Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 23
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 101 ustu listamenn, sem hlotið höfðu frægð um alla Norðurálfu. Karli var mjög mikil áuægja að ræða við þennan fróða og skynsama útlend- ing. Þeir töluðu lengi um hina ágætustu listamenn frakkneska og ókunni maðurinn sagði nokkrar smásögur um suma þeirra. »Kona ein er nú sem stendur besti Ijós- myndamálari í Sviþjóð,* mælti Karl. »Allirlista- menn vorir í þeirri grein viðurkenna, að þeir standi henni eigi á sporði.* »Rá kveður eigi mikið að þeim, því að jeg ber ekki mikið traust til !istakvenna.« »F*ar hafið þjer rangt fyrir yður. Jeg get fullvissað yður, að þá er þjer sjáið mynd, sem ungfrú Ahrnell hefir málað, þá verðið þjer að játa að hún taki fram öllum ljósmyndamálur- um, sem þjer hafið þekt.« Ókunni maðurinn beygði sig út yfir öldu- stokkinn og sagði í gáskalegum róm: »Ef jeg hefi tíma og konan dvelur í Stokk- hólmi, þá ætla jeg að láta hana mála mig, en þvi miður er jeg mjög tímabundinn. Dvelur hin ágæta listakona í Stokkhólmi?* '»Já, jeg held að hún hafi ekki dvalið ar- lendis.* »Eigi! Listamaður, sem hefir orðið frábær heima í Svíþjóð; það er harla ótrúlegt. Er hún gömul?« »Að eins rúmlega tvítug.« Útlendingurinn rjetti úr sjer. F*að var orðið framorðið, og hann bauð Karli góða nótt. Morguninn eftir var stormur og rigning. Nærri allir farþegar voru sjóveikir. Skipstjórinn og skipverjarnir voru að eins á þiljum uppi. Skipið kom til Stokkhólms í dynjandi rign- ingu seint á laugardagskvöldið. Karl fór af skipinu og sá ekki aftur útlend- inginn skemtilega. Honum tókst að ná í öku- mann og sagði honum að aka til Schneiders háskólakennara. F*etta var í byrjun júnímánaðar. Sjö ár voru liðin síðan Karl fór að heiman; hann var þá efnilegur unglingur, en nú var hann orðinn frægui listamaður. Hús Schneiders háskólakennara var nú autt og tómt. Móritz Schneider hafði dáið fyrir ári síðan. Dyravörðurinn bjó í húsinu eins og fyr, og hann sagði Karli, sem hann þekkti ekki í fyrstu, að kona háskólakennarans hefði búið honum þrjú herbergi á öðru lofti, en að hún og ungfrú Sylvía byggju setn stæði annarstaðar. í nánd við Blokkhúshlið var þá búgarður; voru þar tvö aðalhús, annað með þrem, en hitt með tveim herbergjunL í stærri íbúðinni bjó Edith Schneider ásamt stjúpdóttur sinni, Sylvíu Schneider, sem var afburða fríð sýnum. í minni híbýlunum bjó ungfrú Ahrnell, hin fræga lista- kona, sem síðastliðin tvö ár hafði verið talin fremst allra Ijósmyndamálara. — F*að var á fögru sunnudagskvöldi. Á stóru veggsvölunum, sem þaktar voru vafn- ingsviðum, sátu þrjár konur. Af veggsvölunum sá langt út á haf. Hin yngsta var stúlka um tvítugt, afarfríð sýnum. F*að var Sylvía. Hún las upphátt fyrir hinar konurnar. Við hlið 'nennar sat fríð kona miðaldra. Hún var ein þeirra tígulegu kvenna, sem virðast aldrei eldast. Kona þessi var ekkja Schneiders há- skólakennara, áður mágkona hans, Edith; hún hafði látið tilleiðast að kvongast honum ári áð- ur en hann dó. Hin þriðja var kona í blóma aldurs síns: rúmlega tvítug, grönn og fagurvaxin, fremur föl í andliti með gáfuleg djúp augu. F*etta var Gerða Ahrnell. Hún hallaði sjer aftur á bak í ruggustólnum og virtist hlýða á upplesturinn með mestu. athygli. Alt var kyrt og þögult kringum sumarbú- v staðinn. í eikaskóginum andspænis hafði prúð- búinn maður numið staðar, hugfanginn af kvennahópnum á veggsvölunum. Hann virti þær lengi fyrir sjer og íór síðan hægt á braut eins og hanti vildi eigi láta á sjer bera. Hann tók krók á sig til þess að komast að húsabaki,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.