Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 36
114 NYJAR KVÖLDVÖKUR, hann þá hafa orðið að ganga skipinu. Strömberg skuldbatt sig til að greiða upphæð- ina. Storm fjekk skriflega viðurkenningu bæði fyrir því og eins hinu, að verða settur á land í Englandi. Þá er til Englands kom, fóru skipstjóri og Storm í land, og er hann hafði fengið fjeð, skildust þeir. Storm hafði oft komið þangað. Hann útvegaði sjer fyrst húsnæði og fastrjeð síðan, að gera sjer einu sinni glaðan dag, Hann áleit sig nú/auðugan. Hann hjelt þang- að, sem sjómenn voru vanir að koma og taka sjer neðan í því. Á leiðinni tók hann eftir manni, sem veitti honum eftirför, en þá er hann nam staðar til þess að gefa honum nán- ari gætur, sneri hann af leið. Storm gekk inn í veitingahúsið. Hann drakk drjúgum, en var þó eigi í góðu skapi, því að honum virlist maðurinn, sem veitti honum eftirför, sæti í einu horninu og gæfi honum gætur, og nú mintist hann þess, að hann bar mikið fje á sjer. Hugði hann, að maðurinn ætlaði að stela af sjer, og tók því það ráð, að dvelja eigi lengur. Hann borgaði og varð þess þá var, að hann var orðinn mjög drukk- inn. Hann fór burt úr húsinu, en það var rjett við höfnina. Myrkt var úti og hann gekk rakleiðis að bryggjunni til þess að svo virtist sem hann ætlaði út í eitthvert skipið, sem þar lá. Hann nam staðar og litaðist um. Höfnin var auð; engan mann að sjá. Storm'hjelt nú( að öll hætta væri úti og sneri heim á leið, en þá var skyndilega gripið fyrir kverkar hon- um, svo að hann kom eigi upp neinu hljóði. Hann braust fast um, en datt flatur. Maður- inn, sem ráðist hafði á hann, misti þá takið, en náði því aftur áður en Storm gat risið á fætur. Reir áttust nú við þegjandi og Storm þreif í skegg ræningjans. Rað Iosnaði og frammi fyrir honum stóð Strömberg skipstjóri. Petta mundi hann seinast úr bardaganum; svo mjög var nú hert að hálsi hans, að hann misti meðvitundina. Þá er hann kom aftur til sjálfs sín, lá hann í litlu herbergi og voru nokkrir .menn kringum hann. Skipverji nokkur hafði heyrt hann detta niður af bryggjunni og dregið hann upp. Hann hafði kallað á mann, sem var í nánd, til hjálpar, en sá hafði hraðað sjer á braut. Nokkur tími leið þangað til Storm varð starfsfær aftur. Peningum hans hafði verið stolið og hann var fjelaus. Honum tókst samt að fá skiprúm á ameríksku skipi og hjelt með því af stað til hins nýja heims. Hann var búinn að fá óbeit á sjóferðum, og vildi helst fara að vinna að skósmíði á ný og reyna að hafa upp á Anderson. Fimm ár liðu, uns hann sneri heimleiðis. Pá er hann kom aftur til Stokkhólms, leitaði hann mig uppi og fjekk vinnu hjá mjer^ Hann tók þá að grafast eftir, hvað orðið væri af Anderson, og komst þá eftir, að hann hefði verið sýknaður og ráðist á skip og haldiö burt frá Stokkhólmi. Storm eða Sjökvist — hann tók aftur upp hið rjetta nafn sitt — vann hjá mjer í 2 ár. Hann var þögull, hófsamur og iðinn, en stöð- ugt skapþungur. Hann virtist búa yfir ein- hverju, sem olli honum harma. Dag nokkurn var þess getið í blöðunum, að fyrverandi skipstjóri, Strömberg stóreignamað- ur, hefði keypt námu í Vermalandi, stórhýsi í Stokkhólmi og ætlaði að flytja heim til Sví- þjóðar og skipa sess meðal ríkustu verslunar- manna. Sjökvist náði í blaðið og hann varð nú kynlegur og órór í skapi. Að misseri liðnu kom hann dag nokkurn heim og sagði mjer óttasleginn mjög, að hann hefði sj^ð Ströjnberg, og áliti sjer best að fara frá Stokkhólmi, ‘því að ef Strömberg kæm- ist eftir að hann væri lifandi, mundi hann ef- laust reyna að koma sjer fyrir kattarnef. Jeg spurði hann, hvernig því væri varið. Sagði hann mjer þá, að viðlögðu þagnarheiti, alla morðsöguna. Jeg mintist þess þá, að þú hafðir sjeð Ahmell koma út úr húsi Hengels 1. maf, þá er morðið var framið. Sjökvist vildi með engu móti vera í Stokk-. hólmi fyrir hræðslu sakir. Jeg sendi hann þess vegna til N-kaupangs til frænda okkar og þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.