Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 65

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 65
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 143 Sidney!. . . Þarna kemur herra Sidney! Eða! þetta hefir Sidney sagt! og þetta hefir Sidney gert o. s. frv. o. s. frv.« »Já, nú, nú, það sannar, að hann bann að vinna tiltrú manna hér.« »Já, áreiðanlega, þjer megið bðlva yður upp á það, og það í mesta máta! Hann drotnar yfir öllum sjúklingunum, og ef þeir væru ekki vit- lausir áður, þá held jeg, að þeir yrðu það af ást til hans! Pegar einhver vill ekki gera það, sem hann á að gera, og hótanir eða bænir duga ekkert, þá þarf Sidney aðeins að láta sjá sig. Hvað er að? spyr hann; það er þetta eða hitt, herra Sidney! Gerðu þetta ekki, Tóm- as, segir hann, eða, gerðu það, Tómas, segir hann aðeins, og Tómas gerir það samstundis! Já, það getið þjer sjeð daglega með eigin aug- um.« »F*að sannar aftur, að hann hefir mikið vald yfir þeim, sem umgangast hann, á einn eða annan hátt.« »Já, alveg rjett, og það sannar líka, að hann hefir meira vald yfir þeim, en við ... fjandinn hafi hann.« »Þið verðið að reyna að breyta því!« »Breyta! jú, takk! Reyna að breyta því — þjer virðist vera maður, sem ekki er að humma við það . . . —« »Rólegir, starfsbróðir,« sagði jeg brosandi, »jeg játa fúslega, að mjer er vel við, að »humma« ekki; en segið mjer hver er hann eiginlega, og hvaða sinnisveiki gengur að honum? Það er ekki hægt að sjá það á honum, að hann sje nokkurn hlut veikur.* »Já, það er nú einmitt það . . . og þó er alt vitlaust, þegar hann byrjar!. . . Hver hann er? jú, jeg ætti að vila það sjálfur; en það dugar ekki. Okkar á milli; þá veit forstjórinn það ekki vei sjálfur; hann hefir aðeins fengið ákveðnar fyrirskipanir viðvíkjandi honum.« »Hve lengi hefir hann verið hjer?« »Fjögur ár.« »Fjögur ár!« hrópaði jeg undrandi, »og ekki heilbrigður enn þá!« »Það lagast, hann er á góðum batavegi, herra! Annars er hann undarlegur maður .... og sjúkdómurinn er mjög flókinn .... enginn dauðlegur botnar í því .... hann er sjúkur af tímabils reiðiköstum, nefnilega, og á rrrilli er hann alveg rólegur og óbrjálaður, og besti og friðsamasti maður, sem hugsast getur. i . « »En hvernig misti hann þá vitið? Hver var ástæðan?« »Hm, þjer spyrjið um mikið og viljið vita mikið . . . En hjer veit énginn það . .. og nú fær hann köstin miklu sjaldnar.« »En hafa þeir, sem fluttu hann hingað, ekki getað gefið neinar upplýsingar um upphaf veiki hans.« »Það er mjer ekki kunnugt, herra . . , þær eftirgrenslanir koma mjer ekki við . . . Að því er jeg best veit, veit enginn neitt um það. Hann sjálfan er ekki hægt að spyrja um það, því þá setur hann sig strax á háan hest.... Hann hlær bara að manni. . . . Jú, jeg fullvissa yður um, herra, að hann er margoft búinri að hlæja að okkur, beinlínis hæðast að okkur . . . Það er versta tegund geðveiki, á þennan hátt er ekki hægt að gera sjer nokkra von um bata,« »Hvernig hafið þið þá farið með hann, ef jeg mætti spyrja?* »Hm, hvernig ætti maður svo sem að fara öðruvísi með hann en aðra, sem eru óðir: Það verður að beita valdi!« »Hvað þá?« »Já, það er auðvitað . . . Þjer ættuð bara að sjá hann, þegar hann fær köstin! Þegar hann er qfmenuilegur ræður hann við sex, og þegar hann fær æði, getur hann gjarna haft tíu á samviskunni. Drottinn minn! Jeg gleymi aldrei þeim degi, þegar hatin kom hjer og við í fyrsta sinn höfðum þann heiður — o, vei! Jeg var einmitt viðstaddur með Lorenzen og nokkrum hraustum mönnum, þegar hann vakn- aði af þeim svefni, sem hann hafði fallið í. — Hvar er jeg? Hvað viljið þjer mjer, mínir herrar? Og þegar hann sá, að hann var bund- inn með ól yfir brjóstið, sleit hann hana á augabragði, herra, og það var spáný ól! og svo rjeðist hann á okkur! Jú, nú hófust hlaup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.