Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 38
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þá er Persson færir honum hina. Pað er óbærilegt við hann að fást.« Stúlkan fór. Karl settist á bekk til þess að sjá hr. Bernharð er hann færi í land. Að hálfri klukkustund liðinni heyrðist fóta- tak í þilfarsstiganum, og litlu síðar kom í ljós maður um fimtugsaldur, hæruskotinn, en bar sig fyrirmannlega, Pykt skegg huldi höku hans og vanga og var grátt að lit eins og hárið. Ennið var hrukk- ótt og þótt kinnarnar væru holdugar, þá voru þær mjög bleikar. Augun voru stór og fjörleg. Maðurinn nam snöggvast staðar og virti Karl fyrir sjer. Pað var eins og hann ætlaði að spyrja þennan ókunna mann, hvað hann væri að hafast að úti á skipinu. >Ef að maður þessi er Ahrnell,* hugsaði Karl, »hversu mikið hefir hann þá eigi breyst á þessurn sextán árum. Jeg verð að komast eft- ir hinu sanna í þeim efnum.« Meðan Karl sat í þessum hugleiðingum hafði Englendingurinn fært sig eftir þilfarinu. Karl stóð á fætur og náði honum þá er hann var að stíga í land. Englendingurinn leit við til unga mannsins, sem kom á eftir honum. Stundarkorn stóðu þeir samhliða á »land- göngupallinum.« »Fyrirgefið hr. Ahrnell, en jeg þarf að ræða við yður nokkur orð um áríðandi málefni,* raælti karl á sænsku. Englendingurinn kiptist við af undrun og stokkroðnaði en svaraði á ensku: »Jeg skil ekki mál yðar, herra minn.« Karl hafði litið hvössum augum á manninn og tekið eftir svipbrigðum hans; þóttist hann sjá, að maðurinn segði ósatt, þá er hann full- yrti, að hann skildi eigi mál Karls. »Pað ér hann,« hugsaði Karl. »Ef svo er,« hjelt hann áfram, »þá tölum við ensku. Pétt jeg sje eigi leikinn í að tala mál, get eg samt gert mig skiljanlegan. jeg hjelt samt, að þjer hefðuð eigi gleymt móður- máli yðar svo mjög, að þjer skiljið eigi, hvað sagt er á því máli, einkum þá er maður, sem ann heill yðar, kemur til að veita yðnr hol! ráð.« Karl sagði þetta á sænsku og svipbrigði voru auðs* á andliti Englendingsins, þótt hann svaraði engu. Eftir stutta þögn hjelt Karl áfram á ensku: »Par eð jeg veit, hr. Bernharð að þjer þekk- ið hr. Ahrnell, vil eg biðja yður að ráða honum til að koma eigi til Svíþjóðar, því að þar eru þeir menn til, sem staðfest geta að Anderson skipverji hafi eigi ráðið Hengel bana, heidur hafi Daníel Ahrnell gert það. Gamla morðsagan verður þá rifjuð upp og Ahrnell Iendir í mestu hættu, ef hann verður kærður. Sje hann í Svíþjóð, þá ráð honum þegar til að fara úr Iandi, og gæta sín fyrir manni þeim, sem var ósýnilegur hluthafi í glæpnum.* »Herra minn, jeg þekki eigi Ahrnel!,* svar- aði Bernharð kuldalega, »og jeg veit eigi hvers vegna þjer snúið yður til mín. Jeg er útlendingur, sem kem nú hingað fyrsta sinni, og þekki eigi atburði, sem gerst hafa hjer fyr- ir mörgum árum.« »Rjett er það, að þetta er fyrsta sinni, sem hr. Bernharð kemur til Svíþjóðar, en það er því eigi neitt til fyrirstöðu, að þjer þekkið land þetta mjög vel og sjer í lagi þá atburði, sem gerðust í Stokkhólmi fyrir sextán árum. Pá bjó í sama húsi og Ahrnell, skósmíðasveinn að nafni Karl, sem var oft í snúningum fyrir hann. Jeg er drengur þessi. Sextán ár hafa eigi getað máð minninguna um yður úr hug mínum; einkanlega minnist jeg þess er jeg sá yður síðast. Pað var er þjer komuð úr húsi Hengels seint að kveldi 1. maí 18—.« Bernharð gekk við hliðina á Karli, og var sem hann væri á glóðum. Pá er Karl þagnaði, nam hann staðar og mælti lágri röddu. »Hvað er ætlun yðar? Ætlið þjer að knýja útlending til að selja yður fje í hendur.* »Herra minn,« svaraði Karl stillilega, »jeg er Karl Gústavson myndhöggvari. Nafn mitt hafið þjer eflaust heyrt, því að Englandsdrotn- ing hefir keypt þær marmaramyndir sem jeg smíðaði og sem ensku blöðin hafa mikið rætt nm. Ætlan mín er eigi að ná gulli yðar, en

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.