Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 18
96 NVJAR KVÖLDVÖKUR.
setn sýndi henni nokkra samúð síðan Karl
veiktist. Níels var vanur að koma á hverju
kvöldi til þess að vita um frú Ahrnell og
segja Gerðu hvernig Karli liði.
Það var á laugardagskvöld að Gerða ræddi
við Níels utn það, hve sárt sig tæki að þurfa
að koma móður sinni á sjúkrahús. Gerða
grjet sáran yfir því, að hin raunamædda Mari-
anne skyldi eigi fá að deyja í heimkynni sínu.
»Hefir ungfrúin talað um það við lækninn?«
spurði Níels.
»Nei, það hefi jeg eigi gert, þar eð jeg
hefi viljað kornast hjá því í lengsíu lög, að
aumingja mamma yrði flutt burt.c
»Þá getum við ef til vill frestað því enn
um stundarsakir,* sagði Níels vandræðalegur
á svip, »og ef ungfrúnni er það eigi á móti
skapi, þá gæti jeg máske hjálpað yður. Jeg
get lánað yður 25 ríkisdali í bráð, og svo
held jeg, að jeg geii útvegað yður aívinnu.
Ef frú Sjöberg fær dálítið hærri laun, þá hjálp-
ar hún til að hjúkra sjúklingnum, og þá þurfið
þjer kanske éigi að senda móður yðar á sjúkra-
húsið. Þjer getið tekið við þessum peningum;
þeir eru vel fengnir. Þegar Karli og frúnni
er batnað, gerið þjer mjer þá ánægju, að
koma í brúðkaup okkar Lovísu.*
Nú tók að vænkast ráð þeirra mæðgna að
nýju. Gerða fjekk nóg að starfa og lán það,
sem Níels Ijet henni í tje, gerði henni fært að
sjá fyrir og annast uin sjúklinginn.
Karl var nú orðinn heilbrigður, og seinast f
mai fjekk hann að fara af sjúkrahúsinu. Dvaldi
hann í fyrstu nokkrar vikur hjá bróður sínum
meðan hann mátti eigi vinna. Hann lagði af
stað til Gerðu jafnskjótt og kraftar hans leyfðu-
Það var á sunnudagsmorgni. Kirkjuklukk-
urnar höfðu nýhringt til tíða, þá er Karl lauk
upp dyrunum að‘ bústað þeim, þar sem hann
hafði verið svo hamingjusamur og þar sem
svo margar þungar þrautir höfðu þjakað síðan
hann hafði komið þangað.
Dauðaþögn ríkti þar inni, þá er hann steig
inn. Hann stóð sem steini iostinn stundar-
korn og starði á þá sjón, er birtist augum hans.
í rúminu hvildi Marianne hræringarlaus, köld
og föl; dauðinn hafði þrýst kossi sínum á
varir hennar. Á gólfinu fyrir framan rúmið
lá Gerða, hræringarlaus sem móðir hennar.
Hún virtist hafa hnigið niður meðvitundarlaus
og tekið síðasfa andvarpið jafnhliða henni,
sem fætt hafði hana til lífsins.
Þá er Karl hafði með skelfingu virt þessa
sjón fyrir sjer stundarkorn, hljóp hann til
Gerðu, varpaði sjer á hnje við hlið hennar og
fór að reyna til að vekja hana til meðvitund-
ar. Loks kom hún til sjálfrar sín “aftur og
andvarpaði sáran. Hún leit fyrst á Karl, síðan
á hið bleika andlit móður sinnar og tárin
hrundu niður kinnar hennar.
Við dveljum eigi við atburði þá, sem á
eftir fóru. Sorg þeirri og gleði, sem sprottin
er frá insta grunni hjartans, verður eigi með
orðum lýst.
Tveim dögum eftir lát Marianne kom Karl
aftur á myndastofuna eftir tveggja mánaða
burtveru. Starfsbræður hans buðu hann hjart-
anlega velkominn. Af hinni fölu og mögru
ásýnd hans og hinum raunalega svip var auð-
sætt, að þungar þrautir höfðu þjakað honum.
Honum var sagt, að háskólakennarinn hefði
ferðast til Kaupmannahafnar, en hefði komið
heim kvöldið áður og fyrst spurt um Karl.
Það hafði glatt hann mjög að heyra, að Karl
væri kominn af sjúkrahúsinu. Hann hafði einn-
ig látið á sjer skilja, að hann hefði harmað
það mjög, ef þessi bráðefnilegi listamaður
hefði dáið í blóma aldurs síns.
»Svo virtist,« mælfi H., hinn elsti lærisvein-
anna, »að hann hefði einhverja gleðifregn að
færa þjer. Hann hefir kanske útvegað þjer
ferðastyrk.«
Karl fjekk eigi ráðrúm til að svara, því að
háskólakénnarinn kom inn. Hann hneigði sig
fyrir lærisvéinunum og gekk rakleitt til Karls.
»En hvað þjer eruð hræðilegur ásýndum,
kæri Gústavson. Ætla mætti, að þjer hefðuð
bæði verið dáinn og grafinn,* mælti háskóla-
kennarinn. >Jeg held, að loftið hjerna á
myndastofunni sje eigi mjög holt fyrir yður.