Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 72

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 72
150 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. glóandi járni, heldur með ástúð, skilningi og þolinmæði! Áður en svo langt er komið, þarf raunar að klifa bærra fjall: og það er að ná valdi yfir sjer sjálfum. Trúið rnjer,* hjelt hann áfram, og augu hans Ijómuðu og fagur roði Ijek um kinnar hans, »svo hefir verið ástatt fyrir mjer ura æfina, að veikara eðli hefði hrunið til grunna; en jeg barðist við sjálfan mig og þrátt fyrir allan sársauka — því það er enginn hægðarleikur, að yfirbuga alt hið veika, jarðneska og hverfula — þrátt fyrir allan sárs- auka, sigraði jeg að lokum.« Hann þagnaði og horfði frjálslega í andlit mjer. Jeg gat ekki litið af honum, og jafn- framt sló hjarta mitt svo ótt, að svo var sem það mundi springa. Aftur varð þögn, meðan jeg leitaði að orðum, en jeg fann engin. Ein einasta hugsun gagntók mig, og hún var: Pessi maður á að vera brjálaður, óður? Er þetta vit- firring, æði? Jeg ætlaði þegar að svara spurn- ingu þessari, en mjer var haldið aftur; jeg var læknir — og því miður — sem læknir hlaut jeg að efast um það, sem jeg sem maður von- aði, óskaði og trúði. Um leið kvað við hring- ing klukkunnar, sem kvaddi fólk til miðdegis- verðar — hann virtist ekki heyra til hennar, því hann gekk þögull við hlið mjer með hendur á baki og í þungum þönkum; eldurinn í augum hans var sloknaður og roðinn horfinn úr kinn- unum. Til þess að rjúfa hina leiðu þögn, og leiða hann aftur til veruleikans, spurði jeg al- veg að ástæðulausu, en aðeins til að segja eitthvað: íRjer sögðuð áðan, að jeg yrði hjer Iengi — hvernig vitið þjer það?« Hann leit á mig rólegur, eins rólegur og hann hefði ekki verið vitund æstur, og sagði því næst og brosti glaðlega: »Já, hver hefir sagt mjer það? Kann ske læknarnir, sém vilja mjer svo vel og gjarna vilja unna mjer afþreyingar, sem mig lengi hefir vantað? eða má .ske sjálfur forstjórinn? Nei, nei, það hafa þeir ekki gert! En, jeg hefi enga ástæðu til að ieyna yður þess: mjer hefir sagt það raaður, sem þjer urðuð i gær samferða, blátt áfram, en góður og gegn maður, maður, sem jeg þekki — og sem þekkir mig.« »Má jeg vona,* spurði jeg gripinn af augna- bliks tilfinningu, um leið og jeg rjelti honum hendina innilega, »að mjer auðnist einnig að þekkja yður?« »Vissulega ska! jeg ekkert hafa á móti því,« svaraði hann. »í augum yðar Ijómar sál, sem mig lengi hefir vantað, og frá hjarta yðar koma orð, sem jeg ekki hefi heyrt í fjögur ár. Sann- arlega skuluð þjer kynnast mjer; mjer finstjeg .þekkja yður strax. En . . . nú er hringtiann- að sinn, og við verðum að skilja. Borðið þjer einir?« »Nei, forstjórinn hefir beðið mig að borða hjá sjer.« »Jæja, farið þá? Ef þjer hafið hálfa stund lausa eftir mat, þá heimsækið mig í herbergi mínu. Eg bý -í vinstri álmunni, tvo stiga upp, þriðju dyr til vinstri handar; — yður mun lík- Iega ekki meinað, fyrst þjer eruð læknir, að líta inn til »vitfirringsins frá St. James«. Hann þrýsti hönd mína. Aftur var háð í orðum hans og á vörum hans var háðsglott, er hann nefndi sig »vitfirringinn frá St. James«- Hann var horfinn bak við trjen, og jeg stóð kyr og horfði á eftir honum. Jeg veit ekki hvað jeg hugsaði, en jeg mundi fyrst hvar jeg var, þegar geggj- aði pilturinn, sém um morguninn hafði fært mjer matinn, kipti í frakkalaf mitt og hvíslaði: »Herra, húsbændurnir bíða yðar.« Fjórði kafli. Æfin í St. James. Jeg gekk inn í borðstofu forstjórans, en jsg var ekki í góðu skapi til þess að taka til snæð- ings; jeg lagði ' ó haft á mig og reyndi sem best jeg gat til þess að vera í sama skapi og hinir borðgestirnir, sem voru meðal annars for- stjórinn, báðir læknarnir og nokkrir embættis- menn. Prestinum hafði skyndilega orðið ilt og gat því ekki komið, en mjer fjell það mjög illa, því jeg skemti mjer vel að heyra til han?.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.