Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 55
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
133
því nær allir auknefni eins og tíðkast um alt
England. Pað er nú einu sinni vani Breta.«
Jeg brosti að þessum orðum, sem hijómuðn
svo undarlega í munni þessa aiþýðumanns.
»Svo er að sjá, sem þjer hafið líka gert
yðar athuganir »þarna í St. James,« eins og
þjer segið sjálfur! Annars hlýtur að vera ein-
hver ástæða til, að hann sjerstaklega er nefnd-
ur viifirringurinn frá St. James, þar sem fult
er þar af vitfirringum?«
»Ójá, það munuð þjer sjá, er þjer kynnist
honum. Jeg fyrir mitt leyti hygg — ef jeg má
láta nokkra skoðun í ljósi — að hann sje
nefndur þetta, af því . . . af því hann . . .
vægast sagt er óvenjulega vel mentaður og oft
hygginn maður, sem að eins örsjaldan fær . .
. dálítil æðiskðst . . . og af því yfir honum
hvílir einhver leyndardómsfull hula; . . . en
nóg um það . . . ef þjer, þegar þjer sjáið hann,
skylduð kanske fá samhygð með honum —
og vel getúr svo farið — þá gæti það orðið
honum til góðs.«
»Hvernig gæti það orðið honum til góðs?«
»Tölum ekki um það . . . nóg er komið!
— Segið mjer heldur hvar þjer hafið lært
ensku; þjer talið hana vel, ágætlega, og þó
heyri jeg, að þjer eruð ekki Englendingur.«
»Pjer eruð það heldur ekki, kæri Phillips,*
mælti jeg brosandi. Hann gaut til mín horn-
auga, en brosti svo líka og svaraði: »Pjer hafið
gott eyra, . . . mjer datt ekki í hug, að þjer
yrðuð þess var, því sem Skoti tala jeg ensku
mjög hreint . . . já, jeg játa, að jeg er eiginlega
Skoti, eða rjettara sagt, að hálfu leyti, því
móðir mín var eins enslc og móðir drengjanna
þarna, en faðir minn,« bættihann við all hreyk-
inn, »var ósvikinn Skoti — og það hefðuð þjer
eiginlega strax átt að sjá á nefinu á mjer, eins
og sagt er!«
»Það hefi jeg einmitt gert, góðurinn minn,«
svaraði jeg og hló hjartanlega. »Pjer bafið ekki
skoskt andlit; en jeg skal vera eins ópinskár
og þjer: Jeg er Pjóðverji.«
»A,« hrópaði maðurinn, »þetta hjelt jegstraxl*
Og mjer til undrunar Ieit hann enn þá vin-
gjarntegar á mig en áður.
»Nú er svo sjaldgæft, að sjá Pjóðverja á
ferð í Englandi?«
»Nei, allsekki — en það gleður mig, herra,
það gleður mig mjög, og það mun gleðja hann
enn þá meira!* bætti hann við hálfhátt og
einkennilega blíðlega.
»Hvaða hann?«
»Nú, nú . . . verið þjer rólegir . . . með
því á jeg bara við það, að jeg hefi verið í
nokkur ár í Pýskalandi, og að jeg skil líka
talsvert í móðurmáll yðar . . . jeg var þar
með fyrverandi húsbónda mínum . . . já, herra,
jeg átti aðeins við það!«
»Pað gleður mig stórlega,« mælti jeg og
rjetti honum hendina, sem hann tók þjett í.
»Pjer vitið ekki hve vænt manni þykir um að
heyra móðurmál sitt í framandi Iandi; ef yður
því er sama, skulum við nú tala þýsku.«
»Já, gjarnan,« hrópaði farandsalinn Phillips
á þýsku, sem hann talaði reiprennandi, en þó
ekki hárrjett, og fjörugar samræður hófust á
móðurmáli mínu um Pýskaland. Samræðan var
rofin af Bob, sem kvartaói nú sáran undan
því að þeir bræður væru staðuppgefnir. »Ofur-
litla stund enn þá, drengur minn!« mælti fað-
irinn; »og ef þú þegir á meðan, skaltu fá hálf-
an skilding, eins áreiðanlega og hann væri þeg-
ar í vasa þínum.«
»Já, það er nú gott og blessað,* svaraði
Bob, »en jeg vildi helst fá hann strax;«
»Svo þú getir verið viss um, að fá verð-
launin, Bob!« sagði jeg, »þá færðu hjerna einn
skilding frá mjer, og Wil! litli, hjerna er annar
handa þjer.«
»Við þökkum, herra!« sögðu drengirnir báðir
í einu og Bob bætti við: »Jeg skal muna yður
það síðar.«
»Hvað er strákurinn að.’J slúðra?* hrópaði
faðirinn. »Kærið yður ekki um það, sem hann
segir; þetta er framhleypinn strákur og mesti
æringi!*
»Vertu hægur, Bob, og taktu nú á, við er-