Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 24
102
NÝJAR KVÖLjDVÖKUR.
að minna íbúðarhúsinu. Á litla gangriðinu sat
roskin kona að saumum. Hún leit endur og
sinnum á aðkomumanninn, sem nálgaðist hana.
»Býr ungfrú Ahrell hjer?« spurði hann og
var auðheyrt á málrómi hans, að hann var ó-
vanur að tala sænsku.
»Já,« mælti gamla konan og Ieit á komu-
mann gegn um gleraugun; »en sem stendur er
hún hjá nábúakonu sinni, ekkjufrú Schneider.*
»Gæti jeg eigi fengið að tala nokkur orð
við hana? Jeg er útlendingur og hefi áríðandj
mál að segja henni.«
Konan, sem komið hafði auga á heiðurs-
merkið, stóð þegar á fætur og bað komumann
að ganga inn, meðan hún sækti ungfrúna. Hún
fór með hann inn í lítinn sal, bauð honum til
sætis í hægindastól og fór síðan. Þessi gamla
kona var frú Birgitta Sjöberg.
Komumaðurinn með heiðursmerkið er kunn-
ingi okkar frá eimskipinu; hann settist eigi nið-
ur, en gekk út að glugganum og staðnæmdist
þar, Hann virtist bíða með óþreiju eftir því
að hitta Gerðu.
Dyrnar lukust upp. Aðkomumaður tók allur
að nötra ákaft. Stundarkorn leið án þess hann
áræddi að snúa sjer við. Loks gerði hann það.
Gerða hafði staðnaemst við dyrnar. Henni
virtist hafa orðið svo órótt innan brjósts, er
hún sá komumann, að hún gat eigi hrært sig
úr stað.
»Richard!« hrópaði hún loks og rjetti fram
hendurnar, en ljet þær undir eins hníga niður
— Hann var kvæntur.
»Já, Richard, sem kominn er til þes9 að
spyrja, hvort Gerða muni heit sitt, aldrei að
gleyraa honum,« mælti ungi maðurinn,' gekk
til Gerðu, greip báðar hendur hennar og þrýsti
þær. »Manstu hin helgu heit þín? Ó, Gerða.
hversu miklar þrautir hefir þú ekki bakað mjer'
Hvíjiefir þú brugðist mjer eins og raun er á
orðin?«
»Jeg heíi eigi brugðist; get ekki svikið neinn,
síst af öllú þig,« svaraði Gerða. »Ef jeg hefði
getað það, Richard,fstæði jeg e<gi óháð frammi
fyrir þjer. En hjarta mitt gat eigi brugðist ást-
vini sínum.«
»Hefir bjarta mitt gert það?« hrópaði Ric-
hard heitur. »Hefi jeg máð mynd þína úr liuga
mínum? Rú varst fyrsta — einasta ástin mín —
þrátt fyrir allar þjáningarnar, sem þú hefir bak-
að mjer. Pú hefir gert mig að köldum, dramb-
sömum sjergæðing, sem að eins á eina tilfinn-
ingu ólamaða: ástina til þín.«
»Richard, þú gleymir, að þú hefir heitið
annari konu ást þinni og trygð.«
»Heldurðu jeg stæði þá frammi fyrir þjer
og krefði þig til sagna um breytni þína? Held-
urðu hinar drambsömu varir mínar mæltu ást-
arorð til þín, ef að jeg væri heitbundinn ann-
ari konu? Nei, dauðinn hefir leyst þau bönd,
sem gremjan yfir breytni þinni kom mjer til
að hnýta; og í dag stend jeg frammi fyrir þjer,
Gerða, til þess með fullum rjetti að heimta af
þjer skýringu, og jeg veit að þú getur ekki
neitað mjer um hana.«
»F*að vil jeg heldnr eigi,« svaraði Gerða með
ástúðlegu brosi. Hún dró hann með sjer að
einum legubekknum; þar settist hann við hlið
hennar og hlýddi- á frásögn hennar.
Gerða sagði honum frá, að hún hefði sjeð
föður sinn á Englandi og einnig komist að því,
að sá Ijóður væri á ráði hans, sem skildi þau
Richard að fullu. Hún hefði ákveðið að leggja
heldur sjálfa sig í sölurnar, en baka Richard
þá smán, sem líklegt var að lenda myndi á
henni. Hún mintist einnig örbirgðar og ógæfu
foreldra sinna, og vildi eigi verða sök á því
að Richard sætti sömu örlögum og faðir henn-
ar. Hún ætlaði að segja Richard alt -þetta
seinast er þau fundust, ef hann hefði eigi farið
svo skyndilega. Hún hafði ritað þetta í brjefið,
sem hún skyldi honum eftir, þá er hún fór frá
Englandi. Hún hafði vonast eftir svari, en áraug-
urslaust. Loks hafði hún fengið þá fregn, að
hann ætlaði að kvongast Milly.
»En, Gerða, jeg fjekk aldrei brjef frá þjer,«
mælti Richard. sRú inanst víst vel eftir síðasta
samtali okkar, og að jeg fór burt í ákaflega