Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 54

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 54
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þeir góðum gáfum gæddir, og það væri skaði, ef þeir væru látnir þroskast líkamiega á kostn- að andans.< >Jeg hefi það líka í huga, herra minn, og jeg hefi ákveðið, að þeir skuli fara í góðan skóla . . . jeg hefi mína eigiti hugmynd um það . . . en hvað kvöldið er fagurt! . . . og tunglið er þá að koma þarna upp . . , jeg held að í dag sje fult tungl.« Við stóðum kyrrir um stund og horfðum yfir landiö, sem í þessu kvöldskini var mjög fagurt. Víðáttumiklir, grænir vellir, sem í fjar- lægð takmörkuðust af laufguðum trjánum, líkt- ust mjög vatnsflöt í þessari óskýru birtu; yfir vellina hvolfdist alheiður, dimmbiár himininn og kom tunglið upp öðrum megin sjóndeild- arhringsins, en beint á móti dró meira og meira úr eldrauðum bjarma hinnar hnígandi sólar. Loftið var svalt og hressandi eftir hita dagsins. »Nemið staðar!« kallaði faðirinn til sona sinna. »Lausir! Setjist þið niður og horfið á hve máninn er fagur.* Við gengum hægt áfram, og náðum drengj- unum. »Herra!« hóf maðurinn máls aftur, þegar við vorum seslir í grasið og störðum á eldrauða kringluna, »þjer sögðust áðan ætla til St. James. Má jeg spyrja, hvað þjer ætlið að gera þangað? — Fyrirgefið að jeg spyr svo djarft, en jeg hugsa, að fyrst jeg hefi enga ástæðu til að dylja hvert erindi jeg hefi þang- að, þá sje sama að segja um aðra.« Hann sagði þetta svo blátt áfram og góðlátlega, að jeg gat ómögulega þykst við, þó forvitnin skini út úr manninum. Jeg svaraði því: »Jæja, fyrst þjer hrósið yður af einlægni yðar, þá byrjið og segið mjer, hvað þjer heitið, og hVert erindi þjer eigið þangað/ þá skal jeg jafnskjótt fylgja dæmi yðar.« »Jú, það er mjög einfalt og fljótsagt. Jeg er, eins og þjer sjáið, sem stendur farandsali og heiti Phillips. Petta eru báðir synir mínir, Bob og William, og það sem þjer sjáið þarna á vagninum er alt lausafje mitt. St. James er einn af þeim stöðum, sem jeg er vanur að gera verzlun, á, því jeg hefi sjerstakt leyfi til að koma þangað einstöku sinnum.« »Jeg skal verða eins stuttorður og þjer,« svaraði jeg; »jeg er læknir, og heiti G . . . Jeg ferðast að gamni mínu og mjer til fróð- leiks, og heimsæki vitfirringahæli hvar sem jeg finn þau, því jeg hefi það sem kallað er með- aumkvun með vesalingunum, sem tærast í þess- um hælum. St. James er eitthvert hið frægasta þeirrar tegundar, og jeg vænti þess því, að komast þar að nýjum fróðleik og gera lær- dómsrikar athuganir.« Jeg leit undrandi á mann- inn, sem jeg sagði þetta við, — hann glápti á mig með opnum munni, og augu hans störðu hálf undrandi og hálf ánægð á andlit mitt. Pegar jeg lauk máli mínu, rumdi í hon- um, í þetta skifti með sorgarhreim. »Er það nokkuð undarlegt? Pjer virðist furða yður?« »Furða mig, herra? Hví þá? Par sem vit- firringar eru, hljóta líka, guði sje Iof, læknar að vera, sem reyna að lækna þá; en það hlýtur að vera mjög erfitt, en þó jafnframt mjðg hugnæmt verk, hm!« »Jú, vissulega mjög hugðnæmt, en jafnframt mentandi.* »Og það er líka góðverk, að veita slíkum vesalingum vitið aftur.« »Já«, svaraði jeg, »en við skulum haldaáfram, annars komum við of seint.« Við lögðum strax af stað; en við höfðum skamt farið, þegar Phillips tók afturtil máls. >Að því er jeg best veit,« sagði hann, »er þar margt eftirtektaverðra sjúklinga. Jeg býst við, að þjer kynnist þar meðal annara vitfirringsins frá St. James.« Orð þessi, sem í sjálfu sjer voru blátt áfram, voru þannig sögð, að eitthvað virtist falið bak við þau. »Hver er vitfirringurinn frá St. James?« »Maður sem er brjálaður, herra minn, eins og svo margir aðrir þar í húsinu. Meira veit jeg ekki.« »En þjer uefnduð hann vitfirringinn frá St. James — hvers vegna?« »Það veit jeg heldur ekki; en i St. James hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.