Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 80

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 80
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. í húsinu. En það er líklega liðið fyrir lðngu.' Nei, það hefði nú ekki lifað hvort sem var. F*að hefir víst kafnað strax; það svaf í stúlkna-her- berginu og þar var það, sem eldurinn kom upp.« »Já, það vaxa engin börn upp í þessu húsi,« sagði gömul kona, er stóð þar hjá Eldurinn var nú kominn í þakið og út um gluggana lagði logana og reykinn, rúðurnar voru sprungnar fyrir löngu. Aðeins anddyrinu virtist ennþá vera hlíft við eldinum. Hanna tók nú skjóta ákvörðun. Hún vafði að sjer fötunum og hljóp, til skelfingar þeim, er sáu, inn í hið brennandi hús. Logarnir teygðu sig í móti henni, er hún opnaði dyrnar til vinstri. En í stofunni til hægri, gamalmennastofunni, þar sem hún hafði búist brúðkaupsklæðunum, var eldurinn ekki kominn i algieyming. Rar hitti hún mann sinn. Hann var að taka skjöl út úr veggskápunum. »Barnið!« hrópaði hún óttaslegin. aPað er vonandi hjá stúlkunum?« Hann gat varla komið upp orðunum fyrir felmtri. Hún hristi höfuðið. Með angistarópi æddi Morten út úr stofunni og inn í rúmklefa, sem var þar rétt hjá og var noíaður sem svefnherbergi. »BöIvunin,« stundi hann, »bölv- unin.« Hann stökk yfir rúmin í klefanum og að litlum glugga, sem var á vegguum milli klefans og stúlknaherbergisins. í gegnum þann glugga var vanalega kallað til stúlknanna, þeg- ar þær sváfu of lengi. Með styrkum höndum mölbraut hann rúðurnar og reif burtu glugga- grindina. Svo reyndi hann að troða sér inn f herbergið, þar sem barnið lá í vöggu sinni og grjet. En það var ómögulegt fyrir svo stóran og gildvaxinn mann að troða sér í gegnum svo lítið op. Hanna dró hann til baka. Svo smaug hun fljótt í gegnum opið, sem var svo mjótt, að hennar granni líkami aðeins slapp í gegn. Sveigurinn féll af höfði hennar, en hún gætti ekki að því. Hún mintist þeirra orða, er hún hafði mælt fyrir vígsluna. »Kona hefir böivað þessu húsi, — kona verður að snúa því til blessunar.« Hún greip barnið upp úr vöggunni og rétti manni sínum. En hvernig átti hún að komast upp í gluggann aftur, þar sem stúlknaherbergið lá talsvert lægra er rúm- klefinn? Þar sem hún var nú brann þakið yfir höfði hennar og andrúmsloftið var næstum óþolandi vegna hita og reykjarsvælu. Hún ýtti vöggunni í snatri yfir undir gluggann og steig upp í hana. Maður hennar hafði lagt barnið í rúraið á bak við sig og rétti henni nú báðar hendurnar. Hálfgert dregin af honum komst hún loksins með jifin klæðin inn í klefann aftur. Hún tók barnið og þau reyndu að kom- ast til útidyranna. En er þau komu í anddyrið heyrðu þau brak og dunur að baki sér og um leið há skelfingaróp úti. Afturhluti hússins var hruninn til grunna og brakið í bjálkunum uppi yfir þeim og til hliðar bentu þeim á það, hve hver sekúndan væri dýrmæt. Fæturnir sviku Hönnu, henni sorínaði fyrir augum og hún varð að grípa hönd manns síns til að falla ekki. Með því afli, sem aðeins örvænting- in og ástin geta gefið, greip Morten konu og barn og bar þau út úr brennandi byggingunni. Úti undir gamla linditrjenu setti hann þau frá sér, einmitt þar sem dóttir hirðisins hafði bölvað húsi.nu, og tók hljóður og hægur á móti hamingjuóskunum, sem á honum dundu. Þegar Hanna var búin að ná sér eftir mestu hræðsluna og barnið orðið ögn rólegra sagði hún: »Þú skalt ekki vera að harma bæinn, Morten. Lofaðu því að brenna, sem ekki er hægt að bjarga. Nú byrja nýir og betri tímar. Bölvuninni er afljett. »í þessu húsi skal ekkert barn vaxa upp,« sagði hin óhamingjusama. Nú er húsið hjer ekki lengur. Við skulum byggja nýtt og f það mun guðs blessun vissulega ekki vanta.« Brosandi gegnum tárin rjetti hún honum barnið, sem með ástaratlotum þrýsti sér upp að föðurnum. í sama bili hrundi framhluti hússins og log- arnir teygðu sig hvæsandi móti himninum. Húsið hans Mortens Ram var ekki lengur til.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.