Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 32
110
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ofan í sig, á nú skrautlegt hús, og er velmeg-
andi handiðnamaður. Án starfs og iðjusemi er
engin blessun, þótt maður sje góðum gáfum
gæddur.*
Karl var nú kominn upp og hringdi. Fóta-
tak heyrðist inni. Hjartað tók að slá hraðar í
brjósti Karls, er hann hugsaði til þess, að á
næsta augnabliki stæði hann augliti til auglitis
við Níels, sem mundi eiga bágt með að þekkja,
að þessi skeggjaði maður væri Karl.
Dyrnar lukust upp. En það var eigi Níels,
sem opnaði þær, en maður nokkur dökkleitur
með flöktandi augnaráði.
Karli fanst hann þekkja þennan mann, en
kom honum þó eigi fyrir sig.
»Er Gústavson heima?« spurði Karl.
Maðurinn svaraði engu, en benti honum að
ganga inn.
Úr anddyrinu kom Karl inn í rúmgóða stofu,
og stóð þar morgunvérður á borðum. Við
borðið sat maður, sem sneri baki að komu-
manni.
»Þetta er Níels,« hugsaði Karl.
Maðurinn leit við. Rað var Níels, sem nú
var rúmlega fertugur, með sama vingjarnlega
og ráðvendislega svipinn og broshýru augun.
Augnablik stóðu bræðurnir þögulir. Níels
leit rannsakandi augum á komumann, síðan
fleygði hann hnífnum og brauðinu frá sjer, og
hrópaði:
»Er það, sem mjer sýnist? Er þetta eigi
Karl?«
Og bræðurnir heilsuðust nú ástúðlega og
fjellust í faðma.
»Lovísa! Karl! Anna!« hrópaði Níels, þá er
þeir höfðu heilsast, »hraðið ykkur, þið vitið
eigi hve kærkominn gest jeg hefi fengið. Flýtið
ykkur. Nú verður hjer glatt á hjalla.«
Lovísa kom inn í herbergið, með henni
kom fimm ára piltur og þriggja ára stúlka.
Lovísa var kona um þrítugt; hugró ogánægju
mátti lesa úr svip hennar. Hún heilsaði Karli
hjartanlega.
Níels og Lovísa voru glöð, hamingjusöm
og hreykin yfir því að hafa hinn fræga lista-
mann á heimili sínu.
Níels fagnaði, og reyndi að gera börnum
sínum það skiljanlegt, að þessi frændi væri eigi
neinn hversdags frændi. Hann væri fyrst og
fremst bróðir Níelsar og auk þess mikilmenni.
Lovísa brosti og var hamingjusöm, er hún sá
gleði manns síns.
Karl átti að borða morgunverð og fagna
átti heimkomu hans með víndrykkju.
Rá er lokið var snæðing, var farið með
Karl inn í næsta herbergi. Par átti að skrafa
og skeggræða í næði.
Níels spurði Karl margs um það, með hvaða
hætti hann hefði orðið slíkur maður, sem raun
var á orðin og sem blöðin töldu föðurlandi
hans heiður að, að telja meðal sona sinna.
Auk þess ætlaði hann að spyrja Karl margs
úr utanför hans, en hann sagði að það yrði
að bíða betri tíma; kvaðst hann vilja fá fregn-
ir af ýmsu heima fyrir. Fyrst vildi hann frjetta
eitthvað um Stínu.
»Eigi er margt af henni að segja,« mælti
Níels; »hún býr með gamalli konu, sem er ámóta
illlynd og hún sjálf. Hún kemur aldrei til mín.
Hún var svo raussöm fyrsta árið eftir að jeg
giftist, að jeg bannaði henni að stfga inn fyrir
þrepskjöld minn. Jeg heimsæki hana einu sinni
viku hverja, og geri jeg það aðeins, af því
að jeg hefi lofað foreldrum mínum því: það
er mjer hreinasta kvalræði að sjá hana og
heyra. Nú hefir hún til allrar ógæfu náð í einn
af starfsmönnum mínum, sem er dálítið rugl-
aður, og jeg er hræddur um að hún spilli
honum og geri hann alveg frávita. En hvert
er Sjökvist farinn? í gleði minni hefi jeg alveg
gleymt honum.«
Hann beindi þessum orðum að Lovísu.
Hún hafði eigi heldur hugsað neitt um Sjökvist,
en minti að hann hefði farið fram til að Ijúka
upp, þá er hringt var. Karl sagði, að sá mað-
ur hefði farið leiðar sinnar. Níels varð ögn
dapur í bragði, en hætti þó brátt að hugsa
um Sjökvist og hjelt áfram samræðunum