Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 11

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 9 árið 1978, þann sem nú er í gildi. Skiptir það raunar ekki máli, hvort heitið er nefnt berum orðum, vegna þess að samkvæmt lögum Læknafélags Islands eru Alþjóðasiðareglur lækna lagðar til grundvallar þeim Codex Ethicus, sem það setur meðlimum sínum og Alþjóðasiðareglur lækna eru aftur byggðar á Genfarheitinu. ALÞJÓÐASIÐAREGLUR LÆKNA Þessar reglur (The Intemational Code of Medical Ethics) (6) voru samþykktar á þriðja allsherjarþinginu í London 1949. Þeim var breytt á tuttugasta og öðru þinginu í Sidney 1968 og á þrítugasta og fimmta þinginu í Feneyjum 1983: Almennar skyldur lœkna * Lækni ber ávallt að sýna af sér hina ákjósanlegustu faglegu heðgun. * Læknir á ekki að leyfa hagnaðarhvöt að hafa áhrif á frjálsa og óháða beitingu fagmannlegs álits í þágu sjúklings. * Lækni ber, í öllu læknisstarfi, að helga sig því að veita kunnáttusamlega læknisþjónustu, öðmm óháður að því er varðar tækni og siðferði, af samúð og með virðingu fyrir mannlegri reisn. * Lækni ber að koma heiðarlega fram við sjúklinga og starfsbræður, honum ber að leggja sig fram um það, að fletta ofan af læknum þeim sem áfátt er í skapgerð eða fæmi eða viðhafa svik og blekkingar. * Eftirfarandi breytni telst siðfræðilega röng: a) eigin auglýsingar læknis, nema að leyfðar séu í landslögum og siðareglum læknafélags viðkomandi lands. b) Greiðsla eða móttaka hverrar þeirrar þóknunar eða annarrar umbunar, sem eingöngu er ætlað að tryggja tilvísun sjúklings eða kemur fyrir ávísun lyfja eða er fyrir að vísa sjúklingi á tilteknar upplýsingar. * Lækni ber að virða rétt sjúklinga, starfsbræðra og annarra heilbrigðisstarfsmanna og honum ber að vemda trúnaðarmál sjúklinga. * Lækni ber, þegar hann veitir læknisþjónustu, sem gæti haft þau áhrif að veikja líkamlegt og andlegt ástand sjúklings, að taka einungis mið af hagsmunum sjúklings. * Lækni ber að gæta ítrastu varfæmi, þegar hann greinir frá uppgötvunum eða nýrri tækni eða meðferð á öðmm vettvangi en fyrir starfsbræður. * Lækni ber að staðfesta það eitt, sem hann hefir sjálfur sannprófað. Skyldur lœkna við þá sem sjúkir eru * Lækni ber ávallt að hafa í huga þá skyldu að viðhalda mannlegu lífi. * Lækni ber að sýna sjúklingum sínum fullkomna hollustu og láta þeim í té öll úrræði vísinda sinna. Sé rannsókn eða meðferð eigi á færi læknisins ber honum ávallt að kalla til lækni, sem hefir til að bera nauðsynlega fæmi. * Lækni ber að viðhalda algerri leynd um allt það, sem hann veit um sjúkling sinn, jafnvel eftir að sjúklingur er látinn. * Lækni ber af mannúðarástæðum að veita neyðarhjálp, nema að hann sé þess fullviss, að aðrir séu fúsir og færir um, að veita slflca meðferð. Skyldur lœkna hvers við annan * Lækni ber að breyta við stéttarbræður sína á þann hátt, sem hann óskaði eftir að þeir breyttu við hann. * Lækni ber að hafa í heiðri frumreglur Genfarheitisins, sem Alþjóðafélag lækna hefir samþykkt. Á þessu stigi nægir að vitna til Codex Ethicus, sem birtur var í Handbók lækna 1983 og í Handbók um siðamál lækna 1987 (7). ALMENNAR SIÐAREGLUR OG SÉRHÆFÐAR Þær siðareglur lækna, sem hér fóm á undan og aðrar, sem fylgja á eftir síðar, tilgreina forskriftarstaðla í læknisstarfi og í læknisfræðirannsóknum. Hér þarf að hafa í huga, að auk sérhæfðra siðareglna sem ætlað er að stýra gerðum starfsstétta, virka í hverju samfélagi siðareglur, sem gilda um alla menn jafnt. Almennar siðareglur af þessu tagi geyma siðferðilegar gmnnreglur og gmnnmeginreglur. Verður gerð

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.