Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 71

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 71
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 149 Pessi orð sagði hann á þann hátt, að jeg varð mjög hrærður. En jeg þagði og gekk þegjandi við hlið hans. Jeg þorði ekki að líta á hann, því jeg bjóst við að sjá andlit hans niðurbeygt og hryggilegt; en hve hissa varð jeg ekki, þegar jeg eftir alllanga þögn leit ótta- blandinn á hann og sá tindrandi augu hans stara því nær sigri hrósandi á mig. Það fór hroliur um mig, er mjer flaug í hug, að brjál- semi hlyti að hafa kallað fram þennan mun á orðum hans og svip'; en jeg sagði við mig, að brjálsemin hefði aldrei með þennan hreina, glaðlega, mjer liggur við að segja, gáfulega svip. En jeg vissi þó ekki, hverju jeg ætti eig- inlega að trúa um hann — hvort hann gerði sjer þetta upp, eða hvort vitfirringin lýsti úr svip hans. Jeg var í miklum vafa; jeg fann, að jeg sá ekki lengur skýrt, og i brjósti mjer hrærðist vís grunur eða tilfinning, sem jeg reyndi að bæla niður, af því að hugsunin, sem hún [vakti, var alt of agaleg. Jeg vildi ekki trúa því; nei! sagði jeg við sjálfan mig, bíddu rólegur; alt mun skýrast; en jeg ætlaði að hafa gát á honum með öllum sálarkröftum mínum; jeg ætlaði að njósna um hann eins og njósnari, því annaðhvort er sál þessi töpuð að eilífu, eða — eða hún var hrein og tær eins og ei- lífur blámi himinsins, sem aðeins sortnar eða skyggist af þokunum, sem umlykja jörðina. En jeg fann, að samtal okkar var komið á braut, sem það ekki mátti fara lengra út á. Skyldu- tilfinning min bauð mjer að hætta. Jeg hafði heyrt nóg þann daginn; dagur kom eftir þenn- an, og jeg þurfti að hugsa mig vel um, til þess að fá samhljóm í alt það, sem læknarnir höfðu sagt mjer, og það, sem jeg sjálfur hugs- aði, áður en jeg ákvæði, hvaða meðal hjer skyldi nota. En til þess að segja eitthvað bætti jeg við: »Jeg hefi áður haft tækifæri til þess að furða. migávaldi því, sem þjer hafið yfir . . . yfir...« Jeg þagnaði, því mjer var ómögulegt að segja orð, sem ef til vill gat sært hann vegna sálarástands hans, en mjer til undrunar lauk hann sjálfur við setninguna og sagði: »Pjer eigið við valdið, sem jeg hefi yfir vit- firringunum. Æ, já, það er þó ekki eins erfitt, og þjer haldið. Við höfum vald yfir viltustu dýrum, sem aflið eitt ræður, hvernig haga sjer með minna afli voru, vilja og viti, hví skyld- um við þá ekki geta ráðið við menn, sem eru vort eigið kjöt og b!óð?« Jeg hefði gjarna viljað skjóta því hjer inn, að menn, sem ræntir hafa verið guðsneista þeim, sem skilur þá frá dýrunum, eru erfiðari viðfangs, þar sem illar ástríður og vondur vilji bætast ofan á; en jeg þorði það ekki, af því jeg veit, að maður getur aldrei verið nógu varkár gagn- vart hálf- eða albrjáluðum mönnum. Vafalaust hefir hann fundið, hvað gerði mig hikandi, því hann bætti strax við alvarlega, en blíðlega: »Pjer getið má ske sagt að dómgreind þess- ara manna sje biluð og vitið skert; en Ieyfið mjer að segja yður — þó þjer sjeuð læknir og hljótið að hafa hugsað meira um það en jeg — að allir þessir ógæfumenn, kann ske með undantekningum, hafa enn þá í sjer neista af því guðdómlega ljósi, og eru því enn dýr- unum æðri. Gerið það því fyrir mig — fyrst þjer beitið allri athygli yðar til að hjálpa ó- gæfumönnunum og gegnið þeirri göfugustu köllun, sem manninum getur hlotnast á jörðu hjer — gerið það þá fyrir mig, að leita þessa guðdómslega neista, jafnvel þótt hann sje ekki stærri en sandkorn, og gerið það af öllum á- kafa yðar og inætti. Ef þjer svo finnið hann, ó, þá grátbið jeg yður, tendrið hann með hug- rekki yðar öllu og þolinmæði — blásið í hann og þjer munuð sjá, hvernig hann mun magn- ast, og hvernig loginn mun sigra myrkrið, sem álitið var ósigrandi.* Jeg fullvissaði hann um, að það væri ekki aðeins ætlun mín, heldur ákveðinn vilji minn og ákvörðun, eins og allra dugandi lækna þá i svipinn; en hann ljet mig varla tala út, því hann var sýnilega orðinn heitur, ef til vill var það siðgæðisleg nauðsyn fyrir hann að Ijetta af hjarta sínu og tala méira: »Hversu ljett er ekki að ná valdi yfir öðrum! — Ekki með böndum eða köldum böðum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.