Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 99 Við þessa fregn tók hjarta hans að slá hratt af gleði yfir að hitta Edith á ný. Hann flýtti sjer upp gangriðið og inn í saiinn. Ung stúlka stóð á gólfinu. Um leið og Karl opnaði dyrnar, sneri hún sjer að honum; ungi listamaðurinn virtist verða forviða yfir að sjá hana, en hann flýtti sjer samt til hennar og hrópaði: >Sylvía, fagra fyrirmyndin mín!« Ætli hann hafi þá verið að hugsa um Gerðu? Rví getum við eigi leyst úr. Þriðji hluti. i. Á einu af eimskipum þeim, sem fara milli Stokkhólm3 og Stettin, voru tveir farþegar, sem éigi virtust hirða mjög um hina ferðamennina, en voru svo sokknir niður í hugsanir sínar, að þeir litu eigi einu sinni á förunauta sína. Ann3r þeirra var ungur maður, um þrítugt, vel vaxinn og mjög gáfulegur á svip. Hann var frjálsmannlegur í allri framkomu og hreyf- ingar hans svo kvikar og mjúkar, að manni kom ósjálfrátt í hug: »Pessi maður er eigi sem fjöJdinn; hann er einn þeirra fáu snillinga, sem sjerhver þjóð eignast endur og sinnum; annaðhvort heim- spékingur, skáld, stjórnmálamaður eða lista- maður.c Hina farþegana langaði í fyrstu mjög að vita, hver hann væri. Loks ákvað gamall, flugríkur barón að kom- ast eftir því, hver þessi ferðamaður væri. Að stundarkorni liðnu settist hann niður við hlið- ina á greifafrú einni og dætrum hennar tveim- ur, sem gáfu nánar gætur að hinum ókunna ferðamanni, er alira augu störðu á, og mælti um leið og hann tók upp gulltóbaksdósir: >Fór eigi að getu minni, greifafrú? Hann er eigi af aðalsætt. Ef þjer gefið nánar gætur að honum, munuð þjer sjá, að jeg hefi rjett að maeia- Hanp er of ruddalegur j látbragðj til þess að eiga ætt sína að rekja til nokkurr- ar aðalsættar vorrar.« »Oetur verið,« mælti greifafrúin, sem var af borgaraætt og setti nú á sig þóttasvip. »En hvað ruddahátt snertir, þá virðist mjer D. greifi, sem liggur með fælurna uppi á legubekknum, taka ókunna manninum fram. Hinn síðarnefndi heitir þó líklega eitthvað og telst til einhverr- ar þjóðar, þótt hann sje eigi aðalsmaður.* »Auðvitað, en þótt nafn hans sje látlaust, þá er það samt víðfrægt, og eitt þeirra, sem við teljum okkur rjettmætt að vera hreyknir af.* »Við? Er hann þá Svíi?« spurði önnur ungfrúin og leit á ókunna manninn með sjón- aukanum. »Vissulega. Rað er Karl Gústavson mynd- höggvari.* Greifafrúin rak upp gleðiblandið undrunar- óp og ungfrúrnar urðu blóðrjóðar af ofsakæti yfir því, að geta horft á þennan fræga lista- mann og sagt frá því, að hafa orðið honum samferða. Pá er greifafrúin hrópaði upp yfir sig, varð það til þess, að maður nokkur, sem sat kipp- korn frá henni og las, Ieit upp úr bókinni. Pað var annar tveggja áðurgreindra farþega. Hann hlustaði stundarkorn á tal hinna, ypti síðan fyrirlitlega öxlum og hjelt áfram að lesa. Um leið mælti eldri ungfrúin: »Gaman hefði jeg af að vita, hver þessi maður með dökka yflrbragðið er.« »Frakki eða ítali,« svaraði baróninn. »Auð- sætt er, að hann er eigi Svíi.« Baróninn fór frá konunum til þess að skýra hinum farþegunum frá, að hinn frægi mynd- hyggvari Gústavson væri á skipinu. Meðan skulum vjer virða útlendinginn með dökka yfir- bragðið fyrir oss, Hann var fremur lágur vexti, vel vaxinn og bar sig fyrirmannlega. Andlitsdrættirnir skarpir. Dökku augun, loðnu augabrýrnar, yfirskeggið, sem var nærri svart, og dökka hárið, settu á hann svip Suðurlandabúa. Á höfði sjer bar hann Ijósleitan stráhatt, fóðraðan dökkum dúk, 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.