Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 105 Faðir Millyar var nú í sjöunda himni. Dólt- ir hans var gift manni þeim, sem hún unni, og það jók einnig gleði hans, að þessi maður var líklegur til að efla hag verksmiðjunnar og halda við frægð verslunarfjelagsins. Jeg hafði verið kvæntur mánaðartíma og var nýkominn heim úr ferðalagi eftir brúð- kaupið, þá er nokkrir Svíar komu að sjá verk- smiðjuna. Jeg bauð löndupi minum til miðdegisverðar ásamt nokkrum enskum verksmiðjueigendum og kaupmönnum. Konan mín var eigi við miðdegisborðið. Meðan verið var að snæða leiddist talið að Strömberg. Eg vildi eigi taka þátt í samræð- unum, því að Strömberg var maður sá, sem rænt hafði mig hamingju minni, Jeg beið þó eftir að heyra rætt um giftingu hans, en á hana var eigi minst einu orði. Loksins, er jeg hafði Iengi beðið árangurslaust, spurði jeg: »Strömberg er nýkvongaður aftur.« »Yður skjátlast,* mælti Svíinn, »jeg held að hann sje ekkert að hugsa um það.« Mjer varð órótt. Hafði jeg verið dreginn á tálar? Jeg spurði fleiri spurninga og komst að því, að hann virtist alls eigi hafa slíkt í hyggju, að giftast á ný, en hafði komið dóttur sinni í vist og búið um sig að venju piparsveina. Gerða hafði farið frá honum undir eins og hann kom heim til Svíþjóðar. Rá er gestirnir voru farnir, fór jeg til konu minnar til þess að komast að, hvernig f þessu lagi. Sterkur grunur var vaknaður í hug mjer. Jeg spurði hana, hvort hún eða faðir hennar hefðu nýlega fengið brjef frá Svíþjóð. Milly roðnaði, og sagðist ekki vita, hvort faðir sinn hefði fengið brjef. »Þú veist þá eigi, hvort brúðkaup Ström- bergs hefir verið haldið?* spurði jeg. »Nei, jeg veit það eigi, en hygg að svo sje.« »Jæja, jeg hjelt annars að þjer væri kunnugt um að svo er eigi.« Milly þagði. Mjer fanst jeg Iesa kvíða og eirðarleysi í svip hennar og varð þungt í hug. Jeg sagði henni, að einn Svíanna hefði sagt mjer, að Strömberg væri eigi kvæntur og hugsaði eigi til þess. Jeg heimtaði að fá að vita, (ívers vegna hann hefði ritað brjefin, sem hún sýndi mjer. Milly fór að gráta og svo lauk að hún ásak- aði mig um harðýðgi og órjettlæti. Hún var ógagfusömust allra kvenna, því að ást mín á annari kom mjer til að vanrækja skyldurnar við eiginkonu mína. Jeg fór við svo búið. Jeg sá eftir að hafa verið svo ofsafenginn; jeg hafði heitið að vera góður eiginraaður, og jeg ætlaði að halda það heit, ef jeg kæmist eigi að því, að Milly hefði dregið mig á tálar. Enn þá hafði jeg aðeins grun um það, og varð því að bíða frekari sannana. Margir dagar Iiðu, án þess að við kæmum að þessu aftur. Jeg áleit að gagnslaust væri að reyna að leita sannleikans, því að engu yrði breytt um hagi mína. Milly hafði sett á sig þóttasvip, og var nú þur og drembileg í viðmóti við mig. Þetta var eigi rjetta Ieiðin. Ef MiIIy hefði í byrjun komið til mín, og iðrandi játað sann- leikann, þá mundi jeg hafa fyrirgefið henni, og reynt að sætta mig við það, að jeg hefði verið dreginn á tálar. Nú reitti þrályndi henn- ar mig til reiði, og jeg Ijet hart mæta hörðu. Sinith tók eftir því, að eigi var alt með feldu milli okkar dóttur hans, en gamli mað- urinn sagði eigi neitt, hann beið eftir, að það breyttist. Þannig Ieið vika, þá fjekk jeg dag nokkurn brjef frá Svíþjóð; það var frá Strömberg. Þá er jeg braut upp umslagið duttu innan úr nokkur brjef, sem voru með rithönd konu minnar. Innan í var brjef frá Strömberg sjálf- um, svohljóðandi: »Kæri svili! Jeg leyfi mjer að óska yður til hamingju með hjónaband yðar. Þjer hafið hlotið auð- ugt gjaforð, og trygt yður glæsilega lífsstöðu, óskir yðar hafa ræst. Milly hefir hlotið mann þann, sem hún unni, og tengdafaðir minn þann tengdason, sem hann taldi hæfastan. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.