Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 56

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 56
134 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. um rjett komnir,« hvíslaði Will. Við hjálpuð- um nú drengjunum með vagninn, því upp brekku var að fara. Eftir nokkrar mínútur vor- um við komnir upp á brekkubrúnina og kom- um þá á aðalþjóðveg, sem var mjög breið- ur og voru trje gróðursett fram með honum eins og í Þýskalandi. Tunglið var nú komið upp og varpaði skínandi birtu sinni yfir land- ið fram undan okkur. Á að giska skotlengt í burtu fjell tunglsljósið á óvenjulega langt hvít- málað hús, Pað lá í djúpu og breiðu gili og var að nokkru hulið stórum trjárunnum. Að því er best varð sjeð, vegna trjánna, voru allar þrjár hæðir hússins eins upplýstar, og gerði það húsið enn þá vingjarnlegra í hinu Ijóm- andi tunglsljósi. Fyrir framan húsið var allstór trjágarður, og sá jeg ekki betur en hvítmálaðir bekkir væru á víð og dreif milli trjánna. Alt í kringum garðinn var hár múrveggur, og stóðu smáhús eða turnar með jöfnu millibili rjett við vegginn, og skein dauft Ijós út um kringlótta gluggana. Utan við vegginn sást glitta í skurð fullann af vatni, og voru brýr yfir hann frá hverjum turni. Retta var því ekki ósvipað víð- áttumiklu , alveg víggirtu vígi. Jeg tók þó ekki eftir þessu öllu í einu, því athygli mín beindist öll að undarlegu framferði samferða- manna minna, einkum þess elsta. Varla vorum við komnir upp á hæðina, sem húsið sást af, þegar hann hrópaði með rödd, sem bæði var gleði, og sorgarblandin: »Ó! þarna er þá St. James gamla!« Um leið gaf hann sonum sínum bendingu, sem þeir skildu samstundis og hlýddu. Peir tóku allir ofan, horfðu til hússins og fóru með bæn í lágum hljóðum. Petta atvik var í kyrðinni, sem ríkti umhverfis okkur einkar hátíðlegt og hrærandi. Jeg stóð grafkyr við hlið þeirra og truflaði ekki. Þegar bæninni var lokið, og húfurnar voru aftur komnar á sinn stað, kross- lagði faðirinn hendurnar á brjósti sjer, studdi hökuna á hægri hendi og horfði með upp- gerðarlausri hrygð steinþegjandi á húsið, Þegar hann um stund hafði staðið þannig, lyfti hann höfðinu, djúpt andvarp leið frá hvelfdu brjósti hans, og hann mælti fyrir munni sjer, svo varla heyrðist: »Pá er jeg aftur kominn til hans — guð gefi, að það verði bráðum í síðasta sinn!« »Átt þú ættingja eða vin í húsi þessu, Pill- ips?« spurði jeg, um leið og jeg kom laust við handlegg hans. »Ættingja! Nei,« svaraði hann og hristi hryggur höfuðið, »en vin . . , vin . , . já, svo er víst . . . jeg er einn vinur hans hjer . . . Já, herra, jeg á vin þarna niður frá.« »Og er hann meðal þeirra sjúku eða heil- brigðu?« En þá heyrði jeg hið tvíræða hm, sem hann svaraði mjer með, þegar jeg vildi fá ákveðið svar. í þetta sinn bætti hann þó við, en hikandi og á báðum áttum: »Sá, sem jeg á við, er meðal hinna sjúku.« »Pá hafið þjer áðan beðið fyrir honum!« »Já, það gérði jeg, herra — en þó svo væri ekki, bið jeg ætíð til guðs, þegar jeg sje þetta hryggilega hæli, að hann haldi hendi sinni yfir viti mínu og minna, því . . , vissulega, herra, er engin ógæfa meiri, en að missa það. Og, drengir,« hrópaði hann alt í einu hátt, eins og hann vaknaði af draumi, »þrífið um stöngina og af stað! Pað verður flugljett suður brekkurnar.« Pað leið heldur ekki á löngu, uns við kom- um að einni trjebrúnni, sem lá yfir allbreiðan skurð, að hliði í múrinum, sem var lokað með sterku járnhliði, eins og inngangur í riddara- borg. »Pað er engu Iíkara, en við sjeum á leið- inni inn í vígi,« sagði jeg og benti á hliðið og skurðinn. »Bíðið ögn við, herra, bara örlítið, þá sjáið þjer annað og meira; fyrst koma tvær aðrar brýr og því næst tuttugu feta hái múrinn með spjótsoddum ofan á.« »Petta trausta vígi er alt öðruvísi, en jeg bjóst við,« svaraði jeg »það gerir ráð fyrir ótta, sem jeg skil alls ekki . . . « »Skiljið þjer það ekki, herra? Menn óttast að þeir strjúki. En síðan þessar brýr og múr- ar voru gerðir, siðan þessir eftirlitismenn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.