Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. » 97 Best mun að þjer njótið hreyfingar og útiveru eftir hina löngu vist á sjúkrahúsinu. En nán- ar um það síðar. Hvernig líður ungfrú Ahr- nell? Móðir hennaf var veik, er jeg fór. Er henni batnað?« »Hún er dam,« svaraði Karl. i-Reim mun betra fyrir dótturina framvegis. Hvenær dó móðir hennar?« »í fyrradag.« »Pað er þá eigi búið að jarða hana?« »Jarðarförin fer fram á laugardaginn.« »Best er þá að tala við dótturina, þegar jarðarförin er um garð gengin.« Háskólakennarinn fór einnig nokkrum orð- um um það, að Karl mætti eigi höggva í marmara; bauð honum til miðdegisverðar, svo að þeir gætu rætt saman. Síðan fór háskóla- kennarinn inn í vinnustofuna. í einu horninu á Katrínarkirkjugarði var op- in gröf og þangað var farið með lík Marianne Ahrnell. Líkinu fylgdu að eins presturinn, Karl og Níels Gústavson og hringjarinn. Rá er kistan var látin síga niður í gröfina og prest- urinn mælti hin venjulegu greftrunarorð, stað- næmdist maður nokkur, sem var á leið um kirkjugarðinn, og horfði á jarðarförina. Hann var fölur ásýndum og virtist nýstaðinn upp úr Iegu. Auðsætt var af klæðaburði hans, að hann var í tölu heldri manna. Pá er jarðar- förinni var lokið, sneri hann sjer að konu, sem var í nánd og spurði: »Hvern var verið að jarða?« »Frú Ahrnell, sem bjó í Hökensstræti og gekk við hækju. Hún hafði verið máttlaus síðasta árshelminginn.« Maðurinn fór ogvmælti fyrir munni sjer: »Móðirin er dáin og stúlkan er alveg einstæð- ingur. Jeg hefði gaman af að vita, hvernig hún ætlar að komast af.« Pehr Strömberg — en þetta var hann — hjelt til nyrðra kirkjugarðshliðsins, en þar beið skrautvagn hans. Hann steig upp í vagninn og hugsaði: »Kanske Gerða hafi nú 'sjeð, hver munur er á því, að vera auðugur. Jeg ætla enn að finna hana að máli, því að jeg get ekki gleymt henni, Pað lítur út fyrir, að dóttirin eigi að hefna föður síns.« »Nú er tækifærið að bjóða ungu stúlkunni að byrja feril sinn í ríki listarinnar,« hugsaði Schneider háskólakennari á sömu stund, og gekk út úr kirkjugarðinum um hliðið and- spænis. Hann hafði einnig numið staðar í kirkjugarðinum meðan jarðarförin fór fram. »Við íhugum málið nánar á morgun,« bætti hann við. Daginn eftir var 1. júní. í heimkynni sínu sat Gerða einmana. Hún var eigi að vinnu, en sat við opinn gluggann, studdi hönd undir kinn og starði út í bláinn. Preytu og deyfðarblær var yfir öllu látbragðj hinnar ungu meyjar. Pað var mánudagur og Gérða, sem venjulega var íðjusöm, hafði eigi sest að vinnu, en sat sokkin niður í sorgar- hugsanir. Marrið í hurðinni, sem var opnuð, kom henni til að líta við. Karl var þar kominn. Gerða rjetti honum þegjandi hendina. Hann var eigi eins fölur og jafn fráneygur sem fyr. »Jeg kem til að kveðja yður um eins eða tveggja ára skeið,« sagði hann og þrýsti hönd hennar. »Að tveim dögum liðnum fer jeg til ítalfu.« »Pjer yfírgefið mig þá einnig,« hvíslaði Gerða. »Jæja, jeg verð þá ein, ein í sorg minni, ein í söknuði mínum, ein í þessum skelfilega tómleik, sem gerir mjer lífið óbæri- legt.« »Er það rjett að hugsa þannig?« sagði Karl. »Við eigum ekki að sökkva oss svo djúpt nið- ur í sorgina, að við gleymum gildi lífsins.* »Er það mjer nokkurs virði, sem er ein- stæðingur og á engan, sem jeg ann? Meðan mamma lifði, var jeg hennar eina yndi. Pá er jeg hvíldi mig frá vinnunni, mætti jeg hinu ástríka augnaráði hennar, og það voru mjer næg laun alls erfiðis og andstreymis. En fyrir hvern á jeg nú að starfa? Hver tekur þátt í 13

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.