Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 49
- NÝJAR KVÓLDVÖKUR. 127 ervu höfuð mitt?« mælti hann. Er það ekki fagurt?* »Pað er líkt henni,« svaraði Sylvía. »Pað er hún — og þó eigi,« mælti Karl og brosti. »Að hverju leyti er það eigi hún?« spurði Sylvía. »Petta andlit líktist ásýnd Gerðu, eins og hún hlaut að vera útlits, þá er hún hafði aflað sjer frægðar og sjálfstæðis með starfi sínu, og fann með sjálfri sjer, að hún hafði sigrast á skorti, örbyrgð og niðurlægingu. Baráttunni við örðugléika lífsins er lokið, sigurinn er henn- ar. En draumásælu hjartans skortir. Það er eigi Gerða — hin ágæta eiginkona, en það er Gerða — hin frábæra listakona. »Þú elskar hina síðarnefndu og ætlar að minnast hennar, en eigi hinnar fyrnefndu,« mælti Sylvía. »Hin hamingjusaraa eiginkona var eigi mín, og jeg hefi hvorki rjett til að hugsa um hana nje elska. Listakonan Oerða, sem með starfi sínu og þrautseigju hefir aflað sjer frægðar og sjálfstæðis, hana mun hjarta mitt aldrei hætta að elska.< »Aldrei,« tók Sylvía upp eftir honum og horfði á hann. Hann greip hönd Sylvfu, þrýsti hana og mælti: »Tíminn og árin munu leggja hina kælandi mund sína á tilfinningarnar, en tíminn mun aldrei má úr huga mjer ást þá, sem eg bar til biðjandi meyjarinnar minnar. Hún var og er hin hreinasta og fegursta opinberun lista- mannsins. »Já, listamannsins, en hún var hjarta manns- ins einkis virði,« hvíslaði Sylvía. »Hvers vegna er Sylvía eigi hreinskilin sem fyr? Jeg elska að lesa í hug hennar og hjarta. Tilfinningar þess hefi jeg reynt að móta í marmara.* »En þetta hjarta er veikt hjarta,* mælti Syl- vfa og brosti gegnum tárin. »Þú grætur,« mælti Karl og laut niður að henni. »Já, jeg græt, bæði af sársauka og gleði. Af gleði yfir því að vera enn þá fyrirmynd þín, af sorg yfir því að njóta eigi ástar þinnar. Pú hefir óskað eftir að lesa í hjarta mjer, það skal þjer leyft. Jeg hefi alla daga elskað þig. Jeg ferðaðist, en mynd þín fylgdi mjer eftir. Jeg sneri heim aftur og þú varst mjer nærri þvi alt. Leiðir okkar skildust. Ár liðu svo við sáumst ekki, en sál þín ræddi við mig í brjefum þín- um; þú varst og hjelst áfram að vera einvaldur í hjarta mínu. Ár liðu og við hittumst aftur og nú ætla jeg að hætta að vera fyrirmynd þín og verða hamingja þín.« Sylvía þagnaði. Karl vafði handleggnum um mitti hennar og hrópaði: »Pú varst draumsjón listamannsins, Sylvía. Á þessari stundu ertu hamingja mannsins, eina sanna ástarþrá hans. Vertu hinn góði engill mannsins, eins og þú hefir verið leiðarstjarna listamannsins.* Sylvía hallaði höfðinu að brjósti hans og Karl þrýsti henni að hjarta sér. Hvílíkir dagar vikur og mánuðir, fullir ástar hamingju og fegurðar. Loksins kom haustið og með því komu Richard og Gerða heim, og brúðkaup Karls og Sylvíu var haldið. Tíu ár eru liðin síðan Karl Gústavson kvænt- ist Sylvfu. Tíu ár liðin síðan Richard Schneider háskóla- kennari kom úr Ítalíuförinni 'og settist að f Svíþjóð. Karl Gústavson bjó áfram í húsi háskóla- kennarans, sem nú var eign hans, og hamingj- an hafði stöðugt brosað við honum, svo að árin liðu sem dagar. Hann var nú einnig há- skólakennari, og hin fagra eiginkona hans var stöðugt fyrirmynd sú, sem bljes honum í brjóst háfleygum hugmyndum, Richard bjó ásamt fjölskyldu sinni upp í sveit. Hann hafði keypt stórt óðalssetur, Brofors að nafni, og þar lifði hann hamingjusömu lífi. Pað var f nóvember. Eldur logaði glatt á arni, og fyrir framan hann sat Gerða Schneider að kveldi dags í salnum á Brofors, og sagði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.