Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 26
104 NÝJAR KVÓLDVÖKUR. Dóttir hans var krjúpandi við fætur mínar, jeg í svo æstu skapi, að jeg vaknaði eigi til sjálfs mín, þótt hann kæmi. Jeg hefði eigi getað la'tið neina skýringu í tje. Hugsanir mínar voru svo mjög á reiki. Milly gerði það í minn stað. F*á er hún var búin að skýra föður sínum frá öllum mála- vöxtum, fór hún. Rú þektir gamla manninn; vissir hve göfug- Jyndur hann var. Hann talaði stillilega og al- varlega við mig; sýndi mjer fram á, hve ó- sæmilegt það væri mjer, að láta sorgina þannig buga mig. Pá er jeg fór frá honum, var dauðaró ýfir sál minni. Síðustu stundirnar virtust hafa ger- breytt mínum innra manni og lamað allar til- finningar. Jeg kom eigi út úr herbergi mínu í tvo daga. Jeg þurfti að jafna mig og sætta mig við hlutskifti mitt. Þriðja daginn tók jeg til starfa í verksmiðj- unni. Jeg ætlaði að lifa af því það var hug- leysislegt að deyja. Jeg ætlaði að vinna, því að jeg hafði strengt þess heit, að afla mjer frægðar með starfinu. í nokkrar vikur vann jeg af slíku kappi, að jeg unni hvorki sjálfum mjer nje öðrum neinn- ar hvíldar. Að 3 mánuðum liðnum varð jeg veikur. Jeg hafði fengið verðlaun frá stjórn- inni fyrir tvær nýjar uppgötvanir. Rað jók frægð mína og álit verksmiðjunnar. Samdægurs og jeg fjekk verðiaunin, varð jeg að leggjast rúmfastur. Veikindin voru svo hættuleg, að læknarnir efuðust um, að jeg kæmist lífs af. Jeg var veikur í tvo mánuði og hin auðuga og hugþekka Milly hjúkraði mjer jafnan. Astúð hennar hreif mig eigi; jeg kendi að eins í brjósti um liana. Öll blíða hennar og fórnfýsi vakti eigi hið minsta vinarþel í brjósti mínu, Jeg hafði að eins óljósa hugmynd um, að jeg stæði í þakklætisskuld við hana. Mörgum sinnum, er hún sat við rúm mitt og leit á mig raunalegum augum, sneri jeg mjer. andvarpandi undan og hugsaði: »Hvers végna get jeg ekki elskað hana? Hvers vegna hneigist hugur minn til Gerðu?« Einn dag, þá er mjer var farið að batna, fjekk Milly brjef frá Svíþjóð. Jeg þekti rit- hönd Strömbergs og blóðið svall í æðum mjer. Jeg reyndi til að spyrja stillilega, hvort Ström- berg iiefði haldið brúðkaup sitt. »Eigi enn þá,« svaraði Milly, »en hann skrifar mjer, að það sje ákveðið að þrem dög- um liðnum.* Nokkur tími leið. Dag einn sagði jeg við Milly: „ sRjer elskið mig, Milly?« Hún leit á mig. Svarið mátti lesa í aug- um hennar. »Faðir yðar veit, að því er þannig farið, og því hefir hann, sem dásamar yður, leyft að þjer hjúkruðuð mjer.« Miily hneigði sig til samþykkis. »Og sjálf hafið þjer viljað sýna mjer, hve heitt þjer elskið mig.« Angurblítt bros ljek um varir hennar. F*að var svarið. »En,« bætti jeg við, »þjer vissuð, að jeg gat eigi elskað yður.« »Jeg hefi eigi krafist neinnar ástar,« svaraði Milly og drap höfði. F*að varð þögn. Jeg virti hið blóðrjóða andlit hennar fyrir mjer; sorgin og ástin voru þar letraðar Ijósum rúnum. Jeg sökti mjer nið- ur í ýmsar dapurlegar hugsanir, og árangur inn varð sá, að jeg áleit best fara á því að reyna að sýna, að jeg virti ást og umhyggju Milly og væri henni þakklátur. Eflir langa þögn mælti eg: »Munduð þjer, Milly, vilja giftast þeim manni, sem eigi elskar yður? Munið þjer, ef þjer unnið manni þessum hugástum, verða ham- ingjusamar með honum, þótt hann geti að eins veitt yður virðingu sína og vináttu ? Ef svo er, þá vil jeg helga yður líf mitt og stuðla eftir mætti að hamingju yðar.« Milly grjet og rjetti mjer þegjandi hönd sína. Þegar jeg var orðinn fullhress, opinberuðum við, og nokkrum vikum síðar var brúðkaup okkar haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.