sautnum fyrir Editb. Hann
lýsti ánægju sinni yfir afrituninni og hitnaði
þá Gerðu um hjartarætur. Hún hugsaði að
eins um það, að hún stæði frammi fyrir föð-
ur Richards, en jafnaði sig þó brátt og benli
á Marianne og mælti: »Móðir mín.«
Schneider talaði nokkrum vinarorðum til
hennar, sneri sjer s ðan að Gerðu og kvaðst
vera kominn til þess að spyrja um, hvort hún
vildi takast á hendur að afskrifa annað rit.
Væri það erfiðara verk en áður, en einnig
betri laun í boði.
Meðan hann var að skýra frá þessu, varð
honum litið á dráttmynd, sem lá á borðinu.
Pað var blýantsmynd, sem dregin var eftir Ijós-
mynd af frú Ahrnell. Háskólakennarinn hætti
talinu til þess að spyrja, hver hefði dregið
þessa mynd. .Gerða stokkroðnaði og sagði,
að hún hefði gert það.
Listamanninum fanst .nú enn meir til um
stúlkuna. Hann athugaði myndina gaumgæfi-
lega, undraðist hve hún var lík og spurði toks,
hver hefði kent henni. Hún nefndi Karl.
»Sá, sern gæddur er slíkum gáfum,* míelti
háskólakennarinn, »á alís eigi að eyða tíman-
um í að sauma og afrita. Rjer getið orðið
góður myndamálari,* bætti hann við, »og þjer
eigið að leggja kapp á slíkt nám.«
»Jeg get að eins varið litlum tíma til þess,«
mælti Gerða. »Jeg lifi að eins af vinnu
minni.«
Háskólakennarinn bað um að fá að sjá nokkr-
ar myndir henuar; hann gagnrýndi þær og gaf
henni ýms holl ráð og bendingar.
Meðan þáskólskennarinn dvaldi hafði Karl
staðið við hliðina á legubekknum, sem frú
Ahrnell hvíldi í. Hann hafði eigi tekið neinn
þátt í samræðunum. Hann hugði, að Gerðu
gæti orðið það happadrjúgt, ef háskólakennar-
inn yrði listgáfu hennar var.
Loksins kvaddi háskólakennarinn. Kvaðst
hann mundi koma aftur og reyna að stuðla
að þroska lístgáfu Gerðu með hollum ráðum.
Hann sneri sjer að Karli og mælti:
»Verður þú samferða, Gústayson?«
Karl sagðíst ætia að teikna með Gerðu og
varð kyr.
Pá er tilsögnínni var lokið, dvaldi hann enn
stundarkorn, og spurði Gerðu loksins, hvort
hún færi út daginn eftir. Gerða ætlaði til Kon-
ungshólmsins og Karl mæltist til, að mega
fylgja heuni. Hann ætlaði að koma og sækja
hana klukkan 5 síðdegis. Henni heyrðist það
á málrómi hans, að hann þyrfti að skýra henni
frá einhverju sjerstöku. Hún veitti honum bæn
hans og þau skildu.
Klukkan 5 daginn eftir gekk Karl inn í íbúð
frú Ahrnells. Gerða var ferðbúin. Pau Karl
kvöddu Marianne og lögðu af stað. Gerða
var hýr og ánægjuleg, Karl alvarlegur, nærri
raunalegur. Hann var þögull og fálátur fram-
an af, svo Gerðu varð hálfgramt í geði.
»þaunig mundi Richard eigi hafa verið,«
hugsaði hún, og hún stundi sáran, er hún
hugsaði til ástvinarins ógleymanlega.
»Rjer andvarpið, ungfrú Ahrnell,« mælti
Karl,. »og mig furðar eigi ájrví. Yður finst
jeg sjáifsagt- leiðinlegur og þó vil jeg eigi vera
svo, en jeg er svo sárhryggur.«
»Hefir eitthvað ógeðfelt borið yður að hönd-
um?« spurði Gerða í meðaumkvunarróm.
»Eigi er það, en svo virðist, sem jeg sje
yður til óþæginda,* mælti Karl dapur í bragði.
»Mjer?« sagði Gerða undrandi. »F*jer hafið
verið mjer huggari í sorginni, hjáfpari í neyð-
inni og frelsað mig, þá er örvænt var um alt.
Hvernig niundi okkur mömmu hafa farnast, ef
þjer hefðuð .eigi stutt okkur?«