Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 47
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 125 Jeg ljet hana eigi gruna neitt um vitneskju mína, því að jeg vildi vera laus allra mála ef í harðbakka siagi. Ahrnell heimsótti mig fyrst, síðah konu sína. Hún var föst fyrir og kvaðst höfða mál gegn honum. Lofaði samt að hugsa sig um, þar til síðar um dag- inn. Pá er Bernhard ætlaði þangað öðru sinni, varð Gústavson myndhöggvari honum Rrándur í Götu og skipaði honum að fara samstundis burt úr Svíþjóð, ef hann vildi eigi verða kærður fyrir þjófnað hjá Hengel. Rá er hann kom til Alice, var hún farin eitthvað út, en hafði skilið eftir miða og beðið hann að bíða komu sinnar. Hann beið lengi; loksins kom Alice kl. 7. En henni varð ekki bifað. Hann átti að dæmast samkvæmt lögum fyrir glæp sinn, það var ákvörðun hennar. Samkvæmt umtali hittumst við kl. 10. Hann sagði mjer frá heimsókn- inni til konu sinnar, og komu Gústavsons mynddöggvara. Hann var f slæmum krögg- um, og jeg Iofaðist til að hjálpa honum, ef hann færi til yðar, og sendi yður til mín. Hann átti að láta yður skilja, að hann væri í hættu staddur, og mjer væri einum fært að bjarga honum. Hann fjelst á þetta. Pjer vitið hvað á eftir fór, að þjer hjetuð mjer eigin orði, ef jeg bjargaði föður yðar. En hnífur Andersons útkljáði málið yður í vil. Faðir yður Iætur eftir sig mikinn auð, og er til hans stofnað með fje því, sem hann tók úr peningaskríni Hengels. Pjer njótið því ávaxtanna af þjófnaðinum. Nú fer jeg burt úr Svíþjóð, til þess að setjast að í Frakklandi, og reyna að gleyma hinu Iiðna, og má mynd yðar úr hjarta mínu, en það mun erfitt verða. Jeg vildi óska, að jeg gæti bölvað þeirri stuud, þá er jeg leit yður í fyrsta sinni; því að þjer eruð hin eina vera á jarðríki, sem bakað hefir mjer þjáninga. Væri mjer fær að blanda beiskju í hamingjubikar yðar, þá mundi jeg gera það til að hefna mín. Pjetur Strömberg.* Nísls og Gerða rseddtt rnn brjafið, eg hann sagði henni, að þessi maður, sem sókst hefði eftir henni til kvonfangs, væri sá hinn sami, sem leitt hefði föður hennar á glapstigu. Níels sagði einnig Gerðu frá því, að Stína hefði veitt upp úr Sjökvist alt, sem hann vissi um þátttöku Strömbergs og Ahrnells í þjófn- aðinum, og líklegt væri, að vitneskjan um þetta hefði knúið Strömberg til brottfarar. Sjökvist veiktist, þá er reynt var að flytja hann burf, og er hann var orðinn hress aftur, sendi Níals hann til N. Kaupangs og átti hann að starfa þar hjá frænda hans. Seinast í september kom Richard aftur heim til ættjarðarinnar; stjúpmóðir hans, systir og unnusta tóku á móti honum. Hamingju og gleði mátti lesa á andlitum allra. Næsta sunnudag var í Jakobskirkju Iýst með háskólakennara og riddara Richard Schneider og ungfrú Gerðu Ahrnell. Ungur maður, með fölt og göfugmannlegt andlit, hallaði sér upp að einni kirkjusúlunni og hlustaði. Pá er presturinn þagnaði, and- varpaði hann og hugsaði: »Vértu sæl, draumsjón mín. Pú hefir að eins verið draumsjón, þar eð jeg gat verið án hrygðar í trúlofunarveislu hennar, Betur að hún yrði hamingjusöm.* Leikið var á hijóðfærið; menn gengu út úr kirkjunni. »Góðan daginn,« hvíslaði titrandi rödd rjett hjá. Hann þaut á fætur og litaðist um. Undradýpt gæða og ástúðar skein úr aug- unum, seai litu upp til hans. »Sylvía,« stamaði Karl og greip hönd hinn- ar ungu meyjar, og bætti við: »EngiIl gæðanna og fegurðarinnar birtist ætíð í musteri drottins.* Pau fóru burt úr kirkjunni. — Pá er þau gengu inn um hliðið heima, mælti Sylvía: »Borðaðu miðdegisverð með okkur í dag og drektu skál Gerðu.« Kari leit á hana og brosti,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.