Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 70

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 70
148 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hafa það í för með sjer, að mjer þykir vænt ura nálægð yðar.« «Og hverjar gætu þær verið?« spurði hann ákafur. Jeg reyndi að skýla geðshræringn minni bak við uppgerðar rðsemi og kæruleysi, og veit ekki hvort mjer hepnaðist það, en svo mikið er víst, að jeg svaraði kuldalega, þó ekki óvingjarnlega, ^Rjer talið meðal annars þýsku svo hreint og óbjagað, að jeg hlýt að halda að þjer haf- ið lært málið á Þýskalandi.* »Ah, er yður alvara? Já þjer getið haft rjett fyrir yður — jeg hefi verið f Rýskalandi — en jeg hefi lika frá fæðingu haft þýskan fóstra,* bætti hann við með svo undarlega sorgblönd- um svip, að jeg dauðkendi í brjósti um hann aftur. »Hafið þjer verið í Rýskalandi?* endurtók jeg vingjarnlega; »mjer er það mjög kært — við skulum masa ögn saman um það.« Hann leit aftur á mig með eftirtekt og ránn- sakandi. Pað var auðsjeð, að jeg hafði gert hann hikandi með þessum skapskiftingum mín- um; þetta hrygði mig og jeg reyndi á allan hátt að draga úr áhrifunum. »Við skulum fara þessa leið,« sagði hann og leiddi mig með sjer, »ekki þessa þarna . . . hjer er rólegra . . . hvað viljið þjer vita hjá mjer?« »Jeg vil fyrst ná trausti yðar aftur, sem jeg hafði því nær mist,« svaraði jeg. Hann leit á mig og brosti. »Parna er það!« sagði hann og rjetti mjer hendina. »Það var sjálfum yður kenna, því þjer leidduð mig á ranga leið eitt augnablik . . . jeg held þó ekki, að jeg hafi misskilið yður.« »Og jeg yður ekki heldur.* Um leið og jeg sagði þetta, mætti jeg svo saklausu spyrjandi tilliti, jeg get vel sagt barnslegu þakklætistilliti, að samhygð mín með honum óx hraðfara. »Pjer hafið sem sje verið í Pýskalandi,« hóf jeg aftur til máls. »Já, herra minn, í þrjú ár, fegurstu ár æfi minnar. Jeg sagi jiau fagunrin, jiví j*g var ungur, sterkur og gæfumaður, og jeg þekti þá ekki skuggahlið heimsins.* »Haldið áfram,« mælti jeg, því jeg sá, að skugga bar fyrir á fögru andlitinu »Já, í þrjú ár! hve fögur voru þau þrjú ár ekki! Pvílík gæfa, ef jeg hefði alt af getað verið þar! en jeg varð því miður að yfirgefa það.« »Hvers vegna sneruð þjer til föðurlands yð- ar aftur, þegar dvölin í Pýskalandi var yður svo dýrmæt?* »Hm! Maður getur ekki alt gert að óskum sínum, jafnvel þó um mikið sjálfræði sje að ræða. Pað er eitt orð hjer í heimi, sem jeg hefi hatað eins ákaft og syndina, og það er — þvingun. Heimilisástæður neyddu mig til að yfirgefa Pýskaland. Pvílík hrygð, þegar jeg varð að snúa baki við öllum þeim stöðum, sem jeg elskaði svomjög! Pað var í fyrsta sinn, sem jgg fann að jeg var beislaður, og fyrsta þving- unin fyrir frjálsa sál er sama og siðasta andar- takið, og jeg — jeg þráði þó að vera frjáls. Jeg tala auðvitað um það frelsi, sem beygir sig með gleði undir siðgæðislögmál.« »En slíkt frelsi þekkist varla.« »Já, því miður! Það þróast ekki í heiminum, því illmenska mannanna hefir rekið það á flótta. Varla hafði jeg stigið fæti á land í Englandi — þá,« hann varp þungt öndinni, »en hvers vegna ætti jeg að vera að hryggja yður með því, að segja yður alt þetta, sem þjer getið þó ekki skilið ... « »Haldið þjer aðeins áfram. Pjer hryggið mig ekki, og jeg skil yður.« »Nú, jæja, fyrst þjer viljið vita það. Jeg var varla stiginn á land í Englandi, þegar jeg kynt- ist skuggahlið lífsins og eiturstroka frá henni eyðilagði gervalla framtíð mína á augabragði.« »Hvað segið þjer? Hvernig mátti það verða?« »Pjer spyrjið mig um það, og sjáið mig hjer — hjer! Rjett í því, að gæfa mín stóð sem hæst — jeg get ekki sagt yður meira — varð jeg . . . veikur . . . mjög veikur . . . og árang- urinn af þeim veikindum er . , . að þjer sjáið mig hjer.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.