Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 27

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 25 C. SIÐFRÆÐILEGAR ATHAFNALEIÐBEININGAR MARKHYGGJUKENNINGA Þriðja spumingin laut að því, hvaða leiðbeiningar siðfrceðikenningarnar geti veitt manni um það, hvað gera skuli og verður hér tekið dæmi af nytjahyggju (2). Innan nytsemistefnunnar greinir á athafnanytsemistefnu og reglunytsemistefnu. Þeir sem aðhyllast þá fyrmefndu velta fyrir sér afleiðingum hverrar einstakrar athafnar, en þeir sem fylgja þeirri síðamefndu huga að afleiðingum þess, að fara almennt eftir reglum. Fylgjandi athafnanytsemistefnunnar spyr: «Hvaða góðar og illar afleiðingar hljótast af þessari athöfn við þessar aðstæður?», en hann spyr ekki: «Hvaða góðar eða illar afleiðingar hljótast almennt af þess háttar athöfn við þessi skilyrði?» Hann lítur hugsanlega á reglur eins og þá, að «þú ættir að segja sannleikann», sem gagnlega þumalreglu, við það að leiðbeina um mannleg samskipti, en ekki sem forskrift. Fyrir þessa nytsemisinna er spurningin þessi: «Hvað ætti ég að gera núna?», en ekki: «Hvað hefir almennt reynzt vel áður?». Athafnanytsemisinnar taka þessa afstöðu, vegna þess að þeir telja, að haldi þeir almenna reglu, svo sem um sannsögli, geti stundum svo farið, að það sé ekki til góðs. Þeir geta bent á, að læknar segja sjúklingum ekki alltaf sannleikann, að þeir leyna stundum upplýsingum og eiga jafnvel til að bregða fyrir sig skreytni. Reglunytsemisinnar halda því hins vegar fram, að réttmæti athafnar ráðist af því, hvemig hún samræmist öllum skyldubundnum samfélagsreglum, sem standast nytsemiprófun. Þá greinir hins vegar innbyrðis á um það, hvemig túlka beri reglumar, hversu víðtækar þær eru og til hverra þær ná (2). GAGNRÝNI Á MARKHYGGJUKENNINGAR Meðal þeirra andmæla, sem borin hafa verið fram gegn markhyggjukenningum, eru ein, sem eiga skilið athygli okkar og þau eru, að í kenningunni felist að tilgangurinn helgi meðalið. Erfitt hefir reynzt að móta þessi andmæli skýlaust, en í þeim má greina að minnsta kosti tvennar ásakanir: a) Önnur ásökunin er sú, að með því að setja upp eitt markmið sem hið góða, verður það öðrum kröfum á okkur yfirsterkara: Með því að skilgreina hið rétta, sem hvaðeina það sem getur komið hinu góða til leiðar, ýti markhyggjusiðfræðin undir það, að við lokum augunum fyrir réttindum þeirra, sem kunna að standa í vegi fyrir því, að markmiðinu verði náð. Megininntak markhyggjunnar er efling ánægju og hamingju og að koma á jafnvægi sem mestrar ánægju og hamingju, jafnframt því að halda burtu óhamingju og sársauka. Hins vegar getur þetta þýtt, að óvirða verði rétt og vanrækja þurfi þarfir sumra einstakliilga í samfélaginu. b) Hin ásökunin á hendur markhyggjukenningum er sú, að þær snúist til fylgis við verkanahyggju, meginregluna um það, að afleiðingamar ákvarði einar sér réttmæti athafnarinnar. Þetta felur í sér neitun á því, að nokkrar aðrar athafnir en þær, sem leiða til ákjósanlegustu skilyrða til þess að ná tilteknum árangri, geti eðlislægt verið réttar og þó sérstaklega afneitun á algildishyggju, sem gerir ráð fyrir, að sumar athafnir séu rangar, hverjar svo sem afleiðingar þeirra eru. Hér þarf að skilja á milli veikara viðhorfs, þess að afleiðingar tiltekinnar athafnar séu aldrei óviðkomandi réttmæti hennar og öflugra viðhorfs, þess að sumar gerðir athafna séu algerlega rangar og þar með eru þær óréttmætar, hverjar svo sem afleiðingamar eru (2). Víkjum þá næst að andstæðunni, sem nefnd var í byrjun kaflans. TILVITNANIR 1. Norman R. The Moral Philosophers. An Introduction to Ethics. Oxford: Clarendon Press 1983, reprinted 1986, s. 132. 2. Reich WT ed. Encyclopedia of Bioethics. New York: Macmillan and Free Press 1978, Vol. 1, s. 417-21.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.