Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 69

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 69
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 147 það lá beint í orðum hans og svíp, að jeg hlyti að hafa heyrt talað um, að hann væri einn af vitfirringunum í St. James. ípjer eruð mjög nærgælnir að minnast mín síðan í gærkvöldi,« svaraði jeg, eins og jeg vildi losna við hann; »en ef það, sem þá var rætt um, er yður eins hugnæmt og mjer, þá vona jeg að geta enn heyrt álit yðar.« »Pjer hittið á heitustu ósk mína, herra minn,« svaraði hann og kinkaði kolli vingjarnlega; »jeg vona, að fólk hjer leyfi mjer að tengjast yður vináttuböndum af því þjer eruð ókunnugur, en bæði andi minn og hjarta þarfnast þess.« Orðin: »fólk hjer Ieyfi,« voru sögð með einkennilegri áherslu og dráttum kringum munn- inn, sem ekki voru langt frá að vera hæðnis- legir. »Jeg hefi heyrt, að þjer verðið hjer langan tfma?« spurði hann, og leit rannsakandi á mig með stórum, tindrandi augum. ’ »Pað er ætlun mín! Jeg hygg jeg verði hjer að minsta kosti í fjórar vikur.« Sidney kinkaði kolli; því næst leit hann niður fyrir sig og sagði hálfhátt, eins og við sjálfan sig: — »Fjórar vikur, það er sæmileg- ur tími!« »Já, að vísu,« svaraði jeg hátt, »enþó langt frá því nægur til þess að jeg komist að öllu því, sem jeg er hingað komninntil að vita.« Pessi orð, sem jeg sagði áherslulaust, virtist hafa gagnstæða áhrif á hann; hann leit aftur á mig með undrunarsvip, nærri steinhissa. »Til hvers eruð þjer komnir?« spurði hann hvat- lega. »Til þess að safna reynslu,« var svarmitt; »en einnig til þess að sýna hluttekningu, og, ef mögulegt er — vekja hluttekningu,* bætti jeg við, þegar jeg sá skugga bregða fyrir á enni hans. »Ha, hluttekningu!* svaraði hann brosandi. »Það er fagurt orð! — Mig hefir lengi langað til að kynnast lækni, sem hefði hluttekningu með — sjúklingunum.« »Hvað þá, hafið þjer ekki orðið hennnar aðnjótandi? Jeg hjelt þó, að Lorenzen yfirlæknir vildi þeim vel, sem eru undir hans hendi.« • Hann vill vel . . . já vissulega á sinn hátt, en hann er ekki laus við afglöp, sem síðar meir geta komið honum í koll.« Hann nam staðar og horfði spyrjandi á mig. Mjer datt nú í fyrsta sinn í hug að jeg talaði við mann, sem fjekk æðisköst, því hingað til höfðw orð hans og æði verið þannig, að jeg hafði stein- gleymt því að jeg talaði við »vitfirringinn frá St James«. En í orðum hans og ménningu þeirra lá svo áköf ástríða, sem ytri ró hans skýldi að vísu, en sem minti mig á það, sem Derby hafði sagt mjer um hann. En hann sneri máli sínu svo beint að mjer, að jeg komst ekki hjá því að færast undan. »Læknir verður að vera aðgætinn,* sagði jeg, »og um fram alla Lorenzen yfirlæknir; hann hefir erfiðri skyldu að gegna, og gegnir henni, held jeg, með alúð og ákafa. En hann er ekki óskeikull, fremur en aðrir, og því má aldrei gleyma að dæma aðra vægt, þegar alíkur maður er dæmdur.» »Þjer hafið rjett að mæla þannig; en á þessu augnabliki gerið þjer nokkuð, sem hann aldrei hefir gert, að minsta kosti ekki við mig — og út á það sét jeg.« »Og má jeg spyrja hvað það er?Hváð geri jeg?« »Pjer komið upp um hluttekningu, sem kem- ur frá hjartanu, og eruð nógu einlægur að tala við — hvi skyldi jeg ekki segja það? — vit- firring, eins og við mann, sem aldrei hefir vikið hársbreidd frá vegi heilbrigðar akyn- semi.« Jeg varð hálfgert í vandræðum — þetta var efni, sem jeg ógjarnan vildi hreyfa við. Jeg hneigði mig og svaraði hvatlega: »Hví skyldi jeg ekki hafa hluttekningu með yður og vera einlægur? Til þess hefi jeg þús- und ástæður.* »Púsund?« greip hann fram í fyrir mjer. »Já, og þar á meða! eina eða tvær, sem 19*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.