Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 53
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
131
ferðamaðurinn rumdi skrítilega og horfði í
gauptiir sjer. Hann virtist íhuga eitthvað eitt
augnablik, svo stökk hann á fætur og hrópaði
nærri því hranalega:
»Bob! — Will! — Af stað, áfram, annars
komumst við ekki þangað fyr en tunglið
sýnir sig. Reynið að hypja ykkur, drengir! Ef
yður er það ekki ógeðfelt, herra, verðum við
samferða.«
Jeg stóð á fætur. Drengirnir settu dráttaról-
arnar um axlir sjer og gripu um vagnstöngina.
Við lölluðum á eftir í hægðum okkar. Eins
og samferðamaður minn hafði sagt, komum
við úr dalnum fram á víða völlu, grasivaxna
og rennsljetta Við fórum þvert yfir þá og vor-
um hálfnaðir, þegar drengirnir stönsuðu alt í
einu. Við nálguðumst smám saman, og þegar
við komum til þeirra, lá Bob á jörðinni, en
Will sat á vagnstönginni.
»Nú, nú, hvað á þetta að þýða, hvað er
að ykkur? Hvers vegna haldið þið ekki áfram?«
spurði faðirinn alvarlegur, en vingjarnlega.
»Af því við gátum ekki meira!« svaraði Bob
þurlega og hálf þrjóskulega, en bróðir hans
leit til hans sefandi augnaráði.
»Hó, hó, drengur minnf segir þú það? Á
fætur í snatri! Grípið stöngina, og af stað á
mínútunni!«
»Já,« svaraði Bob reiðilega, »þú getur djarft
úr flokki talað! Pú labbar í hægðum þínum
á eftir og lætur vesalings veikbygða drengi
þína draga alt hlassið. Fjandinn hafi þennan
vagn! Pú gætir líka gert bæði þjer og okkur
þetta Ijettara, ef þú keyptir hestskrifli eða
hunda, því þessi hundavinna er ekki hæf
mönnum — því siður börnum.«
»Svona ér það!« kallaði faðirinn og leit á
mig alvarlega, en alls ekki óvingjarnlega.
»Pessi piltur er Iifandi eftirmynd móður sinn-
ar! Hún vildi líka konia sínu fram, meðan
hún lifði — guð blessi hana í gröf sinni —
hann líkist henni bæði í orðum og æði, og
það vill honum til núna, annars færi illa fyrir
honum, Ert þú líka þreyttur, Will?«
»Nei — jeg hangi sennilega!« svaraði Will
hikandi og laut höfði í því hann roðnaði, og
mátti sjá á honum, að hann var engu síður
þreyttur en bróðir hans.
»Já, nú þegir hann,« hrópaði Bob, »en áð-
an sagði hann, að hann kæmist ekki lengra.*
»Drengirnir eru sannarlega þreyttir,* sagði
jeg til að stilla til friðar, »því jarðvegurinn er
hjer gljúpur og hjólin sökkva í.«
»Pað getur vel verið, að þjer hafið á rjettu
að standa, herra minn. Jeg. andmæli yður ekki.
Ef strákurinn hefði talað til mín eitt einasta
almennilegt orð, hefði jeg hjálpað honum fyrir
löngu, en hann er staður eins og húðarjálkur.
Stattu upp, Bob! fljótur. Will! jeg skal nú
hjálpa ykkar.« Drengirnir slóðu seint á fætur
og tóku á. Pabbi þeirra ýtti öðrum megin
á vagninn, en jeg hinum megin, og gekk nú
ferðin bæði fljótt og vel. Innan skams varð
vegurinn aftur harður og sljettur, vagninn rann
því nær sjálfkrafa, og hjálpar okkar þurfti ekki
Iengur við. Karlinn benti mjer, að jcg skyldi
dragast ögn aftur úr og sagði svo í lágum
hljóðum.
»Pjer megið ekki halda, að jeg heimti o?
mikið að drengjunum minum. Jeg vil síður en
svo, að þeir reyni of mikið á sig, en í þetta
sinn var það nauðsynlegt. Jeg hefi hugsað um
það, að tveir duglegir hundar væru betur falinir
til þessa verks en börnin, og jeg veit vel, að
þeim yrði skólaganga gagnjegri; en jeg hefi
ekki lengi haft þá hjá mjér, og þess vegna
gat jeg ekki íehgið. það af mjer, að skilja
strax við þá. Pað er svo erfitt að skiljast. En
þegar þeir eru hjá mjer, verða þeir að hafast
eitthvað að. Hann Bob þarna er annars alt of
svörull, og því varð jeg að herða að honum
í þetta sinn. Annars er þetta í fyrsta sinn, og
manni fellur ætíð illa að byrja á nýju verki.
Jeg keypti vagninn í gær, en bar áður varning
minn ætið á bakinu — jæja, nú vitið þjer
þetta.«
»Pað er rjett, að þjer ættuð að hlífa drengj-
unum, og láta þá læra eilthvað; mjer virðist
17*