Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 14
92 NVJAR kvöldvökur, »Pá látið þjer mig vera hjer og segja hvað mjer býr í brjósti og fá yður til að gera það, sem jeg heimta af yður. Annars þarf jeg að eins að greina frá því, sem Storm nokkur sagði mjer að gerst hefði 1. mars 18 — .« Strömberg, sem rjett áður var drembilegur og gremjulegur á svip, varð nú náfölur og hnje aftur á bak í hægindastólinn. >Storm dó eigi, eins og þjer vonuðust eftir; hann er lifandi og getur því sagt frá, hvernig þjer, mannfýlan, gintuð fátækt grey til að fremja morð og þjófnað, en tókuð svo yðar hlut af þýfinu á eftir. Það tekur því þess vegna eigi að þjer segið kjaftakerlingum, að Ahrnell hafi verið þjófur, því að þágætiskeð, að jeg segði hver hefði valdið því. Jæja, Strömberg, nú verðið þjer hátíðlega að lofa, að reyna eigi til að vinna dóttur Ahrnelis ógagn, hvorki með orðum nje gerðum, þótt hún vilji eigi verða konan yðar. Ef þjer hikið vió að lofa mjer þessu, þá getið þjer verið þess fullviss, að Hengels-morðsagan verður rifjuð upp á ný og þá mun álit yðar að engu gert. Nú hefi jeg sagt yður mína skoðun og bíð svars. Ef þjer lofið mjer að láta ungu stúlkuna f friði, þá þurfið þjer eigi að óttast Storm.« Strðmberg sat og horfði rannsakandi augum á Níels. Hann sá að best mundi vera að forðast þá hættu, að Hengels-málið væri rifj- að upp, og hætta því við í bráðina, að reyna að knýja Gerðu til að heitast honum. Þetta gat hann gert, þegar hann var búinn að ná í Storm og gera hann hættulausan. Strömberg sá því, að eigi var annað fyrir hendi en ganga að skilyrðum þeim, sem Níels setti, en erfiðleikinn við það var sá, að láta líta svo út, sem hann hefði aldrei ætlað að vinna Gerðu mein. I samræmi við það sagði hann, »Jeg skil eigi hótanir yðar, og jeg hirði held- ur eigi ttm að gera það; en það sem jeg skil, og heifi að gera með glöðu geði, er, að vinna eigi Gerðu neitt mein með nokkrum hætti. Par legg eg við drengskaparorð mitt og það rýf jeg eigi.« Strömberg varð svo suðmjúkur að hann rjetti skósmiðnum hönd sína. Níels tók eigi í hana, en sagði: »Jeg ætla að reiða mig á yður í bráðina, og þarf eigi að taka í hönd yðar, enda eru lífsstöður okkar of óskildar til þess, að við tökum höndum saman. Höttd mín er hörð og ósljett, yðar sljett og mjúk. Hönd mín hefir aldrei unnið í öðru en heiðvirðri vinnu. Hönd yðar hefir átt þátt að alt of miklum myrkra- verkum. Nú hefi jeg engu við að bæta. Jeg læt yður afskiftalausan meðan þjer látið dóttur Ahrnells í friði.« Níels hneigði sig og fór leiðar sinnar, og Strömberg Ijct ósvarað samlíkingu hans. Á mánudagskvöldið, þá er Gerða var búin að hjalpa mömmu sinni að hátta, kom frú Sjöbetg með brjef, sem hún sagði, að Karl hefði fengið sjer. Gerðu furðaði á þvf, að hann skyldi skrifa sjer, þar eð hann gat fundið hana hvenær, sem hann vildi. Hún braut samt upp brjefið, og var það svohljóðandi: »Par eð jeg er óvanur að færa hugsanir mínar og geðshræringar f orðabúning, hefi jeg ákveðið að skrifa yður. Vissulega mun yður finnast jeg breyta rjett, þá er jeg rita með titrandi hjarta: Gerða jeg elska yður. Já, jeg elska yður, en eigi eins og Iista- maðurinn draumsjón sina, eigi eins og skáld- ið hugsjónir sfnar, en eins og maðurinn elskar þá konu, sem hann dáist að, virðir og dásamar. M;er óaivitandi ernð |)jer orðin »helft sál- ar minnar*. Án yðar hefi jeg eigi getað func'ið neina gleði. I jlt ri rt eigi op nberun frá hugsjóna- hetminum. Pjer eruð miklu meira. Þjer eruð ra.inveruleiki og hugsunin Um yður er óaðskiljanlegur hluti tilveru minnar.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.