Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 123 Unga mærin roðnaði og brosti. Hún skildi eigi fyllilega, hvað bjó í svip hans. »Jæja,* sagði Karl og settist við hliðina á Edith, »hvaða gleðihátíð er það, sem jeg á að taka þátt í?« »Trúlofun,« svaraði Edith. Karl brá litum, en sagði samt í gletnisróm: >Pjer ætlið þó ekki að fara að gifta yður aftur?« »Nei, jeg dey eflaust ekkja, þar eð jeg var svo gömul, þegar jeg giftist í fyrsta sinn.« »Hvers vegna getur Karl ekki upp á mjer?« spurði Sylvía með gletnisbrosi. »Því að mjer datt það ekki í hug,« svaraði Karl. En nú varð honum lilið á Gerðu. Hún var blóðrjóð og sat sokkin niður í vinnu sína. Augu Richards hvíldu á unnustu hans og svip- ur hans var órólegur. »Hefurðu eigi giskað á, hvaða trúlofun jeg hefi að segja þjer ?« spurði Edith. »Jeg er eigi vanur að geta, þegar um sllkt er að ræða,« mælti Karl. »Og til þess að binda enda á þetta, leyfi jeg mjer að kynna unnustu mína,« mælti Ric- hard og tók Gerðu við hönd sjer. Karl reis á fætur, tók hönd Gerðu og mælti hrærður: »Jeg þarf eigi að segja, hve einlæglega jeg óska ykkur allra heilia, og hve mikla hlutdeild jeg tek í hamingju Gerðu.« Hann þrýsti hönd hennar; mælti nokkrum hlýjum orðum til Richards og settist síðan í í sæti sitf. Dagarnir liðu nú skjótt. Fagran september- dag lagði Richard af stað í Englandsför sína. Hann vonaðist eftir að koma heim í byrjun október. í lok þess mánaðar átti brúðkaupið að fara fram. Nokkrum dögum eftir bortför Richards, varð Oerðu litið á svohljóðandi fyrirsögn í einu dagblaðanna: Nokkrar upplýsingar um morð Hengels. Dálítill hrollur iór um hana og bun las iram- haldið. Þar var skýrt frá því, að banamaður Ahrnells hefði játað, að hann hefði myrt Hen- gel fyrir 16 árum. Játning Andersons var á þessa leið: Hann og unnusta hans, sem vann hjá Hen* gel, hefðu komið sér saman um að ná pening- um þeim, sem hann hafði heimt inn síðasta apríl. í þeim tilgangi hafði hann beðið skipstjórann um landgönguleyfi til kvölds. Skipstjóri hafði lagt svo fyrir, að hann kæmi að tollstjórastig- anum kl. 11 um kvöldið; skipsbáturinn lá þar til að sækja skipstjórann. F*á er Anderson og Susanna komu heim úr dýragarðinum að kvöldi hins 1. maí, hélt hún heim til sín og bað Anderson að koma á eftir. Pá er hann kom inn í hús Hengels heyrði hann áköf óp. Pað var gamli okrarinn, sem hjelt fyrir kverk- ar Súsönnu og hótaði að kyrkja hana; ef hún skýrði eigi óðar frá, hvað hún hefði gert af peningunum, sem hún hefði stolið frá honum. Anderson hjelt að Súsanna hefði verið stað- in að verki, og þreif öxi og keyrði hana í höf- uð Hengels, svo að hann steyptist dauður nið- ur. Pá er hann hafði framið hryðjuverk þetta rannsakaði hann peningaskrínið. Pað var opið og tómt. Súsanna sagði frá því, að þá er hún gekk inn í eldhúsið, kom Hengel á móti henni, þreif í hár hennar og dró hana inn í svefnherberg- ið, þar sem peningaskrínið stóð opið og hróp- aði, að hún hefði stolið frá honum. Anderson var í súru skapi yfir að missa af fénu, hann týndi saman alt fémætt, sem hamn fann og flýtti sér síðan niður að tollstjórastig- anum; en báturinn og skipið voru horfin. Hann reyndi að kalla á eftir skipinu, en það var ár- angurslaust. Hann gróf nú feng sinn . niður, svo að hann yrði ekki grunaður um morðið. Við höfum áður skýrt frá því, að Anderson var tekinn höndum og látinn laus aftur. Hann fór síðan í sjóferðir nokkur ár. Pá er hai^i kom aftur hitti hann Súsönnu og einn góðan veður- dag voru þau hjúin tekin föst fyrir þjófnað, ssru þau böfðu fratnið í sameiuingu. 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.