Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 103 æstu skapi. Um nóttina kvaldist jeg af sárum efasemdum og um morguninn ætlaði jeg að að spyrja þig að orsökunum til breytni þinnar; en jeg varð að fresta þvi, af því að jeg þuríti í ferðalag fyrir verksmiðjuna og það mátti eigi undir höfuð Ieggjast. Eg fór. Skylda mín bauð mjer það, og jeg hefi aldrei skotist undan henni. Að nokkrum dögum liðnum kom jeg aftur, hugsaði jeg, fastráðinn í að koma undireins og tök væru á. Mjer mundi verða rórra í skapi eftir ferðina og getað talað æsingalaust við Gerðu. Jeg var fjóra daga að heiman og hafði kom- ið svo miklu í verk, að aðrir mundu hafa verið þrefált lengur. Jeg gekk inn í stofu hr. Smiths og hjartað barðist í brjósti mjer. Jeg átti að fá að sjá þig aftur og ætlaði eigi að skilja við þig fyr en þú hefðir tekið aftur þau orð, sem þú mæltir í skemtigarðinum. Jeg ætlaði eigi að sleppa þjer fyr en þú hefðir heitið að verða eiginkona mín. Jeg var svo sannfærður um að mjer mundi hepnast það, að mjer kom eigi hið gagnstæða í hug. í stofunni hitti jeg að eins Milly. Jeg spurði fyrst eftir þjer. Milly brá litum og sagði, að þú hefðir farið frá Englandi daginn sem jeg fór. Pessi fregn kom mjer óvænt, eins og skrugga úr heiðríkju, því að jeg hafði verið svo von- góður. Jeg reyndi eigi til að leyna sorg minni og sársauka, en fleygði mjer í legubekk og fól andlitið í höndum mjer. Sorgin hafði gersam- lega bugað mig. Eftir nokkra stund leit jeg samt upp; hálfkæfður grátekki barst að eyrum mínum. M'lly var að gráta. Jeg gekk til henn- ar og mælti: »Fynrgefið, ef jeg hefi hrætt yður með hegðan minni.« Hún sneri tárvotu andlitinu að mjer og mælti í lágum hljóðum: »Hrætt mig? Nei, þjer hafið gert mig óhamingjusama. Pað er þá satt, að þjer elskið þessa stúlku?« »Jeg hefi elskað hana meir en lífið í brjósti mjer, og jeg ætla aldrei að elska neina aðra,« svaraði jeg. »Án hennar er lífið kvöl. En leyfið mjer að fara; jeg er alt of ógæfusamur til þess að vera yður til nokkurrar ánægju.« »Bíðið stundarkorn,« mælti Milly. »Vitið þjer þá eigi, að þjer hafið fengið ást á konu, sem hafnar yður, til þéss að geta gifst auðug- um manni. Ungfrú Ahrnell hefir Iofast mági mínum. Til þess að giftast fljótlega, hafa þau hraðað sjer burt úr Englandi.* »Ungfrú Milly,« mælti jeg og rjeð vart við mig, »þjer Ijúgið; þetta getur eigi verið. Gerða hefir eigi getað farið þannig að, eins og þjer segið, cg ef satt væri, skyldi jeg senda kúlu gegnum höfuð mitt.« Milly tók brjef úr vasa sínum og rjelti mjer það þegjandi. Pað var frá Strömberg til Smiths hins eldra. Jeg las það í einskonar æðistryll- ing. Pað yar eitthvað á þessa leið: »Kæri tengdafaðir! Um leið og jeg fer frá Englandi, tel jeg það skyldu mína að skýra yður frá spori því, sem jeg hefi stigið og sem veitir Elísu blíða móðurumhyggju. Jeg hefi ákveðið að kvongast aftur. Konuefni mitt er Gerða Ahrnell. Jeg hefði viljað skýra yður frá þessu áður en jeg fór, en vildi eigi gera það fyr eti Gerða veitti mjer ákveðið svar. Hún hefir nú gert það. Jeg rita línur þess- ar á förum út í eimskipið. — Jafnskjótt og við komum til Svíþjóðar, verður brúðkaup okkar haldið. Jeg bið um blessun yðar og rita að venju yðar einlægur tengdason Pehr Strömberg.* Oat jeg efast lengur? Ummæli þín, hin snögglega brottför þín án þess að kveðja mig, alt staðfesti það brjef Strðmbergs. Pá er jeg var búinn að Iesa það, æddi jeg fram að dyrunum og vissi eigi hvað gera skyldi; mjer var það eitt Ijóst, að mjer var óbærilegt að lifa án þín. Jeg fjekk samt eigi að fara. Milly fleygði sjer að fótum mjer og faðmaði mig. Hún grátbændi mig um, að fara eigi frá sjer í slíkri hugaræsingu. Smitl kom inn í þess.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.