Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 89 »Pökk fyrir ummæli yðar, sem gleðja mig, en bæta þú eigi úr bölinu,* mælti Karl og stundi við. »Eu talið óhikað,* bað Gerða, »það getur ekki verið neitt skelfilegt.* »Orð mín særa yður máske.« »Pað held jeg ekki, þvi að það er ekki til- gangur yðar.« »Nei, það veit hamingjan. Ef jeg gæti losað yður við óþægindi, vildi jeg gjarnan leggja lífið í sölurnar fyrir yður.« Pað varð stutt þögn. Kari rauf hana er hann sagði glaðlega. »Hjeldi jeg þannig áfram, mundum við koma til Konungshólms, áður en jeg hefði sagt yður það, sem mjer býr í brjósti. Best er því að snúa sjer að elninu.« Karl spurði Gerði að ýmsu um Strömberg. Hún færðist í fyrstu undan að svara, en sagði loksins, að hún bæri ekki eigi tnikið traust til hans, þótt hún hefði aldrei haft ástæðu til að kvarta yfir honum, meðan hún dvaldi í hús hans. Karl sagði Gerðu frá komu Strömbergs til Schneiders og samræðum þeirra. Hann sagð að þær hefðu gert $ér svo órótt innan brjósts að hann hefði flýtt sjer til hennar til þess að vara hana við, en koma háskólakennarinn hefði hindrað það. Hann sagði einnig frá þvi, að þá er hann var kominn heim um kvöldið hefði háskólakennarinn kallað hann á fund sinn og sagt, að heimsóknir hans rýrðu álit Gerðu; það hafði Strömberg fullyrt. Háskólakennarinn áleit að Karli bæri skylda til að hætta þessum heimsóknum og ©llum kynnum við hana í bráð. »Eg get ekki sagt yður,« bætti Karl við, »hvernig mjer hefir liðið f nótt. Jeg get alls ekki skilið, að nokkrum skyldi geta komið það til hugar, að fara misjöfnum orðum um heim- sóknir mínar og þjer megið trúa mjer til þess, að hefði mig grunað slíkt. hefði jeg aldrei stigið mínum fæti inn fyrir þröskuld yðar.« »Pað veit jeg,« svaraði Gerða, en hvað ætlið þið nú að gera?« »Jeg á ekki margs úrkosta; jeg verð að hætta að heimsækja yður, þótt mjer þyki fyrir því; en jeg vil eigi með neinu móti valda yður ó- þægindum.« Pjer hafið eigi valdið mjer neinna óþæginda og megið ekki hætta að heimsækja mig; það væri rangt. Ef þjer vissuð, af hverju Strömberg hefir búið þessa sögu tii, munduð þjer sjá, að að mjer er nú mest þörf á hjálp yðar; ef vjer vitum oss saklaus eigum vér eigi að hirða um dóma illra manna. Jeg vil eigi sökum upp- apuna Strömbergs sleppa kennara mínum og vini. Pjer ætlið þó lfklega eigi að hætta að segja mjer til, og ræna mig þar með öllum framtíðarvonum.« »Nei, ungfrú Ahrnell, það ætla jeg eigi að gera,« svaraði Karl, »en jeg ei hræddur um, að ef jeg held áfram að heimsækja yður, þá verði yður það að meira tjóni en gagni, Pá er háskólakennarinn talaði við mig í gær virt- ist mjer hann hafa rjett að mæia, og því ákvað jeg að kveðja yður um stundarsakir.* »Og Iáta Strömberg sigra, eins og hann von- ast eftir,« mælti Gerða, og sagði svo í fám orðum frá bónorði Strömbergs og reiði þeirri, sem neitun hennar hefði valdið. Hún fullviss- aði Karl um það, að Strömberg hefði áreiðan- lega í hyggju að vinna henni það mein, sem hann gæti. Niðurstaðan varð sú, að Karl skyldi halda áfram kenslunni. — Pau skildu við hús Gerðu, en tóku áður höndum saman og hjetu, að vera trúir vinir. Pegar Karl var kominn heim fór hann að íhuga samræðu þeirra Gerðu, virtist honum hún hafa haft alveg rjett að mæla. En hann hafði eigi sagt henni alt. Háskólakennarinn hafði sagt honum, að fullyrt væri, að Karl sæi fyrir þeim mæðgum að einhverju leyti. »Ef að hún vissi þetta,« hugsaði Karl, »þá mundi hún eigi hafa viljað, að jeg hjeldi áfram kenslunni. Jeg hefði átt að segja henui alt, en hvernig átti jeg að gera það án þess að særa hana.« Karli var órótt innan brjósts næstu nótt og margvíslegar hugsanir ásóttu hann. Daginn eftir var sunnudagur og fór hann þá að finna bróð- 12

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.