Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 23-25 23 Örn Bjarnason Siöamál lækna 5 MARKHYGGJUSIÐFRÆÐI A teleogical theory is one that asserts that an action is right or wrong, in so far as it produces good or bad consequences (1). Markhyggjusiðfræði er þýðing á enska heitinu teleological ethics. Telos er komið úr grísku og merkir endir, en einnig markmið. Heitið er nú á dögum aðallega notað til þess að vísa til hóps siðfræðikenninga, sem taldar eru hafa ákveðin sérkenni sameiginlega og vegna þeirra sérkenna, séu þær í veigamiklum atriðum frábrugðnar öðrum hópi kenninga, sem flokkaðar eru undir skyldusiðfræði. Þessi tvígreining hefir verið við lýði frá árinu 1930 (2). Rifjum upp grunnspumingar siðfræðinnar: «Hvað er gott?» og «Hvað ber að gera?» Talsmenn markhyggjunnar telja, að spuminguna um hið góða verði að bera upp á undan hinni um hvað beri að gera, en þeir reyna sömuleiðis að ganga úr skugga um það, hver sé bezta leiðin til þess að öðlast hið góða. Þá greinir síðan innbyrðis á um þrjú vandamál: A. Nákvæmlega hvað er hið góða? B. í hvers þágu á hið góða að vera? C. Nákvæmlega hvers konar leiðbeiningar getur siðfræðikenning veitt einstaklingi við íhugun hans um það, hvað gera skuli? A. HVAÐ ER HIÐ GÓÐA? Markhyggjusiðfræðingar gefa ýmiskonar svör við þessari frumspumingu. Þar er hægt að greina á milli einhyggjusvara, þar sem fullyrt er, að gæðin séu stök, svo sem hamingja, ánægja, fullnægja löngunar, sjálfsþroski eða fullkomnun og fjölhyggjusvara, sem fela í sér þessi eða öll gæði einhyggjusinna og önnur að auki, svo sem þekkingu, vináttu, sjálfsvirðingu, frelsi, heilbrigði og svo framvegis. Þau svör segja, að lífið sé þeim mun betra, þeim mun meira sem í því felist af þessum gæðum eða ef þau eru þar í réttum hlutföllum. Hér þarf að hafa í huga, að þessi gœði nefnast einnig gildi og að þau em af sjálfum sér ekki siðferðileg. Með öðrum orðum sagt: a) Kenningin byggir á því, að réttar athafnir ákvarðist af gildum, sem til verða vegna þessara sömu athafna og b) gildin sjálf, svo sem ánægja og heilbrigði eru ekki siðferðileg. Þá er hægt að greina á milli hlutlœgra svara, þar sem fullyrt er, að gæðin séu þau sömu fyrir alla, þannig að þeir sem leita annarra gæða fari villur vegar og huglœgra svara, sem ganga út frá því, að skilningur tveggja manna á því, hvað sé gott líf fyrir þá, geti verið mismunandi, án þess að hvorugum skjátlist. Einnig verður greint á milli þeirra svara, sem túlka hið góða sem ómœlanlegt, svo sem sáluhjálp, því annaðhvort er sál þín hólpin eða glötuð að fullu og þeirra, sem gera gœðin mcelanleg. I sumum þessum síðamefndu svara, til dæmis þegar gæðin er skynjuð sem ánægja, hamingja eða vald, hefir hið góða ekki óskoruð mörk. í öðrum tilvikum, þegar hið góða er skynjað sem sjálfsþroski, á það sér takmörk, sem hægt er að nálgast og jafnvel að ná, því samkvæmt skilgreiningu er til dæmis ekki hægt að fara fram úr fullum þroska. Að síðustu má greina í markhyggjusiðfræði svör við spumingunni: Hvað er gott? sem em með tvennu móti að því er varðar hoif í tíma:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.