Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 13

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 11 kasta rýrð á þekkingu eða störf stéttarbróður.» (7) Sá munur, sem hér er á framsetningu, endurspeglar að sjálfsögðu hvað lá að baki: Fyrstu reglumar (13) vom settar í þeim tilgangi, að efla gott samkomulag og bróðurlega samvinnu meðal lækna, en þær nýjustu em ætlaðar læknum til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfi (7). Siðareglum starfsstétta er ætlað að efla trúnað og tiltrú í faglegum tengslum, í því skyni að hvetja til starfsemi, sem rækt er til þess að ná félagslega mikilvægum markmiðum, eins og til dæmis góðri umönnun sjúkra. Ekki er vafi á því, að sumar siðareglur einfalda um of siðferðilegar kröfur eða þeim er ætlað að gera kröfur til meiri fullkomleika og valds, en raunvemlega felst í þeim. Það getur leitt til þess, að þeir aðilar, sem undir reglumar gangast, fái það á tilfinninguna, að allt það sem siðferðilega er krafizt hafi verið gert, ef siðareglunum hefir verið fylgt. Þeim gleymist þá, að siðareglur ber að skilja sem lágmarkskröfur. Það er þó mun alvarlegri spuming, hvort læknisfræðilegar siðareglur láti í ljós allar þær reglur og meginreglur, sem máli skipta og minnt skal á það, að ekki er allt leyfilegt, sem ekki er bannað. Flestar siðareglur lækna fjalla mjög vel um það sem felst í meginreglum, svo sem um óskaðsemiskyldu og velgerðarskyldu og um ýmsar reglur, svo sem þær sem lúta að trúnaðarsambandi læknis og sjúklings. Um ýmis önnur atriði, svo sem sannsögli, sjálfsforræði og réttlæti eru reglumar oft sagnafærri. Þessi þrjú atriði em hins vegar kapprædd um allan heim og verður því reynt á síðari stigum að gera grein fyrir ýmsum atriðum þeim tengdum. Siðareglur lækna þurfa að vera óháðar þeim stöðlum, sem settir em af öðmm aðilum, svo sem stjómvöldum. Ekki verður þó hjá því komizt að víkja að tengslum ríkis og læknastéttar, að því er varðar að setja staðla og að stjóma hegðun. Sagt hefir verið að opinber stefna sé það sem stjómvöld ákveði á hverjum tíma að gera eða gera ekki. Opinber stefna birtist meðal annars í a) reglum (þetta eða hitt er bannað eða leyft eða fyrirskipað), b) veitingu fjár og dreifingu þess til félagslegra hagsbóta (vömr og þjónusta) og c) útdeilingu félagslegra byrða til þegnanna (skattar og önnur gjöld). í opinbem stefnunni em þættimir að miklu leyti lagalegir og stjómmálalegir, en læknar mega ekki missa sjónar á siðferðilegum þáttum þessara mála. Siðferðilegir staðlar em einnig háðir áhrifum af alþjóðavettvangi (t.d. skilgreining mannréttinda) og af fjölþjóðlegum stöðlum (t.d. skilgreiningu Evrópuráðsins á réttindum sjúkra og þeirra sem deyjandi em) og verða því gerð nánari skil síðar. TILVITNANIR 1. Haring B. Medical Ethics. Slough: St. Paul Publications 1982, s. 24. 2. Sama rit s. 25. 3. Steffensen V. Hippokrates, faðir læknislistarinnar, saga hans og Hippokratisku læknislistarinnar ásamt þýðingum á víð og dreif úr verkum hans. Reykjavík: Bókaútgáfan Norðri 1945. 4. Læknablaðið 1987; 73: 4. 5. Læknablaðið 1987; 73: 21. 6. Læknablaðið 1987; 73: 22. 7. Læknablaðið 1987; 73: 16-20. 8. The Handbook of Medical Ethics. London: British Medical Association 1984. 9. American Medical Association: Code of Medical Ethics. Updatet in 1980. 10. American Medical Association. Principles of Medical Ethics. Adopted in 1980. 11. Ensk-íslensk orðabók með alþjóðlegu ívafi. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar ásamt fleirum. Reykjavík: Öm og Örlygur 1984, s. 815. 12. Parsons T. Essays in Sociological Theory, revised edition. Glenwood, 111.: The Free Press 1954, s. 372. Tilvitnun í: Beauchamp TL, Childress JF. Principles of Biomedical Ethics. Second edition. New York, Oxford: Oxford University Press 1983, s. 10. 13. Læknablaðið 1987; 73: 5-8. 14. Læknablaðið 1987; 73: 8-10. 15. Læknablaðið 1987; 73: 10-13.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.