Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 23

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 21 skyldubundna eða siðferðilega nauðsynlega, er það að hún leiðir meira gott af sér en aðrar athafnir, sem völ er á. Athöfn er rétt að því marki, sem hún kemur eins miklu góðu til leiðar og kostur er. Skyldusiðfrœðikenningar viðurkenna alls ekki þessa nálgun, þar sem sumar athafnir, sem leiða gott af sér, geta allt um það verið siðferðilega rangar, þær eru siðlausar. Fyrir þeim, sem aðhyllist skyldusiðfræði, skilja gildi, eins og réttlæti og mannréttindi, milli réttrar og rangrar hegðunar. Talsmenn beggja gerða siðfræðikenninga eru sammála um það, að verkefni þeirra sé að veita okkur leiðbeiningar að góðu lífi eða jafnvel að bezta lífi sem völ er á og þeir eru einnig sammála um það, að þetta lánist þá því aðeins, að fundin verði svör við tveim grunnspumingum siðfræðinnar: «Hvað er gott?» og «Hvað ber að gera?» Hér skilja hins vegar leiðir með markhyggju- og skyldusiðfræðikenningum. Verður rætt nánar um þessar kenningar í tveimur næstu köflum. TILVITNANIR 1. Beauchamp TL, Childress JF. Principles of Biomedical Ethics. Second edition. New York, Oxford: Oxford University Press 1983, s. 19. 2. Sama rit, s. 15. 3. Sama rit, s. 12-13. 4. Landesman C. Philosophy. An Introduction to the Central Issues. New York, N.Y.: Holt, Rhinehart, Winston 1985, s. 23-30.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.