Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 16
94 NÝJAR KVÖLDKUVÖR. ar sækir iistamaðurinn eigi neitt það, sem lyftir honum til frægðar og frama, en þessar ófrýnu sýnir sökkva honum niður í ginn- ■ ungagap glæpa og sýnda. Verið frjáls; verið listamaður; elskið hug- sjónir yðar, draumsýnir yðar, en elskið eigi konu svo, að þjer æskið að bindaat henni. Minnist örbyrgðar þeirrar, sem þjer sáuð í bernsku; minnist þeirrar eymdar og neyð- ■ ar, sem þá lýsti sjer í heimkynni foreldra minna, og gleymið eigi, að þessi neyð gerði föður minn kaldan og kærulausan og kom honum til að yfirgefa eiginkonu sína og barn og hirða eigi um forlög þeirra nje framtíð. Og nd, Karl, heiti jeg yður systurlegri vináttu minni, en talið eigi við mig um ást, því að jeg get eigi veitt yður hana. Jeg bið yður að hugsa með bróðurhlýju til Qerðu.« Morgupinn eftir fór frú Sjöberg með brjefið til Karls. Henni var vísað inn í myndasjof- una, en Karl var þar ekki, en ha'skólakennar- inn sagðist slcyldi fá honum brjefið. Gerða hafði að sönnu sagt frú Sjöberg, að fá að eins Karli sjálfum það í hendur, en hennj fanst hún eigi geta hliðrað sjer við, að fá há- skólakennaranum það og varð það því úr. Hann hafði eigi spurt hvaðan brjefið væri, en hann _ þekti rithöndina. Þá er frú Sjöberg var farin, sneri Schneider brjefinu við til þess að sjá, hverníg það væri brotið saman og hvort hægt væri að sjá efni þess án þess að rffa það upp. Pað var eigi hægt. Brjefið var lakkað og lakkinu þrýst niður með fingurbjörg. Meðan Schneider var að at- huga utanáskiiftina, komu honum í hug orð Strömbergs. Skyldi grunur hans verasannur? Petta brjef gat máske frætt hann eitthvað um það. Schneider hafði mikið hugsað um Gerðu síðan hann heimsótti hana. Hann vildi styðja að þroska hennar með einhverju móti, en ým- islegt mælti á móti því. Einna helst vinátta Karls og hennar, sem hann gat eigi álitið að væri hrein og sakiaus, Honutn gramdist ef til vill, að Karl átti svona fríða unnustu. í fám orðum sagt: hann áleit, að sjer bæri eigi að gera neitt fyrir ungu stúlkuna, ef kynnum Karls og hennar væri þannig farið, eins og Strötn- berg hafði sagt frá. Þannig hafði Schneider ályktað. Nú kom brjefið og gerði þassum óbilgjarna manni fært að komast eftir því, sem hann langaði til að vita. Pá er hann hafði rannsakað innsiglið gaum- gæfilega, vætti hann það ofurlítið og honum tókst að opna brjefið svo, að hægt var að loka því aftur, án þess að sæist, að það hefði verið rifið upp. Pá er hann var búinn að lesa brjefið, mælti hann fyrir munni sjer: »Skolli er stúlkan orðhög, og hún hefir verið saumamær þar til hún var 18 ára. Pað er auösjeð, að neyðin fer eigi að lögum. Mærin virðiat vera svo bráðgáfuð að eðlisfari, að ...« Háskólakennarinn lauk ekki við setninguna, en lokaði brjefinu, lagði það á stallinn undir mynd Karls og fór burt úr myndastofunni. Daginn eftir kom Karl eigi á myndastofuna og um hádegisbilið sendi háskólakennarinn til að spyrja um, hvort hann væri heima. Hann lá rúmfastur og veikur. Tveitn dögum síðar hafði honum versnað svo, að hann var fluttur á sjúkrahús. Gerða hafði eigi frjctt neitt af Karli sfðan hún sendi honum brjefið og var því farin að verða kvíðafull, þvi að þrír dagar voru liðnir. Að kvöldi þriðja dagsins ákvað hún, að fara morguninn eftir til Níelsar, til þess að vita hvernig Karli liði. Rjett í því kom frú Sjö- berg inn með vatnsflösku. Gamla konan var mjög döpur í bragði, deplaði stöðugt öðru auganu og lcinkaði kolli í áttina til eldhússins. Gerða skildi, að hún ætlaði að segja henni eitthvað einslega. Pá er búið var að búa um rúmið, lagði Gerða vinnu sina frá sjer og fór fram í eld- húsið. Stundarkorni sfðar kom frú Sjöberg þangað líka. »Guð minn góður, ungfrú Qerða, hvað hon- um Gústavson líður illa!« hrópaði frú Sjö- berg og gat eigi að sjer gert að vera raunaleg.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.